Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 17

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 17
stigann móti manninum hinum meg- in á pallinum. Aftur á móti var hugs- anlegur möguleiki, en útilokað í reynd, að hann stæði nokkurn tímann í stigaþvotti þótt hann fengi ókeypis gúmíhanska enda var hann píanisti með svo viðkvæmar, fínlegar hendur að hann hefði hvorki getað leikið næturljóð né etýður eftir Chopin fram á rauða nótt ef hann hefði skúrað parkettgólfið inni hjá sér, hvað þá stigann. Móðir hans hirti algerlega í kringum hann til þess að hún gæti farið heim í talsverðum ham og kvart- að beisklega undan því við manninn sinn að hann skyldi aldrei taka til hendinni hjá þeim þótt hún sliti sér út við að hreinsa hjá krökkunum þeirra úti um allan bæ. Á hæðinni fyrir ofan bakveiku, gömlu konuna bjó ungur læknanemi og auðvitað voru hendur hans svo viðkvæmar fyrir sýklum að hann mátti aðeins láta sér detta í hug að þvo gólf. Hefði hann gert það að veruleika mundi hann eflaust hafa borið svo mikið af gerlum og svepp- um inn á sjúkrahúsið, þar sem hann starfaði, að velættaðir forgangssjúk- lingar, sem lágu þar í forvarnarleg- um, hefðu fljótlega dáið úr sveppa- sýkingunni; hún er sú mesta óáran sem herjar á siðaða hluta mannkyns- ins um þessar mundir. Við pallinn á móti honum bjó kona sem var gift þannig manni að henni datt ekki í hug að skúra nema hann tæki á sig sinn þátt af skúring- unum enda væri hann ekki of góður til þess að viðurkenna að hjá þeim ætti að vera jafnrétti í þessu sem öðru. Hið sanna var að eiginmaður- inn taldi ekki eftir sér að skúra, og hann hefði jafnvel skúrað stigann fyr- ir alla, þegjandi og hljóðalaust dag- lega, hefði hann ekki verið hræddur við það að aðrir karlmenn sæju til hans og hugsuðu til dæmis: „Hvað, lætur konan hann skúra fyrir sig?" Maðurinn hafði fundið í laumi og viðurkennt fyrir sjálfum sér, eftir tals- verð átök í sálinni og sjálfsleit, að hann hefði ríka þörf fyrir að fá að þvo gólf og gerði meira að segja tvisvar tilraun til þess að fullnægja þörfinni og hreinsa fyrir allt húsið seint um kvöld eftir að hafa heyrt á hurðaskell- unum að allir væru komnir inn til sín í ró; en þegar hann læddist fram á gang með fötu og klút þurftu flestir að fara út, einhverra hluta vegna, svo hann skaust inn til sín þannig að eng- inn sæi og yrði vitni að hans rétta eðli. Stiginn var þess vegna vægast sagt hreinsaður afar sjaldan. Þó kom stundum fyrir að hann væri tandur- hreinn að morgni án þess að nokkur skildi eða vissi hvernig á því hreinlæti stæði sem helst líktist kraftaverki. Enginn trúði þó að þetta væri krafta- verk heldur grunaði marga að nefnd- ur maður hlyti að finna óviðráðan- lega hvöt hjá sér til að halda uppi al- mennum þrifnaði einmitt vegna þess að ailt væri á öðrum endanum í íbúð- inni hans, en þó sérstaklega í einka- málum hjónanna af nefndum ástæð- um, því hvorugt þeirra tók völdin í hreinlætismálunum. Fólk þurfti þess vegna ekki að koma sér saman um það með erfiðum húsfundum að best væri fyrir alla aðila að gera honum þann greiða að láta stigann lenda al- gerlega á honum, leyfa manninum að fórna sér og skúra sér til sáluhjálpar, kannski rétt undir morgun, meðan aðrir sváfu í Ijúfum draumi. íbúarnir höfðu samt lúmskan grun um að þeir mundu ekki sleppa á svona auðveld- an hátt, fyrr eða síðar hlyti að koma að því að þeir yrðu krafðir um ein- hvers konar greiðslu, það væri þann- ig með flesta að þótt þeir vildu fórna sér, og það kannski í laumi, þá líður sjaldan á löngu þangað til þeir verða jafn ákafir við að básúna fórnfýsi sína og þeir bældu hana áður. Ef til slíks kemur er það verst af öllu að hinir fórnfúsu skuli ákveða sjálfir hverjir eru í þakkarskuld við þá og heimta af þeim peninga. Þannig reyna þeir að hefna sín vegna þeirrar útbreiddu skoðunar meðal píslarvotta að þeim sem njóta velgerða skuli refsað fyrir að leyfa hindrunarlaust þá ósvinnu að einhver geri öðrum greiða. Stund- um hefur þetta farið út í slíka öfga að fórnarlamb hafi vakið leynda úlfinn í sér og látið hann éta í sér góða lamb- ið og orðið þannig að algeru villidýri. Þessa mótsögn í fari lambsins á krist- ið fólk erfitt með að skilja. Fólkið í húsinu var afar forvitið. Það langaði að sjá manninn að verki með eigin augum, leysa þannig gát- una og geta sagt: „Alltaf vissi ég að þetta væri hann!" sem er algengt hjá fólki sem verður skarpskyggnt eftir að hafa vaðið lengi í blindni. Meira að segja píanistinn hætti að leika langt fram á nótt næturljóðin eftir Chopin og lét eins og hann hefði fengið taugagigt og færi snemma í háttinn. Þannig gaf hann þeim með skúringaþörfina tækifæri til þess að hreinsa sálina og stigann um leið. En hann gat ekki stillt sig um að gá hvað eftir annað fram á gang, vanur nætur- vökum, til að standa hinn að verki. Það mistókst og öðrum gekk engu betur. Síðan vöknuðu allir fúlir eftir óreglulegan svefn og fundu himnesk- an, glaðan sápuilm frá tandurhrein- um ganginum áður en hurðaskellirnir hófust að morgni. Skúringaundur að næturlagi gerð- ust aldrei á sumrin. Það skipti litlu máli hvort stiginn væri hreinsaður á þeim árstíma, þá rignir sjaldnar en á veturna, það er heitara í veðri og ef fólk veður inn á blautum skóm þorna sporin fljótt, og þó ryk hafi fylgt sól- unum hverfur það með rakanum eða dreifist um þrepin og verður ósýni- legt. Á veturna gegnir öðru máli í snjónum og slabbinu á götunum. Til að draga úr hálku er sandur borinn á þær og auðvitað berst hann inn og stigar verða sóðalegir, einkum ef á þeim er dúkur. Auðvitað hefði ekkert verið auð- veldara en leysa málið með því að teppaleggja stigann svo óhreinindin træðust inn í teppið og sæjust ekki, það er algengt í húsum, en fyrst fólk- ið kom aldrei saman var ekkert gert. Mest mæddi auðvitað á sálar- þreki íbúanna fyrir jólin því það er ein af hinum örfáu hefðum hér á landi að jafnvel fólk á sóðalegustu heimilum hreinsi þá hjá sér í hólf og gólf til þess að geta tekið hreint á móti hátíð- inni og kannski tötralega og soltna Jesúbarninu líka. Aldrei er að vita hvenær það kemur óvænt í heim- sókn, fátækt með bera kríka sem kalla á mannlega miskunn. Jafnvel ungi læknaneminn, sem var efnishyggjumaður og trúlaus í venjulegum skilningi, varð miður sín á leiðinni niður stigann og stóð sig hvað eftir annað að því að hugsa á jólaföstunni: „Svona umgengni á ekki að líðast meðal kristinna manna!" En úr því áhyggjurnar bárust ekki inn á gafl til hinna var ekkert aðhafst í málinu. Svo gerðist það eitt sinn á að- fangadag jóla að íbúarnir biðu eftir að hátíðin gengi í garð með þeim hætti að kirkjuklukkum yrði hringt á slaginu sex að kvöldi og sálmurinn Heims um ból hljómaði í útvarpinu. SAMTAKAFRÉTTIR 17

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.