Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Side 19
Skömmu síðar ól drottning meybarn. Mærin var svipbjört sem mjöll,
rjóð sem blóð og með tinnusvart hár. Var Iitla stúlkan skírð og nefnd
Mjallhvít...
Dvergarnir gátu ekki sætt sig við að grafa hana niður í svarta
moldina, heldur létu þeir gera glerkistu, sem sjá mátti í gegnum á
allar hliðar. Þar bjuggu þeir um Mjallhvíti og Ietruðu með gullnum
stöfum nafnið hennar á kistuna, og það með, að hún væri konungs-
dóttir. Báru þeir kistuna síðan fram á fjöll og skiptust á um að
standa á verði hjá henni. Og dýrin komu líka til að gráta yfir
Mjallhvit. Fyrst kom ugla, þá hrafn og siðast dúfa.
Grimmsævintýri, Theodór Árnason íslenskaði
Einu sinni var fjarskalega fögur prinsessa. Hún var vatni
ausin og nefnd Antonio Matuso Nunes de Alvarenga.
Frændgarður hennar í Sao Paulo ríki stóð á gömlum og
traustum merg, því að Nunes de Alvarenga fólkið rakti
ætt sína í svo til beinan legg til indíánahöfðingjans
Tibiricá, en hann var faðir Batíru, sem að kristnum sið
nefndist Dona Isabel Dias, og gefin var Joao Ramalho,
er í nafni laganna fékkst við að hafa uppi á stroku-
þrælum. Fjölskylda Mjallhvítar var því, í skemmstu máli
sagt, af afar háum stigum, enda þótt fortíð Joao Ramal-
hos í Portúgal væri lítt kunn.
Antonio, er var yngstur bræðranna, sýndi frá unga
aldri ýmsar kvenlegar hneigðir, og kaus búaleik og brúð-
ur fram yfir knattleiki með bræðrum sínum og skóla-
félögum. Hvort sem hún gerði sér það ljóst ól móðir
hans á þessu, fremur en hitt, því að hún átti þrjá sonu
fyrir og hafði vonast innilega til þess að fjórða barnið
yrði stúlka. Antonio varð ekki fjarri því að uppfylla
þessa ósk hennar...
Hörund hans var hvítt og hreint sem mjöll, vangar og
varir rjóð sem blóð og hárið svart sem tinna — og sögu-
maður ætti ef til vill að tengja frásögnina söguslóðum
með því að taka svo til orða, að hár hans hafi verið
svart sem vængir graúna, fugls sem eg hefi aldrei augum
litið, en heyrt, að fjaðrir hans séu svo svartar, að á þær
slái purpura slikju.
Antonio var íðilfagurt barn, og með hverju ári er leið
óx fegurð hans, og hið skarpa litaraft jók enn á. Enginn
lét undir höfuð leggjast að dást að honum. Alveg er
hann engill, hrópuðu frænkur hans úr uppsveitunum,
eða gasalega er hann sætur. Lifandi brúða, sögðu vin-
konur móður hans og lygndu augunum. Það verður
hommi í fjöiskyldunni, tautuðu eldri bræðurnir.
Það eina er gæti skaðað fegurð Antonios var sólskin-
ið, þá er fjölskyldan hélt í leyfi til strandar í Santos, því
að það var miskunnarlaust fölu, fíngerðu hörundinu. En
allir rómuðu fríðleik hans og þráðu. Er hann var um
tólf ára aldur, og fegurð hans stóð í fullum blóma, and-
aðist móðir hans. Um tveggja ára skeið önnuðust hann
stúlkur í húsinu, en þá sneri heimilisfaðirinn, sem ein-
lægt varði hluta úr ári í Norðurálfu, eins og var siður
heldri fjölskyldna þessa tíma í Sao Paulo, heim með
seinni konu sína, franska listdansmey, er var fædd í Var-
sjá, og hann var yfir sig ástfanginn af. Antonio og
bræður hans voru þá settir til náms í heimavistarskóla
reglu Maríu meyjar, en þaðan var honum vísað að ári
sökum „ósæmandi framferðis í svefnskála og á sal-
ernum.” Skólastjórinn lét það ekki fylgja sögunni til
fjölskyldunnar, að hann hafði verið staðinn að verki, og
að presti þeim, er hafði verið falin umsjá með svefnskál-
anum, var vikið frá.
Á heimavistarskólatímanum féll rétt nafn Antonios svo
að segja í gleymsku, og við hann festist nafnið Mjallhvít.
Undir því gekk hann því að það var sannarlega réttnefni
sökum líkamsvaxtar og geislandi litarafts.
Göfugt ætterni Antonios — öllu heldur Mjallhvítar —
var hafið yfir allan vafa, en fyrsta opinbera nafnbót í
ættinni var barónstign, Barón af Alfazema, en hana
veitti Dom Pedro keisari II langafa hans af náð sinni, en
sá var plantekrueigandi úr uppsveitum norðvestanlands í
Sao Paulo ríki. Keisarinn lagði í mikla ferð um veldi sitt,
og hagaði því svo til, að hann tók sér næturgistingu á
plantekrunum, eina nótt á hverri. Það gekk svo sjálf-
krafa fyrir sig á hverjum morgni, að á meðan hátignin
þvoði framan úr sér eða sat á náttpottinum, að keisara-
ritari lét gestgjafa í té skjal um tignarnafnbót. Svona
vildi það til að langafi og langamma Mjallhvítar urðu
Barón og Barónessa af Alfazema, en svo nefndist plant-
ekran.
Slik hirðnafnbót, eins og svo margar aðrar er voru
veittar við sömu aðstæður, féll illa að einföldum lífshátt-
um sveitamannsins, og enn síður að háttum konu hans,
Senhora (ellegar stuttar: Nhá) Gertrude, en hún var kyn-
blendingur og ólæs, og allan daginn á þönum í eldhúsinu
að skipa ambáttunum fyrir, og dró á eftir sér ilskó
(aldrei gat hún lært að ganga á skóm), klædd í morgun-
kjól úr áprentuðu baðmullarefni.
Það er vel hægt að ímynda sér hvort Nhá Gertrude
hefur ekki orðið óttaslegin, er hún frétti, að keisarans
væri að vænta í heimsókn. Hún lagði sig svo fram sem
hún kunni að veita verðugar móttökur, og skaut nokkuð
yfir markið í viðhöfn og viðurgjörningi, svo sem við er
að búast af konu sem vön er einföldum siðum og ósýnt
um smáatriði heldri umgengnisvenja. Hún dró meira að
segja á fætur sér þá einu skó sem hún átti, en haltraði
þá svo, að maður hennar bað að hún færi aftur á il-
skóna, og benti henni á að setja á sig síða svuntu, svo
að fæturnir sæust ekki.
Keisaranum féll ævinlega illa að skotið væri yfir
markið, en þrátt fyrir það líkaði honum stórlega vel við
fólkið, og það svo, að við bréf það, er hann staðfesti
með nafnbótarveitinguna, bætti hann því, að af öllum
barónessum í keisaradæminu eldaði Nhá Gertrude de Al-
varenga bestan mjólkurgrís með tutu de feijao, meðlæti
úr fleski og baunum.
En æðstu nafnbót sína, prinsessutign, öðlaðist Mjall-
hvít fyrir afa sinn,elsta son Alfazema baróns, sem hélt til
höfuðstaðarins að lesa lög. Skömmu seinna en hann hélt
til baka í sveitina með prófskírteinið upp á vasann, varð
hann að taka við stjórn plantekrunnar því að gamli
baróninn dó. Hún fórst honum svo vel úr hendi, sökum
myndugleika og góðrar greindar, að fyrr en varði hafði
hann hafist til konungstignar — hann varð kaffikon-
ungur Sao Paulo ríkis.
Hann varð fyrsti kaffikonungurinn í ríkinu, þótt vitað
sé, að vegna villu i dagsetningum gæti ítalskur innflytj-
andi nokkur einnig krafist þeirrar nafnbótar. Afnám
þrælahalds varð honum mikið fjárhagslegt áfall, en
honum auðnaðist að halda umsvifum sínum, nafnbót
kaffikonungs og þeim forréttindum er fylgja keisaraleg-
um tignarheitum, með því að selja frá sér allvænan hluta
landsins. Nafnbætur og forréttindi féllu síðan föður
Mjallhvítar í skaut, en fallvalt var það orðið, og hann
gekk enn á eigur fjölskyldunnar með því að hirða ekki
um plantekruna og með óhagkvæmri fyrirframsölu á
uppskerunni, til þess eins að geta sólundað fénu í
Norðurálfu. Það varð og til þess að hann missti plant-