Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 11
InductionAir Plus tryggir ferskt loft í opna eldhúsinu þínu og gerir gestgjafahlutverkið um leið að leik einum – þökk sé þessu nýtískulega spanhelluborði sem státar af öflugum innbyggðum gufugleypi í miðjunni. siemens-home.bsh-group.com Framtíðin flyst inn. Siemens heimilistæki BS H -s am st ey p an e r le yf is h af i v ö ru m er ki s í e ig u S ie m en s A G Þannig fæst alltaf rétta andrúmsloftið Siemens heimilistækin fást hjá Á síðustu vikum hefur farið fram líf leg og hressandi umræða um stjórnarskrána. Þökk sé þeim, sem vakið hafa athygli á leiðbeinandi þjóðaratkvæða- greiðslu um málið, sem fram fór 2012. Þátttaka var vissulega dræm. En engu síður samþykkti yfirgnæfandi meirihluti að leggja tillögur stjórn- lagaráðs til grundvallar nýrri stjórn- arskrá. Í því orðalagi fólst að þjóðin var ekki beðin um að samþykkja eða synja ákveðnum texta. Engu að síður var niðurstaðan leiðbeinandi um vilja þjóðarinnar í ákveðnum dráttum. Og í spurningum um ein- stök efnisatriði var til að mynda yfirgnæfandi stuðningur við að gjaldtaka fyrir nýtingarrétt að sam- eiginlegum auðlindum skyldi byggj- ast á tímabundnum afnotum. Í byrjun þessa kjörtímabils ákvað forsætisráðherra að áfangaskipta endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og ríkisstjórn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar lagði af stað með án árangurs. Þrátt fyrir þá reynslu ákvað Viðreisn að taka boði for- sætisráðherra um samstarf á þessum grundvelli. Ástæðan fyrir því var einföld. Við treystum Katrínu Jakobsdóttur til þess að virða þau sjónarmið, sem skýrt hafa komið fram hjá þjóðinni á undanförunum árum og láta ekki sérhagsmunagæslu ráða algjörlega för. Starfið fór vel af stað. Efnt var til umfangsmikillar rökræðukönnunar. Hún dró enn skýrar fram hver ætla mætti að væri vilji þjóðarinnar. Vonbrigðin eru þau að í þeim til- lögum, sem forsætisráðherra hefur lagt fram, er lítið tillit tekið til þeirra skýru leiðbeininga frá þjóðinni, sem lesa má úr þjóðaratkvæðinu og rök- ræðukönnuninni. Sérhagsmuna- gæsla Sjálfstæðisf lokks og Fram- sóknar ræður öllu, sem máli skiptir. Þannig á ekki að gera neina efnis- lega breytingu á ákvæðum um fjöl- þjóðasamvinnu Íslands. Auðlinda- ákvæðið er efnislega óbreytt frá gildandi fiskveiðistjórnarlögum. Gjaldtöku fyrir tímabundin afnot er hafnað. Ekki er heldur hlustað á háværa kröfu í rökræðukönnuninni um jöfnun atkvæðisréttar, sem einn- ig naut meirihlutafylgis í þjóðarat- kvæðinu. Sumar tillögur forsætis- ráðherra um veigaminni atriði eru til bóta. En endurskoðunin hlýtur að snúast um kjarna málsins. Ég er sammála Katrínu Jakobs- dóttur þegar hún segir að Alþingi skuldi þjóðinni löngu tímabærar breytingar á stjórnarskrá. En hún er verkstjóri þingmeirihlutans. Það er á hennar ábyrgð að leggja fram til- lögur í samræmi en ekki ósamræmi við traustar vísbendingar um meiri- hlutavilja þjóðarinnar. Skuld Alþingis við þjóðina er að taka tillit til þeirra. Skuld Alþingis Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir formaður Viðreisnar Við erum stödd í langhlaupi í glímunni við COVID-heims-faraldur inn. Samfélag ið okkar hefur staðið sig vel frá því í mars við að takmarka útbreiðslu veirunnar með samstilltu átaki og það hefur skilað okkur því að tíðni smita og dauðsfalla hefur verið mun minni en víðast í kringum okkur. Engu að síður er glíman krefjandi og áhyggjur starfsfólks mjög skilj- anlegar af því að í grunnþjónustu okkar eins og skólum og velferðar- stofnunum séu menn útsettari fyrir veirunni en annars staðar. Í skóla og frístundaráði Reykja- víkur fylgjumst við vel með stöðu mála í faraldrinum og á síðasta fundi fengum við þremenningana: Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Víði Reynisson yfirlögregluþjón og Jón Viðar Matthíasson, framkvæmda- stjóra almannavarna á höfuðborg- arsvæðinu, til að fara yfir stöðuna. Þar kom fram að smit innan leik- skóla, grunnskóla og frístundastarfs hafa verið mjög fá og mun færri en í samfélaginu almennt. Frekar hefur borið á því að smit hafi borist inn í skólana utan frá. Þá verða börn fyrir mun minni áhrifum af veirunni en fullorðnir og innlagnir barna á spít- ala eru hverfandi. Afburðaframlag starfsfólks Það hefur verið frábært að fylgjast með starfsfólki leikskóla, grunn- skóla, frístundaheimila og félags- miðstöðva borgarinnar undanfarna mánuði, hve vel það hefur staðið sig við krefjandi aðstæður við að leysa úr óvenjulegum aðstæðum og leggja sig fram um að halda vel utan um börnin og halda úti sem mest reglubundu starfi þrátt fyrir faraldurinn. Við erum stolt af okkar fólki, stjórnendum og starfsfólki fyrir sitt af burðaframlag og sömu- leiðis börnunum og foreldrum þeirra fyrir úthaldið, þolinmæðina og umburðarlyndið. Kjarni málsins er sá að stefnan sem mörkuð var í vor að halda skólunum opnum til að lama ekki samfélagið var rétt, við styðjum hana heils hugar og munum fylgja henni áfram nema gjörbreytt staða komi upp í útbreiðslu veirunnar. Við höldum okkar striki, stönd- um áfram saman og þá mun leiðin klárlega liggja upp á komandi vikum. Höldum skólunum opnum! Skúli Helgason borgarfulltrúi og formaður skóla- og frí- stundaráðs Reykjavíkur- borgar S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.