Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 20.10.2020, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Flestum þykir mikil- vægt að standa vörð um íslenska tungu sem á undir högg að sækja en ég efast stórlega um að rétta leiðin til þess sé með boðum og bönnum. Dæmin sanna að smáríki geta haft afger- andi áhrif á alþjóðavett- vangi með því að taka frumkvæði, sýna gott fordæmi og berjast fyrir breytingum. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Senn koma jólin Nokkrir hafa ákveðið að setja upp jólaskrautið snemma í ár. Á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu er farið að glitta í jólaljós og á minnst einum stað í jólatré inni í stofu. Mögulega er verið að finna sér eitthvað að gera á heimilinu á þessum síðustu og verstu. Og í leiðinni að láta sér líða aðeins betur þegar yfir dynja erfiðar fréttir. Skýringin hlýtur að vera sálfræðiáróður Létt 96,7 sem byrjaði að spila Ef ég nenni, jólalag allra Íslendinga, 1. maí og þáttanna Heima með Helga sem vekja upp hugrenninga- tengsl við Ef ég nenni. Þá má ekki gleyma að stundum felst í skreytingunum pólitískur stuðningur við frumvarpið um færslu jólanna til 16. desember. Smitlokahátíð Við landsmönnum blasir stærri hátíð og skemmtilegri en jólin, vandinn er að enginn veit hvenær hún verður. Það er að sjálfsögðu Smitlokahátíðin. Það er ekki seinna vænna fyrir viðburðaþjónustur að rissa upp stærsta partí aldarinnar. 300 þúsund manna hópknús á Klambratúni og Þórólfur verður með brekkusöng í Esjunni. Kári Stefánsson tekur alla sem hafa ekki verið sammála honum í sjómann, einföld röð upp Öskjuhlíðina. Önnur einföld röð verður til Kef lavíkur í vélar til Alicante. Í síðustu viku mælti dómsmálaráðherra fyrir róttækum breytingum á lögum um manna­nöfn. Verði frumvarpið samþykkt mun hin oft umdeilda mannanafnanefnd heyra sögunni til.Með breytingunum mun frelsi við nafngjöf aukast til muna en áfram munu þó gilda ákveðnar takmarkanir til að koma í veg fyrir að börnum séu gefin nöfn sem mögulega gætu orðið þeim til ama eða séu óviðeigandi á einhvern hátt. Þegar tekist er á um lög um mannanöfn eru það helst tvö sjónarmið sem togast á: Vernd íslenskrar tungu og menningararfs og frelsi einstaklingsins til þess að bera það nafn sem hann kýs. Flestum þykir mikilvægt að standa vörð um íslenska tungu sem á undir högg að sækja en ég efast stórlega um að rétta leiðin til þess sé með boðum og bönnum. Ég er heldur ekki viss um að aukið frelsi er varðar það hvað við heitum hafi slæm áhrif á okkar ástkæra ylhýra. Leiða má líkur að því að einhver erlend nöfn muni bætast við og fleiri ættarnöfn verði tekin upp, en mun það raunverulega hafa slæm áhrif á tungumálið þegar mannanöfn eru aðeins brotabrot af orðaforða íslenskunnar? Jafnvel þó að nefndarmeðlimir bendi á að hlutverk þeirra sé einfaldlega að fara að lögum er það stað­ reynd að oft er ansi mikið rými fyrir túlkun í þeim efnum. Það hef ég upplifað á eigin skinni en fyrir 23 árum eignaðist ég dóttur sem skírð var Blær. Nafninu hafði ég kynnst þegar ég las Brekkukotsannál Halldórs Laxness og var staðráðin í að ef ég einhvern tíma eignaðist stúlku fengi hún sama nafn og dóttir orgel­ kennarans sem Álfgrímur sækir tíma til, en fegurð hennar var slík að hann gleymdi nótnaskalanum. Dóttir mín var skírð þessu, að mínu mati, fall­ ega og íslenska nafni en nokkrum mánuðum síðar kom presturinn sem skírði hana að máli við okkur foreldrana. Honum höfðu orðið á mistök. Nafnið var nýverið sett á lista eiginnafna drengja en ekki stúlkna og því þyrftum við að skipta um nafn og stakk hann upp á nafninu Blædís. Ætli það að velja barni sínu nafn sé ekki ein per­ sónulegasta ákvörðun sem hægt er að taka og um leið ein sú ástríkasta? Það velur enginn nafn sem fylgja mun einstaklingi út ævina í hálfkæringi, f lestum er sú ákvörðun mikið hjartans mál. Því vildi ég ekki að Blær yrði Blædís og þrjóskaðist við. Ég reyndi að rökræða við þáverandi formann mannanafnanefndar auk þess að senda formleg erindi. Hann aftur á móti spurði mig hvort ég vildi ekki bara nefna dóttur mína Guðmund. Þessi saga fékk farsælan endi, þegar Blær vann mál gegn íslenska ríkinu og þurfti ekki lengur að heita Stúlka í þjóðskrá, eins og hún hafði gert í 16 ár. Þetta er bara ein saga af mörgum en lýsir því hvernig lögin hafa unnið gegn sjálfsögðum vilja fólks. Það bara getur ekki verið til góðs að yfirvöld hafi lokavald yfir öðru eins einkamáli og nöfnum fólks. Að velja nafn Við þær aðstæður sem nú eru uppi er eðlilegt að öll okkar orka og athygli beinist að því að kveða niður kórónufaraldurinn og lágmarka þann félagslega og efnahagslega skaða sem af honum hlýst. Það breytir því þó ekki að loftslagsváin er stærsta áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Framtíð lífs á jörðinni veltur á því að ríki heims taki höndum saman um róttækar breytingar á framleiðslu og lifnaðarháttum. Við Íslendingar erum rík þjóð og búum yfir gnótt endurnýjanlegra auðlinda. Þess vegna er fráleitt að við séum enn eftirbátur annarra Evrópu­ ríkja í loftslagsaðgerðum og styðjumst við veikari markmið en Evrópusambandið og hin Norðurlöndin. Dæmin sanna að smáríki geta haft afgerandi áhrif á alþjóðavettvangi með því að taka frumkvæði, sýna gott fordæmi og berjast fyrir breytingum. Við höfum skyldum að gegna við heimsbyggðina og komandi kynslóðir og þurfum að taka stærri skref, setja okkur metnaðarfyllri markmið og ráðast í miklu markvissari aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðið upp á til þessa. Nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur leitt af sér fjöldaatvinnuleysi og framleiðsluslaka er réttast að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu frekar en leggja auknar álögur á fólk. Ríkið þarf að nýta góð lánakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraft­ miklar aðgerðir sem auka framleiðslugetu þjóðarbúsins til lengri tíma, skapa atvinnu og undirbyggja nýjar og grænar útflutningsstoðir. Í Ábyrgu leiðinni, efnahags­ áætlun Samfylkingarinnar fyrir árið 2021, leggjum við til að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður með fimm milljarða í stofnfé, sem styðji við loftslagsvæna atvinnuuppbyggingu og grænan hátækniiðnað. Orku­ skiptum verði hraðað, ráðist í kraftmikið skógræktar­ átak, stuðning við grænmetisframleiðslu, skipulega uppbyggingu iðngarða og stóreflingu almennings­ samgangna um allt land. Með þessu er hægt að slá tvær flugur í einu höggi: örva eftirspurn og atvinnu en um leið skapa grænna samfélag á Íslandi og auðvelda okkur að ná metnaðarfyllri loftslagsmarkmiðum á næstu árum. Græn atvinnubylting Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar 2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.