Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 11
Hrein tunga - hrein þjóð I ritgerdinni ertu fyrst og fremst að skoða hreinleikahugtakið í sögulegu Ijósi, rætur þess í þjóðernishyggjunni, svo og það hvernig tungumálið verð- ur helsta vígi hreinleikans þar sem „óæskilegum" þáttum málsins er ýtt út í myrkrið. Já, þarna skoða ég sögulegan uppruna og tilurð hreinleikahugtaks- ins í mótun íslenskrar þjóðar og þjóð- arvitundar, hvernig það verður mið- lægt í vitund okkar um það að vera ís- lendingur og kemur sterkast fram í hugmyndum okkar um hreina tungu. Þjóðernishyggja kemur fyrst fram í lok 18. aldar, með rómantísku stefnunni, þegar hugmyndin um þjóðríkið ryður sér til rúms. Hún felst í þeirri kröfu að tungumál skipi fólki í einingar sem kallaðar eru þjóðir, að saman fari póli- tísk landamæri, menningarleg og málfarsleg. Innan þessara marka býr ein tiltekin þjóð, hún á ekki bara að vera hómógenísk eða einsleit í menn- ingarlegu og málsfarslegu tilliti heldur líka hvað varðar útlit og jafnvel hegð- un. En úr því að engin „þjóð" hefur nokkurn tíma verið einsleit í öllu tilliti þá endurspegluðu þessar hugmyndir eitthvað sem er „ídeal". Og til að ná þessu ídeal ástandi þurfti pólitískar aðgerðir hvort sem þær snerust um málstöðlun eða eitthvað annað. Á 19. öld litu Þjóðverjar mjög til Breta og Frakka sem voru orðnir stór- veldi, en þeir þýsku bjuggu enn í litl- um fursta- og hertogadæmum - í nið- urnjörvaðri félagsgerð. í sameiningar- viðleitni sinni þróuðu andans menn Þjóðverja þá hugmynd að í móður- málinu byggi andi þjóðarinnar: Tungumálið var hafið upp á stall og fékk á sig helgiblæ, því þar var þjóð- arsálin talin búa. Eftir því sem leitað var lengra aftur í tímann þóttust menn finna upprunalegra og hreinna mál þar sem þjóðarandinn kúrði í sinni tærustu mynd. Svo voru hugmyndirn- ar „betrumbættar" þegar hópurinn sem kallaði sig þjóð gat rökstutt það að með því að eiga sér svo og svo upprunalegt mál væri hann meiri þjóð og ætti skýrara tilkall til sjálfræðis eða yfirráða yfir tilteknu landsvæði. Þar með verður til sú skipan Evrópuríkja sem við þekkjum að miklu leyti enn þann dag í dag. Þessar hugmyndir berast síðan til íslands með mennta- mönnum okkar í Kaupmannahöfn og verða burðarásinn í sjálfstæðisbarátt- unni - í andstöðunni við Dani. Þetta er flestum kunnugt en kjarni málsins er sá að hugmyndin um að tungumálið geri fólk að þjóð er tiltölulega nýlegt sögulegt fyrirbæri í mannkynssög- unni. Það er nefnilega svo að etnískir minnihlutahópar verða fyrst til með þjóðríkinu og eftirfall danska einveld- isins á 19. öld og stofnun danska þjóðríkisins þá komust íslendingar allt í einu í þá stöðu að verða eins konar etnískur minnihlutahópur innan þessa þjóðríkis. Þá verða hugmyndirnar um hreina og sérstæða tungu að pólitísku afli. Pólitískar aðgerðir á 19. öld sner- ust í senn um að sanna að íslendingar væru þjóð og að skapa þjóðarímynd í kringum hugmyndirnar um hreinleik- ann. Sé litið til íslenskra þjóðernis- sinna á 19. öld má sjá að þeir bjuggu til nýtt tungumál, tóku til við að skapa nýtt orðasafn í íslensku sem síðan hefur endurnýjað sig stöðugt en kjarninn er sá sami og vinnuaðferð- irnar líka: Okkur er innrætt að orðin séu íslenskari en eitthvað annað ef þau eru af íslenskum eða norrænum stofni. Öllu máli skiptir að málstofninn sé „hreinn" og „tær". í hálfa aðra öld hefur okkur verið kennt að líta á er- lend orð og hugtök sem ógnun við ís- lenskuna og þar með við hreinleik- ann. Frá þessum hugmyndum er síð- an skammt yfir í hugmyndirnar um hreinan kynstofn. Úrvalskyn eftir móðuharðindin Menn sjálfstæðisbaráttunnar litu svo á að andinn lifði ekki bara í tungumál- inu, heldur ætti hann sér efnislega til- vist, í blóðinu, í stofni þjóðarinnar. Hreint mál, hreinn andi, hrein hugsun verður að eiga sér hreint efni, hreinan stofn, hreinan líkama. Þar verður til rasismi sem oft tók á sig kostulegar myndir þegar kom að því að túlka Is- landssöguna. Einn helsti talsmaður þess arna fyrr á öldinni taldi okkur til dæmis móðuharðindin til tekna og fullyrti að þau hefðu útrýmt því veikasta í stofninum en eftir hefði lif- að úrvalskyn! Og þá erum við líklega komin að valdstjórninni sem í þessu felst. Einmitt! Hvað er hreint og hvað er óhreint, einhver tekur sér vald til að skilgreina það. Þetta er umfram allt spurning um reglu eða skipulag, og þú getur ekki skilið hreinleika nema sem andstæðu við það sem er óhreint og flekkað. Okkur er innprentað að tökuorð séu til dæmis „skítug" því þau flekki málið, að minnsta kosti þau sem leitað hafa inn í íslenskuna síð- ustu hundrað ár. Sjálf hafna ég því að til sé eitt upprunalegra og betra mál en annað, tungumál er tæki til að túlka veruleikann, í því varðveitast hugmyndir um tilveruna og það er alltaf að breytast, því að málið er lif- andi ferli eins og menningin. Menning er það sem mennirnir iðka En hreintungustefnan er ekki spurn- ing um tungumál nema á yfirborðinu, þetta er spurning um vald, hver hafi vald til að túlka veruleikann og með hvaða orðum, hver hafi vald til að svara því hvað sé menning. í verki mínu tefli ég fram annarri skilgrein- ingu á menningu og lít svo á sé eldri. skilgreiningar sem byggjast á því að velja og útiloka, dæma eitt hreint og annað flekkað eða spillt sé kúgandi og hættulegt því lífi sem stefni til fram- fara. Fyrir mér er íslensk menning það sem mennirnir iðka, hvernig þeir takast á við lífið. Það er til dæmis snar þáttur íslenskrar menningar að fara á dúndrandi helgarfyllerí, þetta er eitt af því sem við lærum á unglingsárum og er viðurkennt manna á meðal, meira að segja sem höfuðvettvangur fyrir makaval. Burtséð frá því hvort þetta er gott eða slæmt þá er þetta það sem við lærum. Menning er það sem við lærum af fyrri kynslóðum, og síðan heldur sú mótun áfram fyrir áhrif úr öllum áttum, hvern einasta dag, og við þurfum ný orð og hugtök til að skilgreina og skilja þennan nýja veruleika. Eftir því sem ég rannsakaði sögu hreinleikans og einsleitninnar í um- ræðu um íslenska tungu og þjóðerni varð ég sannfærðari um það hvernig Hreintungustefnan er ekki spurning um tungumál nema á yfirborðinu, þetta er spurning um vald, hver hafi vald til að túlka veruleikann og með hvaða orðum. SAIVITAKAFRÉTTIR 11

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.