Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 8
Mararbárur
Nýútkomin Ijóðabók
Um þessar mundir sendir Elías Mar frá sér bókina
Mararbárur sem geymir úrval Ijóða frá árunum
1946-1998. Bókmenntaunnendur þekkja Elías af
skáldsögunum Sóleyjarsögu og Vögguvísu sem komu
út um miðbik aldarinnar, en hann hefur einnig fært
þjóð sinni Ijóð sem orðið hafa fleyg og mörgum kær,
og í Mararbárum er að finna margt það sem þekktast
er og ágætast af skáldskap Elíasar auk nokkurra önd-
vegisþýðinga erlendra Ijóða. Hér birtast tvö frumsamin
Ijóð og ein þýðing með góðfúslegu leyfi skáldsins.
Þess má geta að Ijóðið Úr hafi og þýðingin á Hinn
dauðadæmdi eftir Genet voru á sínum tíma frumflutt á
menningarhátíðum Samtakanna 78.
Hinn 12. október sl. var liðið ár frá dauða Matt-
hews Shepard. Hann var 21 árs samkynhneigður
nemi við Wyoming-háskóla í Bandaríkjunum og
lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að tveir jafnaldrar
hans höfðu barið hann til óbóta og skilið eftir meðvit-
undarlausan, bundinn við girðingarstaur í frosti. Matt-
hew var einn af örfáum opnum hommum meðal stúd-
enta við Wyoming-háskóla í Laramie.
Dauði Matthews hratt af stað mikilli atburðarás og
reiði blossaði upp meðal fólks um allan heim. Pólitískar
umræður um stöðu samkynhneigðra hafa sjaldan verið
jafn háværar og eftir morðið og fyrir vikið hefur þessi
hræðilegi atburður orðið að alþjóðlegu tákni í mann-
réttindabaráttu homma og lesbía. Stuttu eftir dauða
Matthews var haldin minningarvaka í Washington D.C.
þar sem þingmenn og frægt fólk, eins og t.d. Ellen
DeGeneres og Sharon Stone mótmæltu morðinu.
Kröfuganga var gengin í New York þar sem yfir 4000
manns söfnuðust saman. Þessi fjöldi stóð að mótmæl-
unum á mesta annatíma dagsins og tafði umferð svo
að 100 manns voru handteknir. Einnig komu leikarinn
Nathan Lane og sjónvarpsþulurinn Steve Kmetko úr
skápnum í kjölfar morðsins.
Réttarhöld eru hafin yfir Aaron McKinney og Russell
Henderson sem ákærðir voru fyrir að hafa dregið
Shepard með sér út í eyðimörk og barið hann þar þang-
að til hann missti meðvitund og lést tæpri viku síðar.
Henderson hefur verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi
en mál McKinneys verður tekið fyrir næsta vor.
í kjölfar þessa hefur ýmislegt breyst í hugum
margra og oft verður vitnað í þennan atburð þegar rætt
er um mannréttindi og mannvernd samkynhneigðra.
Matthew Shepard var eitt af mörgum fórnarlömbum
svonefndra hatursglæpa, glæpa sem beinast að kyn-
þætti, trúarbrögðum eða kynhneigð fórnarlambsins og
dauði hans hefur orðið til þess að knýja á um víðtækari
og afdráttarlausari refsilöggjöf fyrir slík afbrot í Banda-
ríkjunum.
KES/Advocate
Úr hafí
Þeir týndust í hafið,
haf þagnarinnar og gleymskunnar
undir svörtuloftum fordómanna.
En hvaðeina hefur sinn tíma,
og jafnvel haf þagnar og gleymsku
skilar feng sínum
á þessa ókunnu strönd
í dögun nútíma og framtíðar.
Hér stíga þeir upp úr bylgjunum
síungir
síkvikir í skini morgunsins.
Ljóma nýrrar aldar
slær á brosmild andlit þeirra.
Hönd í hönd leiðast þeir í átt til okkar
til að búa hjá okkur
alltaf héðan í frá,
endurheimtir úr hafi.
(1995)
8 SAIV1TAKAFRÉTTIR