Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 30
Bandaríkjunum, en það er þrýsti-
hópur, sem hefur einkum i sínum
röðum meðlimi úr trúarsöfnuðum
mótmælenda, reynir að vinna gegn
pólitískri framsókn homma. Nú
síðast tókst þeim að koma í veg fyr-
ir, að rýmkuð yrði löggjöf í New
York og í bandaríska sambands-
þinginu. í Englandi er enn í gildi
við New York. Stórfyrirtækið
Bloomingdale’s hefur hagnast vel á
sölu bola með áletruninni „Conti-
nental Baths“ og „Fire Island Pin-
es“, en hvort tveggja eru þekktar
hommasaunur. Og hinn fornfrægi
fjölskyldubaðstaður Rehoboth
er að verða einhver vin-
sælasti baðstaður homma, sem bú-
settir eru í Washington.
Það er ekki einungis að hommar
séu að verða sjálfum sér nógir hvað
afþreyingu snertir, brátt verða þeir
það einnig á öðrum sviðum. í síma-
skrám er að finna fasteignasala,
lækna, lögmenn, endurskoðendur
og sálfræðinga, sem eru hommar. í
„Spartacus International Gay
Guide“ er að finna hótel, sem eru
velviljuð hommum, einnig bari og
gufuböð viðs vegar í heiminum, allt
frá Afghanistan til Zambíu, og inni-
heldur bókin einnig afsláttarkort,
sem gildir víða. Líkt og algengt er
um aðra minnihlutahópa eru til
hommar, sem kjósa fyrst og fremst
að eiga viðskipti við sína líka.
Prentsmiðjueigandi nokkur í
Boston hafði á orði: ,,Ég ræð ein-
ungis homma og lesbiur til starfa.
Mörg slík hafa neyðst til að flytja
að heiman á unga aldri og eiga erfitt
með að finna sér rétta hillu í stór-
borginni. Ég geri það, sem í mínu
valdi stendur, til að aðstoða með
því að bjóða þeim starf.“
Samkynhneigð er þó enn umdeilt
fyrirbæri. ,,Moral Majority“ i
hærri lágmarksaldur um kynmök
milli samkynhneigðra (21 árs) en
gagnkynhneigðra (16 ára), auk
heldur varðar samkynhneigt atferli
við lög í hernum og í verslunarflot-
anum. Breska lögreglan ofsækir
einnig homma á grundvelli annarra
ákæruatriða og það veldur því, að
enskir hommar, einkum hinir giftu,
eru viðkvæmir fyrir mútum. En
breytingar þær, sem orðið hafa á
síðari árum, eru geypilegar.
Hinn nýi neytandi
Öll -rök hníga að því, að samkyn-
hneigð sé almenn og ef til vill erfða-
fræðilega skilyrt afbrigði mann-
legrar þróunar, sem ekki er unnt að
breyta né bæla niður fremur en
gagnkynhneigðar hvatir. í Frakk-
landi var lágmarksaldurinn fyrir
kynferðislegt samneyti tveggja karl-
manna nýlega lækkaður niður í
fimmtán ár. Enskum stjórnvöldum
hefur borist tilkynning frá Evrópu-
ráðinu í Strasbourg um það misrétti
sem felist í því banni við samkyn-
hneigðu atferli sem i gildi er á
Norður-írlandi, en hvergi annars
staðar í Stóra-Bretlandi.
þýtt L.B.
í þessari umræðu skortir töl-
fræðilegar upplýsingar um fjölda
samkynhneigðra sem hlutfall af í-
búafjölda. Eftir brautryðjenda-
könnun Kinseys árið 1948 hafa hlið-
stæðar rannsóknir ekki farið fram.
Aðrar kannanir, sem framkvæmdar
hafa verið, ná einungis til sjálf-
boðaliða ellegar til nýgræðinga í
hernum, sem hafa lítinn hag af því
að segja sannleikann. Eins og Kins-
ey sjálfur sagði fást þá aðeins ó-
yggjandi upplýsingar á þessu sviði,
að framkvæmd verði kerfisbundin,
vísindaleg rannsókn, sem nái til
allra þjóðfélagshópa. Það yrði dýr
framkvæmd og pólitískt óvinsæl,
sem hagstofur og tölfræðistofnanir
veigra sér við að leggja út í. Af þess-
um sökum liggja rannsóknir Kin-
seys til grundvallar öllu fræðiefni á
þessu sviði. Ef niðurstöður Kinseys
eru marktækar er hér um háar tölur
að ræða: 5 — 10 % karla og u.þ.b.
helmingur þess fjölda kvenna.
Svo í stað þess að telja homma
með því að láta þá rétta upp hönd-
ina ef svo má segja, þá eru þeir nú
sýnilegir á neysluvenjum sínum. En
það er kaldhæðni örlaganna, að
hommar eru eins og klippt og skor-
in mynd af hinum nýja neytanda,
sem nú er að skjóta upp kollinum:
Ógiftur, barnlaus, upptekinn af
sjálfum sér og sínum eigin frama —
hinn óháði einstaklingur.
30