Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Page 15

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Page 15
Nýlega eru komnar út tvær bækur, sem Samtökin ’78 eiga hlut að í sam- starfi við félög lesbía og homma er- lendis. í íýrra kom út ritið Nordisk Bibiio- grafi: Homoseksualitet. Það er skrá yfir bækur gefnar út á Norðurlöndum sem varða málefni lesbía og homma, bæði fræðibækur og fagurbókmenntir. Hún er gefin út af forlaginu Pan í Danmörku, en það er í eigu LBL, félags lesbía og homma þar. Norræni menningarmálasjóður- inn, en Eiður Guðnason alþm. er for- maður stjórnar hans, veitti 5000 dkr. styrk til útgáfunnar. Sem nærri má geta er íslandshluti ritsins allra stystur, aðeins ein síða. Hann samdi Þorvaldur Kristinsson, en þess ber að geta að skráin var samin fyrir lok bókaflóðs 1983, svo að sitthvað kann að hafa bæst við hjá okkur síðan. Áhugi er fyrir því að halda áfram samstarfi um ritaskrá sem þessa, og þá víðtækari, en það er eilítill ann- marki á þessari skrá, að hún tekur einvörðungu til frumsaminna rita. Hún er engu að síður mikil náma fyrir alla þá er þurfa eða vilja not- færa sér norrænar bækur sem varða lesbíur og homma. Ritið er 29 síður og kostar 80 krónur. í vetur gaf forlag COC, félags les- bía og homma í Hollandi, út bókina IGA Pink Book 1985. IGA er skammstöfun Alþjóðasamtaka lesbía og homma, en undirtitill bleiku bók- arinnar er: Yfirlit um kúgun og frelsi lesbía og homma í heiminum. Hún er því hliðstæða svonefndrar hvítrar bókar sem Amnesty gefur út um sín viðfangsefni — bleiki liturinn í nafn- inu er að sjálfsögðu hinn bleiki litur á þríhyrningsmerkjum þeim sem hommar voru látnir bera til auð- kennis í fangelsum nasista. Ætlunin er að bleika bókin komi út árlega, en þessi fyrsta bók er 192 síður og kostar 250 krónur hjá félaginu. Hún er gefin út með töluverðum fjárstyrk frá ríkis- sjóði Hollands. Auk formála eru greinar í bókinni þessar: Samkynhneigð og alþjóðalög. Kúba: Við getum ekki stokkið yfir skuggann okkar Austur-Þýskaland: Samkynhneigð Austur-Þýskalandi ísland: Úr villu i viðsnúning ísrael: Hommar, framfaravilji og hugmyndafræði ríkistrúar Sovétríkin: Óþolandi siðferðisleg úrkynjun! Samkynhneigð í Sovét- ríkjunum Austurríki: Frelsishreyfing lesbía og hommaoglögin Vestur Þýskaland: Dómsmálið Ebbinghause: dauðarefsing í áföngum Finnland: Ritskoðunarlögin frá 1971 Noregur: Lög um bann við misrétti — reynslan til þessa dags Svíþjóð: Þingnefnd rannsakar stöðu lesbía og homma Lesbíu- og hommakort af heiminum Yfirlit yfir stöðu lesbía og homma eftir löndum i Islensku greinina skrifaði / Guðni Baldursson. I

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.