Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 4

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 4
„Eg held að foreldrar eigi ekki alltaf að vera að stýra krökkunum.” Við hittumst á heimili þeirra feðga í Austurbænum í Reykja- vík. Hann er iðnaðarmaður á sjötugsaldri og hefur haldið heimili með syni sínum í nokkur ár síðan kona hans dó. Sonurinn — sem heitir Ámi — er 23 ára gamall. Við ræddum lengi saman um samband þeirra feðga og viðhorf hans til homma og fyrst spurði ég hvemig og hvenær hann hefði fengið að vita að Ámi væri hommi. Það var vist fyrir einum fimm árum. Við feðgarnir bjuggum þá tveir saman. Hann kom sér ekki að þvi að segja mér þetta beint en lét systkinin hafa milligöngu. Hvernig varð þér við fréttimar? Það var eins og reiðarslag í fyrstu og það tók mig þó nokkurn tíma að átta mig og melta þetta. Annars er það merkilegt að þegar ég var búinn að jafna mig þá fannst mér þetta ekki koma mér neitt á óvart. Undir niðri hafði ég kannski vitað þetta. Hann var aldrei dæmigerður strákur, heldur fullur af því sem maður getur ja kallað kvenlegan áhuga, hann var alla tíð mjög finlegur, lék sér og föndraði mest með stelpum á líku reki og hafði áhuga á listum og þess háttar. Nú, snemma tók hann upp á því að mála sig og snyrta rétt eins og stelpa. Þetta er nú það sem maður tengir oft við homma. Svo koma allar þessar spurning- ar, þú veist: Var eitthvað í uppeld- inu sem beindi hvötum hans og til- finningum hans á þessa braut? Hefði ég getað haft þar einhver áhrif? En ekki hef ég neinar skýr- ingar á þessu. Ekki er ég hommi en margt er líkt með okkur feðgunum, ég hef alltaf haft áhuga á alls kyns föndri og ég mála í frístundunum. Þetta finnst sumum kvenlegt, mér finnst heldur ætti að kalla það mannlegt. Reyndirðu að leita þér stuðnings meðan þú varst að átta þig á mál- unum? Já, og gerði kannski óþarflega mikið af því að ræða við fólk. Ég hafði reyndar samband við sálfræð- ing sem Árni fór svo að hitta. Ekki myndi ég nú gera það í dag ef ég stæði í sömu sporum nema sonur minn vildi það endilega. Ég fann að þetta var frekar auðmýking fyrir hann og bara neikvætt. Sálfræðing- urinn leit líka á þetta sem hans eigið mál. Annars komu ættingjarnir mér margir á óvart, fólk sem mér fannst fordómafullt þótti þessar áhyggjur vera óþarfi. Eins og einn eldri maður sagði, málið er það hvernig hann stendur sig i lífinu. Af því sem þú sagðir heyrist mér að þér hafi fundist áður fyrr að eitthvað hefði verið að uppeldinu og þú hefðir átt að hafa öðru vísi áhrif á soninn. Við hommar og les- bíur tölum stundum um sektar- kennd foreldra okkar gagnvart okkur og finnst hún vera eins og veggur milli okkar og þeirra. Þú þekkir þessa sektarkennd? Ó jú, auðvitað var maður fullur af áhyggjum og ásökunum á sjálfan sig. En ég hef sitthvað lært af reynslunni. Ég skal segja þér að elsta barnið mitt er reyndar stjúp- dóttir mín. Hún var orðin níu ára þegar ég kynntist henni og var lengi tortryggin gagnvart mér. Það tók góðan tíma að vinna hana. Og það kenndi mér lexíu fyrir lífið. Maður fær ekki ást barna sinna nema gefa eitthvað sjálfur. — Og að ætla að hafa áhrif á börnin. Þegar ég hugsa um reynslu mina þá held ég að for- eldrar eigi ekki alltaf að vera að stýra krökkunum. Uppeldið á frekar að vera til að styðja þau í lífinu. Lifirðu eftir þessu? Ég reyni það. Við feðgarnir höfum báðir verið mikil mömmu- börn en munurinn er sá að ég hafði ótta af pabba og það mótar fram- komuna við Árna. Ég hef reynt að forðast að gera hann hræddan við mig og ég held að hann sé það ekki. Ég hef víst sagt honum meira frá lífi mínu en nokkrum öðrum því ég hélt að það gerði lífið auð- veldara fyrir hann. Mér finnst ég líka vera tengdari honum en flestum öðrum. Þekktirðu ekki homma hér áður fyrr? Jú, jú, ég hef unnið með mönnum gegnum tíðina sem ég vissi að voru svona. Þetta voru allt bestu menn. Ég lenti meira að segja á kendiríi með þeim eins og öðrum og fór vel á með okkur. En við töl- uðum aldrei um að þeir væru hommar. Nú, lesbíur þekki ég ekki — fyrir 10-15 árum skildi ég ekki orðið. En vinir Áma? Þetta eru bestu strákar, það ég þekki, en þá skortir ansi mikið ein- beitni og festu. Minn strákur er reikull í ráðinu og fylgir hlutunum ekki eftir. Og ég sé þessa lausung hjá fleirum en honum. Heldurðu að þetta sé algengara hjá hommum en öðrum? Ég get nú varia svarað þessu. En mundu að staða okkar er erfiðari en margra annarra og ég held að því fylgi talsvert rótleysi. En ég held ekki að þetta sé neitt séreinkenni á hommum. Nei nei, ég sé nú hvernig aðrir strákar eru. Þeir eru líka á fleygi- ferð í skemmtanalífinu til dæmis. — Þú varst annars að tala um stöðu ykkar í þjóðfélaginu. Ég þekki þetta ekki svo mikið en hef þó rekið mig á sumt hjá Árna sem fær mig til að hugsa málin. Einu sinni bauð ég fjölskyldunni út að borða og svo lentum við hér heima á kendiríi eins og gengur. Þá segir tengdasonur minn að honum sé nú ekki alveg sama um syni sína fyrir honum. „Heldurðu að ég finni þetta ekki?” segir þá Árni. ,,Ég er svo hræddur um að það sé haldið að ég sé að tæla þá að ég þori næstum ekki að kyssa þá þegar ég kem í heimsókn.” — Þá fann ég til með stráknum og skildi betur hvernig hommum getur liðið stundum. Það er ekki gaman að þora ekki að vera góður við litla frænda sinn af hræðslu við það hvað aðrir halda. Hvað líkar þér best við hjá Áma og vinum hans? — Best? Mér finnst þeir svo lausir við fordóma. Þeir skilja að fólk er margvíslegt og eru ekki að dæma eins og margir sem ég þekki. Og það er skiljanlegt, þeir hafa fengið sinn skammt af fordómunum. Sérðu mikið af ástarlífi sonar þíns? Sérðu hann t.d. kyssa aðra karlmenn? — Nei, hann heldur aftur af sér þegar ég er nálægt. Hann segir svo sem „elskan mín” við vin sinn sem kemur hingað oft, en það gerðu menn fyrir vestan í gamla daga og ég kann vel við það. En mér finnst óþægilegt að hugsa um kynlíf 4

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.