Samtökin '78 - Úr felum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 34

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Qupperneq 34
Eftirfarandi frásögn barst blaðinu frá manni sem hefur nautn af því að klæðast kvenmannsfötum. Það er stundum kallað klæðskiptingur eða transi á íslensku sem er dregið af orðinu transvestít. Bréfritari talar bka um transsexúal menn. Það eru þeir sem finnst þeir hafa fæðst í röngum líkama og þrá að skipta um kyn. Transar eru stundum hommar — en í raun mun algengara að þeir séu það ekki. Transar eru sjaldséðir á vettvangi Samtakanna ’78 en hreyfing okkar er vissulega til- búin til að hjálpa trönsum til að kynnast — m.a. með auglýs- ingum í blaðinu — ef þeir óska þess. I lífi mínu eru tímamót þessa mán- uðina. Tímamót í lífi manns geta reyndar táknað svo margt, en hjá mér eru þau dálítið sérstök þessa dagana því ég er að reyna að gera það upp við mig hvað ég er. Fram að þessu hefi ég iitið á mig sem karlmann, húsbónda á mínu heimili, föður barnanna, ást- mann eiginkonunnar og máske fleiri kvenna. En fljótt skipast veður í lofti. Nú er ég ekkert. Einmana, fráskilinn, heimilislaus og ráðvilltur. Og sökin er öll mín. í æsku gerði ég talsvert af því að klæðast fatnaði kvenna og þá helst fötum af systrum mínum og móður. íklæddur pilsi eða kjól lét ég mig dreyma um að ég væri kona, væri vinkona stelpnanna og svo að sjálf- sögðu umkringd sætum strákum sem allir vildu eiga mig og svona koll af kolli. Þessir dagdraumar mínir breyttu hins vegar ekki þeirri stað- reynd að ég var karlmaður með lík- ama í grófara lagi. Því var það þegar ég eltist að ég fór að þvinga þessar hugsanir frá mér og hóf baráttu hina mestu gegn eðli mínu. (í þá daga var hommi álitinn verri maður en morð- ingi og að sjálfsögðu réttdræpur og skylda hvers manns að gefa homma á kjaftinn hvar sem til hans næðist). En hvað með það, baráttan var hafin og ég tók upp lífssiði eins grófa og ruddalega og frekast var kostur, nema hvað ég þorði aldrei í almenni- leg slagsmál enda gæti ég meitt mig á þeim. En þess í stað valdi ég mér sóðaleg og erfið, dæmigerð karla- störf, fór á fyllirí með hinum strák- unum, talaði ljótt, blótaði mikið, óskaði öllum hommum til andskotans að sjálfsögðu, þegar á þá var minnst og síðast en ekki síst eltist ég við stelpur eins og herforingi og básúnaði eins og ég gat eigin frægðar- sögur af samskiptum mínum við hitt kynið og flestar upplognar. Þrátt fyrir þetta var löngunin alltaf til staðar og kom það fyrir öðru hverju þegar færi gafst að læðst var í kjól eða pils. Einnig stóð ég sjálfan mig að því að reyna fremur við konur sem voru kvenlega til fara, í pilsi eða kjól, heldur en hinar. En allt hefur sín takmörk og einn góðan veðurdag stóð ég uppi við altarið með konu í síðkjól mér við hlið og lofaði tryggð við þessa konu allt til æviloka. Fyrstu hjónabandsárin var allt gert til að halda eðlinu niðri og tókst að fela það mætavel, enda gat konan ekki lesið hugsanir mínar og hvernig átti hún að geta ímyndað sér að jafn- vel í miðjum samförum lét ég mig dreyma um að ég væri konan í leiknum (ég fékk yfirleitt ekki full- nægingu öðru vísi). Eftir því sem hjónabandsárin liðu átti ég ver og ver með að hemja mig og jókst að sama skapi ásókn mín í fötin konunnar. Hún var þá reyndar löngu búin að komast að hvað gekk á og liðu svo nokkur ár og var hjóna- bandið iðulega á bláþræði. Drykkju- skapur var orðinn talsverður á heim- ilinu og ekki bætti úr skák að konan þurfti að létta á áhyggjum sínum við einhvern, enda leið ekki á löngu uns fjöldi fólks vissi hvað gekk á. Vitn- eskjan um að ég þurfti að fela eðli mitt fyrir æ færra fólki, hafði hins vegar þau áhrif að ég fór að dunda við að mála mig og gerðist ég um leið frakkari við að kaupa mín eigin föt. Þetta gat auðvitað ekki endað nema á einn veg. Einn góðan veðurdag var ég búinn að hola mér niður í kjallara- herbergi úti í bæ, með fullan fataskáp af kjólum og pilsum, sitjandi úti í horni í ballkjól og háhæluðum skóm, í góðu næði til að hugsa mín mál. Ekki þorði ég að opinbera mig og þar af leiðandi ekki að hafa samband við samtök þau sem mér var fullkunnugt um að störfuðu af töluverðum krafti. Þá var það að eiginkonan fyrrver- andi tók á sig rögg og tilkynnti mér heimboð sem ég ætti hjá góðu fólki og þar með brast stíflan á sálinni, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Ekki hef ég enn getað gert upp við mig hvort ég er hommi eður ei, en ég hef þó viðurkennt fyrir sjálfum mér og öðrum að ég er transvestit eða transsexual og get hvorki né vil snúa framar af þeirri braut. Ég bíð nú aðeins eftir rétta tæki- færinu til að komast út í dagsljósið og verða ég sjálf. Með kveðju. Anna. 34

x

Samtökin '78 - Úr felum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.