Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 30
Stjörnuspá
" viö árþiisundmót
15.12.1999 - 15.1.2000
HRÚTURINN
Það er orðið tímabært að opna augun og horfa í kringum sig, taka
vel eftir umhverfinu. Taktu eftir því sem aðrir segja og gera, ekki
spyrja spurninga. í desember áttu að hugsa vel um heimilið og
vera góður við fólk! Hringdu í vini þína og skrifaðu bréf. Ef þú
ferð eftir þessu verða áramótin ánægjuleg og þú ferð glaður/glöð
inn í nýja öld.
NAUTIÐ
Er allt á niðurleið? Taktu þig á, þetta er ekki svona slæmt, þú hef-
ur það ágætt! Viltu breytingar? Kannski er rétti tíminn að viður-
kenna að líf þitt er hundleiðinlegt. Þá verður þú að skilja að lífið
er spegilmynd hugsana þinna og breytingar kalla á annan hugs-
anahátt og algjörlega breyttan lífsstíl. Ef þú losar aðeins um og
slakar á kröfunum áttu góða möguleika á ástarævintýri um ára-
mótin.
TVÍBURINN
Þinn tími er kominn! Hættu að ásaka sjálfa/n þig, það er ekki þér
að kenna að allir spila rangt úr spilunum. Hættu að eyða allri
þinni orku í að reyna að bjarga því sem ekki er viðbjargandi.
Vertu bara þú sjálf/ur og láttu draumana rætast, það er rétti tím-
inn núna. Farðu niður á Laugaveg 3 næsta fimmtudag og segðu
nokkra brandara og vertu fyndin/n eins og þú varst alltaf einu
sinni.
KRABBINN
Halló, velkomin í nútímann! Hættu nú að velta þér upp úr því sem
var og þessum endalausa samanburði. Fortíðin er liðin, framtíðin
skiptir máli. Staða tunglana í desember vinnur með þér og nú er
rétti tíminn að gera það sem þig hefur langað svo lengi en ekki
þorað. Framkvæmdu í dag! Ef þú ert á lausu er desember rétti
tíminn til að skrifa fyrsta skrefið. Ef þú ert í sambandi skaltu láta
verða að því að endurnýja rómantíkina.
LJÓNIÐ
Heppnin er ennþá þín megin og rómantíkin líka. Góður mánuður
fyrir Ijón! Þú ert í þann mund að upplifa skemmtileg ævintýri.
Leyfðu því að gerast, leyfðu ævintýrunum að koma til þín - þau
hafa saknað þín. Jólin verða indæl en mundu að deila heppninni
og ævintýrunum með þeim sem þér þykir vænt um.
MEYJAN
Hættu nú að búa til vandamál, þú ert farin/n að trúa þessari vit-
leysu, það er ekkert að hjá þér! Desember er rétti tíminn til að
hreinsa hugann, byrja í yoga og lesa sér til um andleg fræði, þú
verður að undirbúa þig undir næstu öld. Þú verður að gæta þín
sérstaklega á jólastressinu, þú ert í áhættuhópi, gætir verið
lögð/lagður inn fyrir jól. Mundu, það er ekkert eins slæmt og það
lítur út fyrir að vera, og nei, það er alls ekki verra! Gleðileg jól!
VOGIN
Farðu út að borða, þú átt það skilið! Lyftu þér upp eins oft og þú
getur í desember og hugsaðu vel um líkama og sál. (Ekki gleyma
áramótaballinu.) Þú ert með fullt af góðum hugmyndum sem þú
skalt framkvæma og ekki láta slæmar fréttir draga þig niður, þær
eiga ekki að snerta þig. Vinur þinn á inni hjá þér verk sem þú skalt
Ijúka strax og sannaðu til, launin koma skemmtilega á óvart!
SPORÐDREKINN
Slakaðu á, þú gerir ekki allt á einum degi. Þú ert á alltof mikilli
ferð og verður að stoppa þó ekki væri nema til að upplifa augna-
blikið! Ef þú ferð á þessum hraða inn í jólastressið sýður upp úr
löngu fyrir jól. Þetta á ekki við, slakaðu á í desember, eigðu róm-
antísk kvöld, hittu vini sem þú hefur vanrækt og skoðaðu jólaljós-
in. (Já, það er búið að kveikja á þeim!)
BOGMAÐURINN
Ertu að reyna að vera „frjáls"? Eru allir að pirra þig? Spekin fyrir
þig þennan mánuðinn er að ef að þú ætlar að vera frjáls þurfa all-
ir aðrir í kringum þig að vera það líka. Gerðu góðverk í desember,
hættu að hugsa bara um sjálfa/n þig. Þú ert full/ur af orku og átt
mjög auðvelt með að deila henni og gleðja aðra, brostu og veittu
öðrum gleði í jólamánuðinum.
STEINGEITIN
Að vinna baki brotni borgar sig í einhvern tíma, þá gengur allt
upp hjá þér! Það er einhver ósýnileg orka sem heldur þér uppi
þessa dagana, hjálpar þér að halda áfram og styður þig í erfiðum
ákvörðunum. Hvíld er hins vegar nauðsynleg fyrir alla og i des-
ember skaltu hugsa vel um þá sem þér þykir vænt um og hafa
kannski ekki verið á forgangslista að undanförnu. Það sama á við
um þig sjálfa/n, lestu góða bók og mundu að það er ekki vont að
vera ein/n.
VATNSBERINN
Það er allt of langt í sumarfríið, hættu að gera áætlanir, staldraðu
við og gerðu eitthvað skemmtilegt í desember í staðinn. Byrjaðu
t.d. að sauma áramótakjólinn og vertu viss um aö þú verðir flott-
ust á áramótaballi Samtakanna. Ekki láta tröllin undir rúmi halda
fyrir þér vöku, og ekki vera leið/leiður þó að öld vatnsberans sé
liðin, þér verður ekki gleymt á þeirri næstu!
FISKURINN
Reyndu að halda þig frá vandræðum I desember, feldu brennivín-
ið, haltu skapinu í skefjum og vertu góð/ur við fólkið í kringum
þig. Einbeittu þér að framtíðaráformunum, þetta er góður tími til
þess að vinna að stóra markmiðinu. Þessi mánuður er endir á
öllu volæði fiskanna, nú gengur í garð ný öld með fullt af flottum
tækifærum fyrir fiska, brostu!
30 SAMTAKAFRÉTTIR