Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 26

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 26
u^t^t sólarinnar hverfa niður í gróður landsins: Að yfirgefa garðinn aldrei, ekki heldur eftir dauðann. Hugmynd þessi greip hana svo föstum tökum, að henni kom ekki dúr á auga fjórar nætur samfleytt. En vakan sú varð ekki til einskis, því að hún nýttist til þess að skipuleggja öll áform í smáatriðum. Hún byrjaði á því að senda borgarstjóranum bréf, þar sem hún gerði grein fyrir fyrirætlan sinni, og fór fram á ævarandi afnot af smáum skika í garðinum. Þá tók hún að safna sér fé, og sparaði til þess allt sem hún gat, svo að hún gæti kostað smíði kistu úr bronsi með loko og hliðum úr þreföldu, höggþéttu Triplex-gleri, gráglæru neð örlítilli bleikri slikju. Hún ætlaði aldeilis ekki að láta grafa sig! Hefði það staðið til mætti það gerast í hvaða kirkjugarði sem væri. Hún vildi vera þess fullviss, að um ókomnar aldir yrði fölskvalausrar fegurðar sinnar notið og að henni dáðst, hér, í skjóli trjánna er hleypa í gegnum laufskrúðið hæfilegri birtu til þess að lýsa hana upp án þess að hvítur litur hörundsins bíði skaða af. Úr því að hún var á ævi sinni orðin ímynd garðsins, orðin hluti hans, þá var ekki nema sjálfsagt að hún héldi því áfram eftir andlátið. Borgarstjóranum þótti umsóknin svo fráleit, að hann var kominn á fremsta hlunn að rífa hana í tætlur. Hann var yfir sig hneykslaður og hélt helst að einhver and- stæðingur sinn í stjórnmálum væri að gera sér grikk. En venjufestan á skrifstofunni og trúnaður við embættis- skyldu leiddu til þess, að umsóknin fór í möppu í skjala- safninu. Næsti borgarstjóri fékk samhljóða umsókn, og hún lenti líka í skjalasafninu. Svona var haldið áfram að koma umsóknum Mjallhvítar fyrir í skjalasafninu, einni til hvers borgarstjóra Sao Paulo, og þegar litið er til þess, að fyrstu umsóknina sendi Mjallhvít í borgarstjóra- tíð Dr. Prestes Maia, sem tók við 1940, þá sést hvílíkan ógnartíma hún varð að bíða eftir svari. En að lokum barst svar. Borgarstjóri nokkur, sem var nýtekinn við, fékk hina hefðbundnu umsókn, og þar sem hann gerði sér miklar vonir um að efla Sao Paulo sem miðstöð ferðaþjónustu og menningarlífs, þá þótti honum sem glerkista aumingja hommans gæti þjónað þeim til- gangi og orðið eitt af því, er drægi ferðamenn til borg- arinnar. Hann lagði umsóknina fram í borgarstjórn og fylgdi henni af slíkum sannfæringarkrafti, að hún hlaut stuðning meiri hluta fulltrúa. Mjallhvíti barst nú jáyrði við umsókninni, bundið því skilyrði að hún og landslagsarkitekt sá, sem falið yrði að endurskipuleggja garðinn, kæmu sér saman, að lokinni vandlegri athugun, um það hvar best færi á að koma kistunni fyrir. Fyrir valinu varð iítið rjóður, umkringt tignarlegum sýprisviðum, blettur sem var eins og skap- aður til þess að reisa þar lítið hof. Aðkoma í rjóðrið var um látlausan malarstíg — staðurinn var yndisfagur og henni mjög samboðinn. Prinsessan gamla hafði verið að draga andlátið, í von um að við tæki borgarstjóri sem skildi hana. Nú varði hún því fé, er umfram var eftir smíð kistunnar, til þess að láta lyfta á sér andlitinu, svo að það varð slétt og hrukkulaust eins og forðum er hún var átján ára. Þá lét hún sauma sér kjóla, prinsessukjól, úr bleiku tjulli og með háan satínkraga. í vöruhúsi Sloper keypti hún sér nisti úr óekta en afar eðlilegum demöntum. Þá lét hún snyrta á sér hendurnar, bætti örlitlu svörtu í hársræt- urnar, og steinkaði sig með góðum skvett af Mitsouko frá Guerlain. Loks var hún reiðubúin að deyja...! Á stórmarkaðinum keypti hún sér einstaklega fallega rautt epli, sprautaði í það mauraeitri frá Armadillo, og lagðist síðan út af, í fullum skrúða, á mjúkan, bólstraðan kistubotninn. Stillilega lauk hún nú athöfn þeirri, sem hún hafði skipulagt fyrir svo löngu, er hún beit stóran bita úr eplinu og læsti óbrjótanlegu kistu- lokinu innan frá. Rétt til öryggis beit hún annan bita úr eplinu og kyngdi, og beindi athyglinni allri að fegurð sinni, svo að merki um magakvalir næðu ekki að spilla árangri andlitslyftingarinnar. í hinsta sinn leit hún upp í sýprisviðina, þar sem geislabrot sólar hrísluðust niður og urmull smárra fugla flögraði um í leit að hreiðurstæði. Dagur var siginn að kveldi, orðið rökkvað, en hvorki svalt né hlýtt, er hún lét aftur augun og dó. Borgarstjórinn reyndist sannspár maður! Kista Mjallhvítar varð fjölsóttasti ferðamannastaður í borginni og í öllu landinu. Hvorki megnaði gröf Júlíu í Verónu né grafhýsi Leníns í Moskvu að draga að sér slíkan mannsöfnuð! Þegar vel viðraði, og sérstaklega á laugar- dögum og sunnudögum, náði biðröð kringum pissiríið og alveg út að sandkössunum, þar sem börnin léku sér. En svo gerist það, sem enginn, ekki einu sinni borgar- stjorinn, hafði látið sér koma í hug, en olli því, að goð- sögn sú, er var orðin til um Mjallhvíti, tók á sig æ dularfyllri mynd: Nú voru allmörg ár liðin síðan hún dó, en á líkama hennar sá ekki, hörundið var ferskt og hvítt, blóðrjóðar varir og vangar, og hárið svart sem tinna eða vængir fuglsins graúna. Sumir töldu, að þunnt loftið og rammgerð kistan kæmu í veg fyrir hrörnun, en sú skýring stenst ekki, því að víur rotnunarinnar koma ekki utan frá, heldur eiga sér bústað í líkama vorum og iðrum, og eru andrúmsloftinu í engu háðar. Þegar stund hennar rennur upp verður rotnunin ekki flúin, og gildir einu til hvaða ráða við grípum. Að Mjallhvít hélt ferskleika sínum og heldur enn, svo sem eins og er hún var enn uppi, hlýtur að vera vegna þess að eitthvað afar merkilegt, eitthvað himneskt, hefur átt sér stað. Þessu fór alþýða manna að hvísla milli sín, og eins og alþjóð veit ,,er rödd lýðsins rödd Guðs.” Nú kom mannfjöldinn ekki lengur til þess eins að skoða, knúinn sjúklegri forvitni; nú kom hann til þess að tilbiðja. Maður nokkur leitaði til hennar í örvæntingu með vanda sinn og baðst ásjár og hún varð við. Fregnin um kraftaverk barst með hraða sjónvarpsmyndar. Þetta var óneitanlega verk Guðs. Núorðið eru það ekki lengur forvitnir ferðamenn, er mynda hina gífurlegu röð fólks kringum pissiríið og út stígana og út á götu, heldur pílagrímar, flestir skaddaðir eða bæklaðir, er streyma úr öllum heimshornum að kistu hennar í von um kraftaverk. Sem oftast verður! Þess vegna hefur páfanum verið send beiðni, undirrituð af þúsundum og aftur þúsundum er hefur orðið að trú sinni, um að hún verði tekin í dýrlinga tölu. Ef rannsókn sú, er nú fram fram í Stofnun helgra manna og blessaðra í Páfagarði, fer vel, mun Brasilía fyrir lok þessarar aldar verða aðnjótandi þeirrar blessunarríku gleði og þess mikla heiðurs að eiga sinn eigin dýrling, Sankti Mjallhvíti eða Heilagan Homma, svo að notuð séu þau hlýlegu heiti, er trúaðir hafa valið henni. Megi Guði og Heilagri kirkju þóknast að verða við bón vorri. Guðni Baldursson þýddi. 26

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.