Fréttablaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 12
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Um margar ólíkar leiðir er að ræða þegar fengist er við meðferðarúrræði fyrir fólk
sem glímir við áfalla- og streit-
uraskanir og fíknivanda – enda er
gjarnan tekist á um málaflokkinn
fyrir opnum tjöldum. Fræðin eru
margvísleg, margt sem vísindin
hafa enn ekki svarað og margt hefur
verið reynt í gegnum aldirnar. Í dag
er helst um að ræða tvær ríkjandi
nálganir til meðferðar einstaklinga
með fíknivanda.
Meðferðastöðin Hazelden Betty
Ford var upphaf lega byggð á hug-
my nda f ræði hins svok a llaða
Minnesota-líkans og byggir að
sumu leyti enn á þeirri nálgun,
sem var fyrst kynnt til sögunnar
á sjöunda áratug síðustu aldar.
Líkanið gengur einna helst út frá
kenningum um að alkóhólismi sé
ólæknandi heilasjúkdómur og hafi
ekki í för með sér einkenni annars
konar undirliggjandi raskana í
tengslum við félagslegar aðstæður
eða af leiðinga of beldis og áfalla.
Háskólinn Hazelden Betty Ford
Graduate School of Addiction
Studies er sjálfstæð stofnun sem
kennir fíknifræði og þykir mjög
framarlega í þeim efnum. Þar hefur
kenningum Minnesota-módelsins
verið mestmegnis skipt út fyrir
nýjar kenningar um tengsl fíknar
við áföll og geðvanda. Háskóla-
samfélagið er raunar mjög gagn-
rýnið á líkanið sem kennt er við
höfuðstöðvar háskólans, í Minne-
s ota. Áherslan í náminu var ekki
síst á einstaklingsmiðaða nálgun.
Nemendur læra að bera kennsl á
og skima fyrir geðvanda, persónu-
leikaröskunum og áföllum þó svo
að gráðan gefi ekki faglegt leyfi til
slíkrar greiningar hér á landi.
Undirritaðar hafa síðastliðin
ár (og aðrir fíknifræðingar enn
lengur) reynt að fá lögverndað
starfsheiti hjá Embætti landlæknis.
Svörin sem við höfum fengið frá
embættinu eru þau að við upp-
fyllum ekki þau skilyrði og viðmið
sem sett eru fram af fagráði innan
embættisins. Fagráðið sem þar
starfar er meðal annars mannað
af einstaklingum sem hafa haft
eða hafa enn aðkomu að rekstri
og starfi SÁÁ. Þau viðmið sem sett
eru og koma í veg fyrir að undir-
ritaðar hljóti lögverndað starfs-
heiti, eru einmitt þau viðmið sem
kennd eru á sérstöku þriggja ára
námi sem SÁÁ heldur eingöngu
fyrir starfsfólk meðferðarstofn-
ana á sínum snærum. Löggilding
okkar fagstéttar er mikilvægur
liður í því að f leiri leiðir séu í boði
fyrir þá sem vilja leita sér hjálpar
við fíknivanda. Löggildingin felur
í sér að skjólstæðingar geta leitað
til Landlæknisembættisins ef þeim
finnst á þeim brotið og einnig gefið
þeim kost á að fá þjónustuna niður-
greidda.
Mikilvægt er að virðing sé borin
fyrir starfi fagstétta sem vinna
að því að bæta líf fólks með fíkni-
vanda. Margir sem þjást af slíkum
vanda eiga við annars konar vand-
kvæði að etja eins og geðraskanir
og áfallastreituröskun svo dæmi
séu nefnd. Í starfsnáminu á Hazel-
den Betty Ford var kennt hvernig
hinar ýmsu fagstéttir, læknar, sál-
fræðingar, hjúkrunarfræðingar,
geðlæknar og fíknifræðingar; allt
fagmenn með meistara- eða BA-
gráðu, geta unnið saman að því að
veita sem fjölbreyttasta og bestu
þjónustu sem völ er á. Enginn vafi
leikur á því hvaða hlutverki fag-
stéttir gegna. Fíknifræðingar vísa
skjólstæðingum til sálfræðinga og
geðlækna þegar við á og stundum
er því öfugt farið.
Sameiginlegt markmið okkar
allra sem höfum valið okkur þenn-
an starfsvettvang er að aðstoða
fólk að ná bata frá fíknivanda. Bati
tekur á sig ólíkar myndir og gæti
bati hjá einum litið út sem algert
fráhald frá áfengi – eða öðrum
vímuefnum. Hjá öðrum gæti bat-
inn falist í því að eiga sem f lesta
góða daga án hugbreytandi efna
þrátt fyrir að „fall“ eigi sér stað.
Mikilvægt er að mæta einstakl-
ingum með það sem þeir geta svo
þeir upplifi ekki að þeir hafi ekk-
ert vald yfir eigin lífi. Því er mikil-
vægt að boðið sé upp á fjölbreytt
úrræði og að fagaðilar sameinist í
að þjónusta þennan hóp. Vinnum
saman að velferð þeirra sem þjást
af fíknivanda.
Engin einstefna – greiðum götuna
Guðrún
Jóhannsdóttir
MA fíknifræði
Guðrún
Magnúsdóttir
MA fíknifræði,
nemi í áfalla
meðferðar
fræðum
Vagnbjörg
Magnúsdóttir
MA fíknifræði
Fólkið í landinu stendur frammi fyrir djúpstæðum vanda.Eftir bankahrunið 2008 fól
Alþingi kjörnum fulltrúum fólks-
ins að semja nýja stjórnarskrá í
samræmi við tilmæli þjóðfundar
þar sem allir Íslendingar sátu við
borðið enda voru 950 þjóðfundar-
fulltrúar valdir af handahófi úr
þjóðskrá. Verkið tókst vel, svo vel
að 67% kjósenda lögðu blessun
sína yfir frumvarp stjórnlagaráðs í
þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 og 83%
kjósenda lögðu sérstaka blessun
sína yfir auðlindaákvæðið.
Upphafsmálsgrein aðfaraorða
frumvarpsins leggur grunninn að
auðlindaákvæðinu:
„Við sem byggjum Ísland viljum
skapa réttlátt samfélag þar sem allir
sitja við sama borð.“
Vandinn nú er sá að Alþingi sner-
ist gegn eigin vegferð með því að
snúa baki við frumvarpi sem samið
var eftir lögum og reglum sem
þingið setti sjálft. Það hefur aldrei
áður gerst í vestrænu lýðræðisríki ef
þá nokkurs staðar að þjóðþing van-
virði niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá.
Hvað veldur?
Ýmsar skýringar koma til álita.
Líklega var allstór hluti alþingis-
manna í raun andsnúinn stjórnar-
skrárferlinu frá byrjun. Þeir kusu að
þegja andspænis fólkinu sem krafð-
ist úrbóta en lögðu síðan steina í
götu þegar frá leið. Sneypa Alþingis
keyrði loks um þverbak í málþófi
á vormánuðum 2013 og svo fór að
enginn þingmaður þurfti að opin-
bera hug sinn til nýju stjórnarskrár-
innar í atkvæðagreiðslu á þingi.
Þó hafði meirihluti þingheims, 32
þingmenn af 63, opinberlega lýst
stuðningi við staðfestingu nýju
stjórnarskrárinnar. Í þessu ljósi er
fróðlegt að bera saman vinnubrögð
íslenskra þingmanna og breskra
þingmanna gagnvart Brexit.
En hvers vegna er andstaða
íslenskra þingmanna við nýju
stjórnarskrána svo mikil að skýr
þjóðarvilji er vanvirtur?
Valddreifing rennur eins og rauð-
ur þráður í gegnum nýju stjórnar-
skrána og er í samræmi við niður-
stöðu þjóðfundarins 2010. Þannig
knýr hún alþingismenn til laga-
setningar um ýmsa hluti sem óhjá-
kvæmilega munu raska ríkjandi
valdajafnvægi. Semja þyrfti ný lög
um gegnsæi og upplýsingaskyldu,
auðlindir, auðlindanýtingu, stöðu-
veitingar, alþingiskosningar, mál-
skotsrétt þjóðarinnar og íbúa-
lýðræði. Allt þetta dreifir valdi og
eflir aðhald og eftirlit með stjórn-
málamönnum. Víst er að slíkar
grundvallarbreytingar hugnast
ekki öllum og síst þeim sem standa
hagsmunaöf lum næst. Því miður
virðast f lestir f lokkar á Alþingi
híma í skugga þeirra.
Sem gerir að verkum að stjórn-
málamenn og f lokkar eru illa til
þess fallnir að semja stjórnarskrá.
Hagsmunatengsl, bein og óbein,
leynd og ljós, eru einfaldlega of
mikil. Viðsnúningur auðlinda-
ákvæðisins færir okkur heim sann-
inn um þetta.
Að semja nýja stjórnarskrá er
verk sem enginn getur gert svo fullt
gagn sé að nema þjóðin sjálf. Hún
hefur þegar gert það. Það stendur
upp á Alþingi að hætta að flækjast
fyrir.
Næsta grein fjallar um tilurð kvóta-
kerfisins og veiðiréttinn.
Andstæð auðlindaákvæði
Lýður
Árnason
læknir og
kvikmynda
gerðarmaður
Ólafur
Ólafsson
fyrrverandi
landlæknir
Þorvaldur
Gylfason
hagfræði
prófessor
Að semja nýja stjórnar-
skrá er verk sem enginn
getur gert svo fullt gagn sé að
nema þjóðin sjálf. Hún hefur
þegar gert það. Það stendur
upp á Alþingi að hætta að
flækjast fyrir.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
ENGIN SKILYRÐI. ÞÚ ÞARFT HVORKI LYKIL NÉ KORT.
ÖNNUR VILDARKJÖR GILDA EKKI MEÐ LÆGSTA VERÐI ÓB.
ob.is
LÆGSTA
VERÐ ÓB
ARNARSMÁRI
BÆJARLIND
FJARÐARKAUP
HLÍÐARBRAUT AKUREYRI
2 0 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð