Fréttablaðið - 20.10.2020, Side 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.
geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Peysur til styrkta UNI-CEF á Ísland fóru í sölu í síðustu viku. Fjár-hæðin sem saf nast mun nýtast í að tryggja aðang barna úti í heimi
að menntun. Heimsfaraldurinn
hefur sett strik í reikninginn
og mörg börn hafa ekki aðgang
að búnaði til að tryggja sér fjar-
kennslu. UNICEF, einnig þekkt sem
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn
í heiminum og er með starfsemi í
yfir 190 löndum.
„Við berjumst fyrir réttindum
barna á heimsvísu og sinnum bæði
langtímauppbyggingu og neyð-
araðstoð. Við sinnum meðal ann-
ars heilsugæslu og mæðravernd,
menntun, barnavernd, bólusetjum
börn gegn lífshættulegum sjúk-
dómum, tryggjum hreint vatn og
hreinlætisaðstöðu og meðhöndlum
börn gegn vannæringu svo nokkuð
sé nefnt,“ segir Steinunn Jakobs-
dóttir hjá UNICEF.
UNICEF á Íslandi var stofnað árið
2004.
„Okkar vinna hér á landi felst
meðal annars í að fræða fólk hér
á landi um stöðu barna um allan
heim, vekja athygli á því þegar rétt-
indi barna eru brotin og af la fjár-
framlaga til hjálparstarfs UNICEF.
Við sinnum einnig markvissri rétt-
indagæslu og réttindafræðslu fyrir
börn á Íslandi, höfum fylgst ítar-
lega með stöðu barna hér á landi og
barist gegn of beldi á börnum. Við
fræðum börn líka um réttindi sín
og Barnasáttmálann, fræðum full-
orðna um réttindi barna og veitum
stjórnvöldum umsagnir og álit,“
segir Steinunn.
Fara öllum vel
Steinunn segir söluna á peysunum
hafa farið vel á stað.
„Nú þegar er vel rúmlega helm-
ingur af peysunum seldur. Margir
heimsforeldrar hafa keypt peysur
fyrir börnin sín eða barnabörn og
keypt fullorðinspeysu í leiðinni
þar sem það er jú f lott að vera í
stíl. Þetta eru líka alveg merkilega
klæðilegar peysur, þær fara öllum
vel. Það er vert að taka fram að þetta
eru frekar litlar stærðir og líklegt að
fólk þurfi einni eða jafnvel tveimur
stærðum stærri en vanalega,“ segir
hún.
Þau hjá UNICEF á Íslandi tóku
eftir hræðilegu áhrifum kórón-
aveirunnar á menntun barna víða
um heim strax í vor.
„Þannig að við ákváðum þá að
fara af stað með herferð sem myndi
bæði vekja athygli á stöðu barna og
rétti þeirra til menntunar og um
leið af la fjár til að styðja hjálpar-
starf UNICEF alþjóðlega í þessum
efnum. Kórónaveiran hefur haft gíf-
urleg áhrif á menntun og þegar loka
þurfti skólum til að hefta útbreiðslu
COVID-19 í vor hafði það áhrif á
menntun 1,6 milljarða barna í 190
löndum. Að minnsta kosti þriðj-
ungur skólabarna gat ekki stundað
fjarnám þegar skólunum þeirra
var lokað. Þannig kviknaði hug-
myndin að UNICEF-skólapeysunni,
sem leið til að styðja börn víða um
heim sem standa nú frammi fyrir
miklum hindrunum þegar kemur
að menntun,“ segir Steinunn.
Festust í Hollandi
Peysurnar áttu að vera löngu komn-
ar í sölu en sökum COVID-19 urðu
alls kyns tafir í framleiðslunni.
„Síðan var sendingin föst heil-
lengi í Hollandi. En nú eru peysurnar
loksins komnar og við hlökkum til
að sjá börn og fullorðna njóta inni-
og útiverunnar í UNICEF-peysunum
sínum, sem eru ekki bara flottar og
þægilegar heldur styðja um leið við
réttindi og velferð barna. Það er því
búið að vera ansi gaman að fá loksins
að pakka inn peysunum til að senda
öllum kaupendunum,“ segir hún.
Steinunn segir það mikið for-
gangsatriði hjá samtökunum að
tryggja menntun barna á tímum
COVID-19.
„Það sést að með mikilli sam-
vinnu og stuðningi almennings
hefur náðst gífurlegur árangur síð-
astliðinn áratug í að auka aðgengi
barna að menntun, og þá sérstak-
lega stúlkna, og fyrir útbreiðslu
kórónaveirunnar höfðu aldrei f leiri
börn í heiminum gengið í skóla. Það
er því mikilvægt að bregðast strax
við þessum breytta veruleika sem
blasir nú við því annars eru þær
framfarir sem átt hafa sér stað í að
bæta líf barna í heiminum í mikilli
hættu,“ segir hún.
Menntun er ekki forréttindi
Sem dæmi um viðbrögð við
kórónaveirunni hefur UNICEF
Menntun er
besta vopnið
gegn fátækt
UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir sölu á
peysum en að sögn Steinunnar Jakobs-
dóttur mun fjárhæðin sem safnast nýtast
í að tryggja bágstöddum börnum greiðari
aðgang að menntun í heimsfaraldrinum.
Peysurnar
fást á heima-
síðu UNICEF á
Íslandi,
unicef.is
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
komið á fjarkennslu í gegnum
útvarp í Rúanda, sett upp viðun-
andi hreinlætisaðstöðu og dreift
spritti og grímum í skólum í
Jemen til að tryggja sóttvarnir,
útdeilt námsgögnum í f lótta-
mannabúðum í Jórdaníu og
unnið með foreldrum skólabarna
í Úkraínu til að þau geti stutt
menntun barna sinna á þessum
tímum.
„Menntun er réttindi, ekki for-
réttindi, og því er forgangsatriði
hjá UNICEF að vinna að því að öll
börn hafi jöfn tækifæri til grunn-
menntunar. Menntun er einnig
öf lugasta vopnið gegn fátækt og
hungri og er mikilvæg til að ná jafn-
rétti kynjanna.“
Hægt er að kaupa peysurnar á
unicef.is.
steingerdur@frettabladid.is
ÞEGAR LOKA ÞURFTI
SKÓLUM TIL AÐ HEFTA
ÚTBREIÐSLU COVID-19 Í VOR
HAFÐI ÞAÐ ÁHRIF Á MENNTUN
1,6 MILLJARÐA BARNA Í 190
LÖNDUM.
2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð