Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 26
Fyrirtækið Bauhaus var stofnað af smiðnum Heinz-Georg Baus í Mannheim í
Þýskalandi árið 1960, en í dag
starfrækir BAUHAUS hátt í 300
vöruhús í yfir 20 Evrópulöndum.
Hugmyndafræði BAUHAUS
gengur út á að „sameina allt undir
einu þaki“ og snýst um að bæði
iðnaðarmenn og ófaglærðir geti
komið og keypt allt á einum stað.
Verslanir Bauhaus eru einstakar,
því þar er hægt að finna allt til
verksins undir sama þaki. Allt frá
borvélum til sumarblóma, eða frá
málningu til baðinnréttinga.
„Hjá Bauhaus er boðið upp á
fjölbreytt og mikið vöruúrval og
hagstætt verð og í Baðlandi bjóð-
um við upp á lausnir frá þekktum
og traustum framleiðendum, svo
sem Grohe, Hans Grohe, Laufen,
Duravit og Lanzet, svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Guðmundur Erlends-
son, deildarstjóri í Baðlandi og
f lísadeild. „Við erum líka með
mikið úrval af blöndunartækjum
á lager.“
Nýr sýningarsalur og nýjar
og vandaðar vörulínur
„Við hér í Baðlandi erum komin
með nýjan og endurbættan
sýningarsal sem er bjartur og rúm-
góður og sýnir fjölbreytta mögu-
leika og skemmtilegar lausnir.
Það má segja að þetta sé bara eins
og nýtt Baðland. Við höfum um
leið bætt við nýjum og spennandi
vörulínum,“ segir Guðmundur.
„Við erum komin með gæða inn-
réttingar frá Laufen, Skärgård
og Lanzet og fataskápalausnir
frá Camargue, en það er dönsk
hágæðavara. Það er hægt að skoða
þess skápa betur á vefnum okkar
undir camargue.bauhaus.is.
Við bjóðum upp á frístandandi
baðkör, meðal annars frá Laufen,
Skärgård og Bahag. Við bjóðum
einnig upp á sturtuklefa frá Skär-
gård, Camargue og GEO,“ segir
Guðmundur. „Þetta eru gæðavörur
á hagstæðu verði og við bjóðum
upp á óteljandi lausnir í samsetn-
ingu og mjög fjölbreytt litaval.
Við bjóðum upp á 50% afslátt af
fataskápalausnum og 30% afslátt
af Camargue Skärgård baðinn-
réttingum til 26. október og hér
er meðal annars hægt að gera
kjarakaup á Duravit Stark salerni,
þannig að það er full ástæða til að
koma að sjá nýja sýningarsalinn
og skoða úrvalið,“ segir Guð-
mundur.
Litríkar vörur þar sem gæði
og gott verð fara saman
„Við reynum eftir fremsta megni
að bæta jafnt og þétt við vöruúr-
valið hjá okkur og erum dugleg
að taka inn nýjungar. Núna er til
dæmis von á nýrri línu í lituðum
blöndunartækjum frá Hans Grohe,
en lituð blöndunartæki eru mjög
vinsæl í dag og við viljum reyna
að mæta þeirri eftirspurn,“ segir
Guðmundur. „Það er ekki bara í
blöndunartækjum sem fólk vill
liti, það er mikið spurt um liti til
að fríska upp á heimilið um þessar
mundir og við erum með mikið
úrval af frístandandi baðkörum
í ýmsum litum, innréttingar í
mörgum litum og bjóðum líka upp
á svört sturtugler, sem dæmi. Að
sjálfsögðu leggjum við svo alltaf
mikla áherslu á að gæði og gott
verð fari alltaf saman.“
Auðvelt að hlýða Víði og
virða nálægðartakmörk
„Við leggjum okkur virkilega
fram til að geta haldið eðlilegri
starfsemi gangandi þrátt fyrir
faraldurinn,“ segir Guðmundur.
Allt fyrir baðherbergið hjá Bauhaus
Bauhaus hefur sett upp nýjan og endurbættan sýningarsal fyrir baðherbergisvörur þar sem
boðið er upp á fjölbreytt úrval af nýjum vörulínum. Þar fæst allt fyrir baðherbergi á einum stað.
Hjá Bauhaus er
hægt að finna
allt sem þarf
fyrir fram-
kvæmdir á ein-
um stað og þar
er boðið upp
fjölbreytt og
mikið vöruúrval
og hagstætt
verð. Þar eru nú
ýmsar nýjungar
á boðstólum
fyrir baðher-
bergi. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/STEFÁN
Bauhaus býður meðal annars upp á gæða innréttingar frá Laufen, Skärgård
og Lanzet og fataskápalausnir frá Camargue, sem er dönsk hágæðavara.
Hjá Bauhaus er líka hægt að fá falleg frístandandi baðkör frá þekktum og
traustum framleiðendum, meðal annars Laufen, Skärgård og Bahag.
Bauhaus býður einnig upp á sturtu-
klefa frá Skärgård, Camargue og
GEO og það er meðal annars hægt
að fá þá með svörtu sturtugleri.
Hjá Bauhaus
er boðið upp
á óteljandi
lausnir í sam-
setningu og fjöl-
breytt litaval.
Það er mikið af nýjum vörulínum í boði í baðherbergisdeild Bauhaus.
Alltaf er lögð mikil áhersla á að gæði og gott verð fari saman.
„Hjá okkur er nóg pláss, sem gerir
okkur auðvelt að halda tveggja
metra reglu í öllu vöruhúsinu
okkar. Allir starfsmenn ganga
með grímur og við ætlumst til að
viðskiptavinir beri líka grímur
geti þeir ekki tryggt tveggja metra
regluna. Við erum með standa á
öllum þjónustuborðum þar sem
boðið er upp á spritt, hanska og
grímur.
Við hvetjum til snertilausra
viðskipta og höfum aukið þrif,
þannig að nú þrífum við f leti á
þjónustuborðum og kassasvæði
á klukkustundar fresti,“ útskýrir
Guðmundur. „Þá teljum við inn í
vöruhúsið okkar á háannatíma til
að tryggja að ekki séu of margir
hjá okkur í einu, en við megum
taka á móti allt að 200 manns þar
sem vöruhúsið okkar er 22 þúsund
fermetrar.“
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R