Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 38

Samtökin '78 - Úr felum - 01.07.1985, Blaðsíða 38
Samtökunum berast mörg bréf frá lesbíum og hommum í öðrum löndum, sem hafa áhuga á að kynnast íslenskum lesbíum • og hommum, og jafnvel að ferðast hingað til lands. Við birtum hér nöfn og heimilisföng þeirra og helstu áhugamál og vonum að einhverjir sjái sér fært að skrifa þeim og kynna þar með líf lesbía og homma á íslandi fyrir öðrum þjóðum. Johann Marius le Roux c/o Mr. G.V.Lamb 45 Holbein House Holbein Place London SWIW 8NJ England Jóhann er 30 ára frá Suður-Afríku, með BA próf í listum frá háskólanum í Zimbabwe, auk námskeiða í hárgreiðslu, förðun og hótelrekstri. Hann hefur mikinn áhuga á að fá vinnu á íslandi og að komast í kynni við íslenska homma. Michael Yaxley Körnerstr. 22 D5300 Bonn 2 West Germany Michael hefur haft áhuga á íslandi lengi og lesið mikið um land og þjóð. Hann er breskur, 32 ára og hefur áhuga á lestri, tónlist og ferðalögum. Hann vildi gjarnan fá bréf frá einhverjum á hans aldri eða yngri. Mahen Karthigssan Thumpalai Point-Pedro Sri Lanka Mahen langar að komast í kynni við eldri menn á íslandi. Hann er 21 árs, stúdent og íþróttamaður, sem hefur áhuga á kvikmyndum, lestri, ferðalög- um o.fl. Mariusz Poleszko Poste-restante 20-001 Lublin 1 Poland Mariusz er 19 ára við íþróttanám í Lublin. Hann langar mjög að komast í samband við íslenska stráka því hann er mjög hrifinn af þeim og finnst þeir öðru vísi en pólskir strákar. Steven Cavender Steven er 22 ára, kristinn hommi og langar að komast í samband við íslenska 1430 Homboldt G4 homma. Denver, Colorado 80218 U.S.A. Marek Wyloga Marek er 23 ára gamall og hefur áhuga á leikhúsi, kvikmyndum, óperu og Ul. Broniewskiego 13/6 tónlist. 01-780 Warzawa Poland Sylvio Fernandez Guerickestr. 19/209 8000 Múnich-40 West-Germany Sylvio hefur hug á að kynnast lífi samkynhneigðra á íslandi. Hann er bras- ilískur, 26 ára og stundar tungumálanám. Hann hefur mikinn áhuga á menn- ingu okkar íslendinga, málinu og mannlífinu sem hér er lifað. Darek Zieba Wyganów 23 63-740 Kobylin Woj. Leszno Poland Darek er 22 ára háskólastúdent og hefur áhuga á íþróttum, tónlist, kvikmynd- um, landafræði, dýrum, blómum o.fl. matseld, erlendum tungumálum og söfnun ýmis konar. Hann langar að skrifast á við íslending á aldrinum 18 — 35 ára. Ole Johan Slynstad Molia I N-6200 Stranda Norge 23 year old Norwegian hotel executive, tall and blond, want friends between the ages of 18 and 25. I like tennis, travelling, movies, disco and classical music, fast cars, fashion, good food and wine and lots more. I’m 182 cm. tall and weigh 62 kg. Letters with photos will be answered first. Jos Schumacher pungel nr. 5 6372 NL Schaesberg Netherland Jos er 29 ára og langar að kynnast íslenskum strák. Hann hefur mjög mikinn áhuga á íslandi, íslendingum og lífi samkynhneigðra hér á landi og langar að koma til landsins. íslenskur strákur mætti því eyða sumarleyfi sínu hjá honum.

x

Samtökin '78 - Úr felum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Úr felum
https://timarit.is/publication/1489

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.