Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 4
TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP ® CHEROKEE Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury: • 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting • Jeep Active Drive I Select Terrain með 4 drifstillingum, • Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera • Leðurinnrétting • 8,4” upplýsinga- og snertiskjár • Íslenskt leiðsögukerfi • Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð • Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með bassaboxi • Apple & Android Car Play • Bluetooth til að streyma tónlist og síma ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR. ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI KJARAMÁL Í greiðsluáskorunum, sem Fréttablaðið hefur undir hönd­ um, dagsettum 4. desember 2019, veittu starfsmenn þriggja hótela á höfuðborgarsvæðinu vinnuveit­ endum sínum vikufrest til uppgjörs á vangoldnum launum, ella legði undirritað starfsfólk niður störf þar til gert yrði upp við það að fullu. Í erindi frá lögmanni Samtaka atvinnulífsins, sem sent var til Efl­ ingar degi áður en greiðslufrestur rann út, var vakin athygli á skaða­ bótaskyldu vegna ólögmætra verk­ fallsaðgerða. Þar sem um félagslega aðgerð stéttarfélags sé að ræða falli einnig niður „launagreiðslur til starfsmanna“. Þá segir að fyrir­ tækið harmi rekstrarerfiðleika sem leitt hafi til vanefnda og geri nú allt sem í valdi þess stendur til að leysa úr þeim. „Fyrirhugaðar verkfallsað­ gerðir eru ekki til þess fallnar að leysa þann vanda,“ segir í erindinu. Í svari frá lögmanni Ef lingar segir að leita verði annarra úrræða við rekstrarvanda. Hann verði ekki fjármagnaður með stuldi á launum. Þá er fordæmt að SA setji fram „hótun um að starfsmenn­ irnir verið hýrudregnir leggi þeir niður störf“. Starfsfólkið hafi leitað til Eflingar vegna vangreiðslu launa sem greiða átti út um mánaðamót. „Með vanskilum á launum hafi atvinnurekandinn brugðist þeirri grundvallarskyldu sinni að greiða fólki laun fyrir þá vinnu sem það hefur þegar innt af hendi.“ Réttur fólks til að boða vinnustöðvun, með hæfilegum fresti til úrbóta sé ein af fáum undanþágum frá friðarskyldu. Viða r Þor steinsson, f ra m­ kvæmda stjóri Ef lingar, segir að fjölmörg dómsmál séu höfðuð til að innheimta vangoldin laun á hverju ári. Fyrir komi að atvinnurekandi bjóði að greiða hluta af laununum strax gegn því að frekari kröfur falli niður. „Það kemur fyrir að félags­ menn okkar samþykkja slík tilboð út úr neyð vegna þess hve langan tíma tekur að innheimta kröfur til fulls. Við hvetjum fólk auðvitað til að fara alla leið með kröfur sínar enda prinsippmál en þetta er bara raunveruleikinn. Við erum með félagsmenn á mjög lágum launum og það er freisting fyrir þá að fallast á tilboð af þessu tagi fremur en að bíða mánuðum saman eftir dóms­ kerfinu,“ segir Viðar. Þótt fólk af erlendum uppruna sé líklegast til að verða fyrir launa­ svikum segir Viðar það mýtu að vanþekkingu þess sé um að kenna. „Þetta fólk hefur þjálfað sig í að lesa og skilja kjarasamninga og er mjög duglegt að leita réttar síns,“ segir Viðar og bætir við: „Vandamálið er ekki þeirra heldur atvinnurekend­ anna. Refsileysið er ástæða þess að atvinnurekendur komast upp með þetta sér að kostnaðarlausu. Aðspurður segir Ásmundur Einar Daðason, félags­ og barnamálaráð­ herra, að frumvarp um aðgerðir tengdar Lífskjarasamningnum verði lagt fram á næstu vikum. Umrætt atriði sé það eina sem ekki náðist sátt um í vinnuhópi fulltrúa ASÍ og SA. „Það er verið að snikka slíkt ákvæði til,“ segir Ásmundur. adalheidur@frettabladid.is Málsókn eða vinnustöðvun oftast einu úrræði starfsfólks Dæmi eru um að launafólki sé hótað málsóknum og að vera hýrudregið, boði það vinnustöðvun til að innheimta vangoldin laun. Slíkar aðgerðir hafa stundum reynst eina leiðin, utan langdreginna málaferla, til að fá laun greidd að fullu. Frumvarp sem meðal annars tekur á launasvikum, verður brátt lagt fram. Hótelstarfsmenn í Eflingu samþykktu verkfall í fyrravor, til að krefjast launahækkana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HVERAGERÐI „Við erum fyrst og fremst að ýta undir fjölbreytileika en líka að ekki sé farið inn á þann markað sem er fyrir,“ segir Friðrik Sigurbjörnsson, formaður bæjar­ ráðs í Hveragerði, um reglur um torg­ og götusölu í bænum. Er bæjarráð samþykkti í síðustu vikur reglurnar bókaði fulltrúi Okkar Hveragerðis, Njörður Sig­ urðsson, athugasemd við það að við úthlutun leyfa yrði meðal annars byggt á kröfu „um fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu í bæjarfélaginu“. Slíka ákvörðun ætti að byggja sem mest á hlutlægu mati. „Mat á hvort rekstur sem umsækj­ endur um götu­ og torgsölu ætla að reka í söluvögnum sé viðbót við vöruúrval sem er fyrir í bænum og gerðar séu kröfur um fjölbreytileika og mismunandi framboð á þjónustu í bæjarfélaginu getur ekki annað en verið huglægt,“ bókaði Njörður. „Hinn frjálsi markaður mun lík­ lega stýra vöruframboði betur en stjórnendur eða stjórnmálamenn hjá Hveragerðisbæ,“ bókaði Njörður sem þó samþykkti nýju reglurnar. Friðrik sem fer fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarráði, segir reglurnar eiga fyrirmynd í öðrum sveitarfélögum. „Við viljum geta boðið upp á sem fjölbreyttasta möguleika og að þeir sem vilja koma með hvers kyns vagna hafi það í huga,“ svarar Frið­ rik spurður hvers vegna úrvalið í söluvögnum verði ekki látið í vald markaðsafla. Þetta ráði þó ekki úrslitum. „Fyrst og fremst á þetta að ýta undir það að fólk sem kemur með vöru og þjónustu inn í sveitarfélagið horfi til þess að bjóða eitthvað nýtt,“ útskýrir hann. Friðrik segir að sótt hafi verið um leyfi fyrir vagn með heilsuvefjur og annan með kebab. Í boði séu tvö leyfi í miðbænum og eitt við Ham­ arshöllina. Horft sé til margra þátta. „Við horfum til þess að fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig til gæða, fyrri reynslu auk fjölbreytileikans. Þetta er til að gefa okkur dálítið svigrúm til að velja og hafna.“ – gar Leyfi til söluvagna byggð á fjölbreytileika en ekki markaðsöflum Hinn frjálsi mark­ aður mun líklega stýra vöruframboði betur en stjórnendur eða stjórn­ málamenn hjá Hveragerðis­ bæ. Njörður Sigurðs- son, bæjarfulltrúi Okkar Hvera- gerðis Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar STJÓRNMÁL Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá afhenda stjórn­ völdum undirskriftalista fólks sem krefst lögfestingar. Katrín Jakobs­ dóttir forsætisráðherra mun taka við listanum klukkan 13 í dag fyrir utan Alþingishúsið. Helga Bald­ vins Bjargardóttir, formaður sam­ takanna, mun fara með tölu og Lay Low f lytja lag sem hún samdi við aðfaraorð stjórnarskrárinnar. Þegar Fréttablaðið fór í prent í gærkvöld höfðu rúmlega 42 þús­ und undirskriftir safnast og fjölgað hratt á undanförnum dögum. Katr­ ín Oddsdóttir, formaður Stjórnar­ skrárfélagsins, áætlar að um þúsund hafi safnast í gær. „Þetta sýnir að það er mjög mikill áhugi á að niðurstöður þjóðarat­ kvæðagreiðslunnar verði virtar,“ segir Katrín. „Þetta hefur spurst vel út og tók til dæmis mikinn kipp eftir að veggmyndin var fjarlægð.“ – khg Undirskriftir afhentar í dag STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra f lutti í gær munn­ lega skýrslu um valdheimildir sótt­ varnalæknis og heilbrigðisráðherra til sóttvarnaráðstafana. Sagði hún meira meðalhófs hafa verið gætt hér en víða annars staðar. Einnig að nýjum heildarlögum um sóttvarnir yrði f lýtt. Langar umræður spunnust og meðal annars gagnrýndi Bergþór Ólason, þingmaður Miðf lokksins, ríkisstjórnina fyrir að varpa allri ábyrgð yfir á þríeyki almanna­ varna. Sagði hann áhrif aðgerðanna gríðarleg fyrir margar atvinnu­ greinar og ekki mætti aðeins ein­ blína á „einn mæli í stjórnborðinu“. – khg Valdheimildir ræddar á þingi 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.