Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 27
SEM
NEYTENDUR
Hið íhaldssama enska tímarit ,,The Economist“ birti árið 1982
grein sem bar heitið ,,The Homosexual Economy“. Tilgangur
greinarinnar var að vekja athygii fjármálamanna í Bretlandi
og Bandaríkjunum á þeirri gróðalind sem hommar eru.
Við birtum þessa grein, sem hér er nokkuð stytt, í tvennum
tilgangi. Annars vegar er hún merkileg heimild um lífsstíl
homma á Vesturlöndum á okkar tímum. Hins vegar má Ifta á
hana sem nokkra hugvekju um það hvers konar frelsi
okkur hommum er boðið í samfélagi kapítalisma og
hámarksgróða — frelsi til að kaupa.
Ef rithöfundarnir Ernest Heming-
way og Scott Fitzgerald væru ofan
moldar á okkar tímum hefðu hin
frægu orðaskipti þeirra kannski
orðið með eilítið öðrum hætti.
Scott: „Hommar eru ekki eins og
við.“ Ernest: „Nei, þeir hafa meiri
peninga“.
Góður efnahagur hins almenna
homma er auðskýranlegt fyrirbæri.
Þar sem hann á hvorki konu né
börn að ala önn fyrir, og að öðru
jöfnu ekki veðlán eða tryggingarút-
gjöld, er tiltölulega stór hluti tekna
hans hreinar ráðstöfunartekjur. Ef
hann er í sambúð með öðrum
manni er um tvennar rúmar ráð-
stöfunartekjur að ræða, er verja má
til þess, sem almennt er nefnt „Lífs-
stíll hommans — The gay lifestyle* ‘.
Eftir afnám laga sem kváðu á um
að kynatferli samkynhneigðra væri
ólöglegt, var síður en svo ástæða til
að fela hneigðir sinar og fóru þá
hommar að tínast úr skúmaskot-
unum út ámarkaðinn. Auglýsendur
og kaupmenn í Bandaríkjunum og í
vaxandi mæli einnig í Bretlandi líta
á homma sem mikilvæga neyt-
endur. Þeir hafa ekki einungis veru-
lega kaupgetu heldur eru þeir einnig
leiðandi í tískunni. Efastu um það?
Sjáðu bara snyrtivörur ætlaðar
karlmönnum, blásið hár og kraga-
lausar skyrtur. Eitt sinn var allt
þetta tengt samkynhneigð en er nú
einnig notað af gagnkynhneigðum
körlum.
Áhrif frelsisbaráttunnar
Það er mikil breyting fyrir þjóðfé-
lagshóp, sem fyrir tæpum áratug
var vart sýnilegur, að komast
skyndilega á sviðsljósið á markaðn-
um. England var í fararbroddi,
þegar sett voru þar lög 1967, sem
leyfðu kynferðislegt samneyti milli
tveggja karlmanna sem sjálfir voru
þess fýsandi og í einrúmi, en með
þeim takmörkunum að slíkt mátti
hvorki eiga sér stað í hernum né i
verslunarflotanum. Kynferðislegt
samneyti meðal kvenna
hefur aldrei