Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 7
Páll postuli varpaði eitt sinn fram spurningunni: „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?" (Róm 8:31). Segja má að þessi orð dragi saman allan vitnisburð Biblíunnar. Þau tjá stórbrotið traust sem nær hámarki í því sem Páll segir síðan: „Hver mun gera oss viðskila við kærleika Krists? Mun þjáning gera það eða þrenging, ofsókn, hungur eða nekt, háski eða sverð . . . Nei, í öllu þessu vinnum vér fullan sigur fyrir fulltingi hans, sem elskaði oss. Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tign- ir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Jesú Drottni vorum." (Róm. 8:35-39). Ég óska þér gleði- legra jóla og blessunarríks árs í krafti þeirra orða. Það má vel vera að þú verðir hugsi við að heyra þessi orð postul- ans. Ef til vill finnst þér að þetta traust eigi aðeins við um postula og kennimenn kristninnar, einkum fyrr á tíð. En er þetta eitthvað fyrir mig? Mundu þá að aðeins þetta traust samsvarar því fagnaðarerindi sem postulinn boðaði. Fagnaðarerindi jól- anna kallar á þetta traust og lof- söngsandsvar jólanna verður fátæk- legra ef þín rödd er hljóðnuð þegar við syngjum saman „Heims um ból" við aldahvörf. Þú veltir hugsanlega vöngum yfir þessu ef-i, „Ef Guð er með oss". Ég er ekkert hissa á því eftir allt fjöl- miðlafárið um málefni samkyn- hneigðra undanfarið. Eða var það fjölmiðlafár um eitthvað allt annað? Það er ekkert skilyrði sem tengist þessu ef-i. Samkvæmt gríska textan- um merkir það: „Þar sem Guð er með oss . . ." Páll segir ekki: „Gerum ráð fyrir að Guð sé með oss". Hann er að staðhæfa það sem hann er fullviss um. Þetta er vissa sem kemur einnig fram þegar hann varpar fram annarri spurningu: „Hver er þá á móti oss?" Páll er að tala um Guð, sem er gamalt orð og til í öllum tungumál- um, en það er merkingarlaust nema það snerti þig persónulega, og hugs- anlega er það merkingarlaust í þínum huga vegna þess að þér finnst kirkjan „þín" hafi sýnt þér skilningsleysi. Þegar Páll segir: „Þar sem Guð er með oss . . ." þá er hann ekki að vísa til guðs ímyndunaraflsins. Hann er að tala um hinn lifandi Guð, þann Guð sem birtist í Jesú Kristi. Hann boðar Guð kærleikans, réttlætisins og von- arinnar og þann Guð andans sem hjálpar okkur að veita kærleiksboð- skapnum viðtöku í trú. Það er sá Guð sem skapaði alla menn í sinni mynd - einnig þig - sá Guð sem skapaði allt í kærleika, hið sýnilega og hið ósýni- lega. Það er þessi eilífi, miskunnsami kærleikur sem er með þér í gleði þinni og sorg - aldrei nær en einmitt þá. Þú spyrð ef til vill: En hvernig get- um við vitað að hann er með okkur? Hver er grundvöllur traustsins hjá Páli? Grundvöllur traustsins er hvorki heimurinn né samfélagið, hvorki nátt- úran eða lífríkið, þótt sköpunarverkið geti nánast birt okkur „klæðafald Krists" í allri tign sinni og fegurð. í náttúrunni eru eiturnöðrur, krabba- mein, jarðskjálftar, sem t.d. hafa skek- ið Tyrkland undanfarið, eða hvirfilbyl- ir sem rétt eins og fjölmiðlafár leika menn hart, bæði líkama og sál. Páll postuli vissi vel um það sem gat dregið úr mönnum kjarkinn. Grund- völlur trausts hans var Kristur, sá Kristur sem var kunnugur þján- ingum. Hann var krossfestur, dáinn og grafinn, og reis upp mönnum til réttlætingar og birtist sem hinn eilífi sam- tímamaður allra manna á öllum tímum. Enn kemur hann í orði sínu og anda um þessi jól og hvetur okkur til að boða í orði og verki kærleikann til allra manna, bera mönnum birtuna frá honum. Þú þarft þess vegna ekki að óttast óvini eða andstæðinga. Mættu þeim aðeins í kærleika. Andstæðingar kunna að vinna þér mein en þú þarft ekki að óttast þá því Guð er með í för. Þeir geta valdið þér þjáningum en hvorki rænt þig kærleika Guðs né þeirri blessun sem þú hlaust í skírn- inni, blessun sem þú getur meðtekið á hverjum degi í fullu trausti - einnig í staðfestri samvist. Að lokum vil ég segja þetta: Ég hef kynnst samkynhneigðu fólki ekki síst vegna starfa minna að málefnum þess innan þjóðkirkjunnar. Það hefur ekki verið að reka áróður fyrir sam- kynhneigð, aðeins beðið um að rétt- indi þess innan kirkju og samfélags séu virt. Það er í raun og veru að biðja um að samferðamönnum þeirra auðnist að virða margbreytileika mannlífsins. Samkynhneigðir hafa aldrei gefið mér skilgreiningu á því hvers vegna þeir eru samkynhneigðir. Þeir eru það bara og það nægir mér. Eftir þessi kynni mun ég hvorki ef- ast um trúarleg heilindi þeirra né vin- áttu. Samkynhneigðir hafa verið heil- steyptir í afstöðu sinni, þolinmóðir og trúfastir, jafnvel umfram okkur hin sem erum hinsegin, og þeir hafa fært trúverðug rök fyrir málstað sínum, rök sem ber að virða. Ég harma að nær alltaf er talað um samkynhneigða sem kynferðis- verur. Þeir eru uppteknir af ýmsu öðru en því að vera samkynhneigðir og hafa mótast af dyggðum kristninn- ar, trú, von og kærleika, rétt eins og við hin og jafnvel betur. Þeir hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum kirkju og þjóðfélags með góðum ár- angri og samferðafólki til gagns og blessunar og Guði til dýrðar. Það liggur Ijóst fyrir að kynhneigð er ekki skilyrði fyrir vígslu innan þjóð- kirkjunnar heldur köll- un til starfa. Hvers vegna í ósköpun- um ætti þá kyn- hneigð að vera skilyrði fyrir því að sam- kynhneigðir h I j ó t i b I ess u n kirkjunn- ar yfir sambúð sína? Gleðileg jól og bless- unarríkt komandi ár. SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.