Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 23
varpinu, til að ræða við okkur um
AIDS (m.a. hugsanlegt ferðabann á
homma og hvort við svæfum hjá her-
mönnum á Keflavíkurflugvelli —
AIDS var jú bandarískur sjúkdómur)
og hafði hún meðferðis dagskipun frá
fyrrverandi útvarpsstjóra þess efnis
að hún mætti ekki nefna okkur
annað en kynvillinga. Við höfðum
samband við aðstoðarfréttastjóra,
Helga H. Jónsson, og kvað hann
þetta rétt. Fórum við þá þrjú úr Sam-
tökunum ’78 á fund fyrrverandi út-
varpsstjóra og spurðum hann hvort
þetta væri rétt. Kvað hann þetta
ósannindi og að hann persónulega
hefði aldrei haft neitt á móti því að
við auglýstum í útvarpinu og það
væri ekki í hans valdi að ráða því
hvort við fengjum það eður ei og að
hann vildi ekki að nafn sitt væri tengt
þessari umræðu. Þegar hér var
komið bauð sjálfsvirðingin okkur að
standa upp og ganga út. Og auðvitað
fengu hommar og lesbíur ekki að
auglýsa eftir sem áður.
Um síðustu áramót tók svo við nýr
útvarpsstjóri, Markús Örn
Antonsson, og undir hans stjórn fóru
auglýsingarnar sömu leið og fyrr.
Samtökin ’78 skrifuðu hinum nýja
útvarpsstjóra bréf og kröfðust skýr-
inga á þessari afstöðu. Því bréfi svar-
aði útvarpsstjóri skriflega á þá leið að
stefnan í þessu máli væri óbreytt og
vísaði til skýringa forvera síns í starfi.
Og þá hlýt ég að spyrja, hvaða skýr-
inga?
Fyrir stuttu þegar auglýsingadeild
ríkisútvarpsins var krafin um reglur
og lög er meinuðu hommum og les-
bíum að auglýsa, var bent á bleðil
(frá fyrrverandi útvarpsstjóra) sem
hékk þar á vegg og á stóð að á meðan
hommum og lesbíum væri ekki heim-
ilt að auglýsa væri fréttamönnum
bannað að viðhafa þessi orð í útvarp-
inu. Þetta voru semsagt reglur og lög
auglýsingadeildarinnar!
Hér lýkur útvarpssögunni — og
þótt ótrúlegt sé er allt sem hér hefur
komið fram sannleikanum
samkvæmt.
íslenskufræðingarnir
ganga til liðs
Ríkisútvarpið ætlar semsagt ekki
bara að skerða upplýsingafrelsi
homma og lesbía, heldur einnig að
reyna að stjórna hvaða orð nota á
yfir samkynhneigt fólk. Og til liðs
gengu íslenskufræðingarnir. Bara
það að Orðanefnd Kennaraháskólans
skuli hafa tekið að sér að búa til nýtt
orð yfir það sem þegar er til ágætis
orð yfir í íslensku, segir okkur að það
er eitthvað bogið við þetta verkefni
Orðanefndarinnar. En látum sem svo
að íslenskufræðingarnir séu það fá-
fróðir að þeir viti ekki um hvað þetta
mál alltsaman snýst, þá segir það
okkur einfaldlega að þeir eru ekki
starfi sínu vaxnir og eiga þessvegna
ekki að vera að vasast í máli sem þeir
hafa ekki hundsvit á — en ef þeir eru
sér meðvitaðir um hvað málið snýst
þá eiga þeir fyrirlitningu okkar
homma og lesbía. Með orðinu kyn-
hvörf er nefnilega farið úr villu í við-
snúning, afstaðan til samkynhneigðar
helst óbreytt og er bundin í orðinu.
Hin nýslegnu orð eiga sér reyndar
sögu, þó ekki sé hún úr íslensku máli,
orðið kynhvörf er nefnilega þýðing á
sexual inversion á alþjóðlegu máli,
þótti gjaldgengt erlendis í byrjun ald-
arinnar, og kynhvarfi á sexual invert.
Þetta mál snýst nefnilega ekki um
orð, heldur um viðhorf, viðhorf til
þjóðfélagshóps og stöðu hans í sam-
félaginu, fjandsamleg viðhorf sem
reynt er að halda í með tungumálinu.
Og í þessari setningu felst kjarni þess
sem ég er að segja í þessari grein.
Þegar Orðanefnd Kennaraháskól-
ans hafði lokið verkefni sínu, tók
Helgi Hálfdanarson að sér að koma
þessum vanskapningum í umferð
með grein í Morgunblaðinu 16/11
1983. Þar upplýsir Helgi lesendur um
ímugust sinn á orðinu hommi og
hvað það veki hjá sér slæmar hug-
renningar (sem er jú hans vandamál)
og hve hljómurinn í orðinu lesbía
veki með sér miður geðsleg hug-
myndatengsl! (Af tillitssemi við
Helga ætla ég ekki að nefna orðin
sem hljómurinn í orðinu lesbía fram-
kallar í huga hans). Afturámóti eru
kynhvörfin og orð dregin af þeim svo
einstaklega falleg í huga Helga og
þjál í meðförum. (Þó allir blaða- og
fréttamenn hafi aldrei getað farið rétt
með þessi orð og tali sífellt um kyn-
hverfinga.)
Helgi Hálfdanarson hefur sannað
það með lífsstarfi sínu að hann er
enginn aukvisi í umgengni við íslenskt
mál, en hvernig dettur honum eigin-
lega í hug að viti borið fólk trúi því að
hann viti ekki hvað hann er að gera
þegar hann býður fólki uppá þá
endemis vitleysu sem hér er lýst?
Spurningin er auðvitað, hvað veldur
því að hann leggst svo lágt að taka að
sér að reyna að eyðileggja hlutlæga
málnotkun og í leiðinni að koma ein-
hverskonar vanskapningarstimpli á
heilan þjóðfélagshóp?
Og þá er það hin nýja Orðabók
Menningarsjóðs. í þeirri bók er að
finna orðin kynvilla, kynhvörf og orð
dregin af þeim svo og samkynhneigð,
og öll þannig merkt að þau falli undir
læknisfræði. Orðið hommi er í bók-
inni og merkt sem slæmt mál. Lesbía
fyrirfinnst hvergi.
Við hommar og lesbíur þökkum
orðabókarmönnum fyrir okkur. Og
vonandi fá þeir klapp á kollinn fyrir
þjónustuna einsog góðir rakkar eiga
skilið.
Að lokum
Nú ætla ég að fara kurteislega fram á
að Orðanefnd Kennaraháskólans
biðji homma og lesbíur opinberlega
afsökunar og dragi orðskrípi sitt til
baka.
Og ég ætla að fara þess á leit við
blaða- og fréttamenn að þeir virði
hlutlæga málnotkun og noti orðin
hommi, lesbía, samkynhneigð i skrif-
um sínum.
Og ég ætla að krefjast þess af
starfsmönnum ríkisfjölmiðlanna að
þau noti hlutlæg orð um þennan
þjóðfélagshóp einsog lög gera ráð
fyrir.
Og ég ætla að fara fram á það við
útvarpsstjóra að hann virði lög ríkis
útvarpsins og lög þessa lands og
heimili hommum og lesbíum að nýta
sér ríkisútvarpið til upplýsingamiðl-
unar eins og öðrum þjóðfélags-
hópum.
Að þurfa að alast upp við fjand-
samlegan orðaforða varðandi sjálfan
sig og búa við síðan, er ekki merki
um gott mál. Og að tungan bjóði
heim óvild og fjandskap — og krefj-
ist sannast sagna hvorstveggja —
gagnvart einstaklingum og þjóðfé-
lagshóp, er heldur ekki merki um gott
mál.
Að lokum þetta:
Fyrst er okkur kennt að tala einsog
lífið liggi við. En strax og við byrjum
að tala er okkur kennt að þegja.
Síðan er okkur kennt að tala undir
rós, þá að hugsa undir rós og loks að
ljúga. Og svo árangursrík er þessi
uppeldisaðferð, að nú er svo komið
að þögnin á milli okkar er sannleik-
urinn og til tungunnar grípum við
aðeins til að ljúga.
Blessað ástkæra ylhýra ruglið
okkar!
Aumingja útskúfaða nákalda
málið okkar!
Böðvar Björnsson.
23