Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 16
Jólasaga úr samtímanum jjcsil Áennir jóíÁin u aó Ííafcfa síiganum nreinum Sé haft í huga hvers konar fólk bjó í húsinu og félagslegar aðstæður sumra, verður auðvelt að skilja hirðuleysið og það að hver íbúi um sig skyldi líta, samkvæmt menning- arstigi og sálarflækjum sínum, fram hjá því að stiginn væri hreinsaður, en allir voru sam- merktir í því að láta eins og þeir vissu ekkert um óhreinindin ef þeir hittust sem sjaldan var. Þeir gátu forðast það að rekast saman á ganginum með þegjandi samkomulagi um að þegar einhver færi út frá sér ætti hann að skella rækilega fyrst hurðinni á íbúðinni en síðan útidyrunum. Þannig var gefið til kynna að enginn væri á ferli í ganginum og óhætt fyrir þann næsta að fara út án þess að hitta nokkurn. Ráðið hafði komið einhvern veginn af sjálfu sér, því auðvitað var hugsanlegt að einhverjir ætluðu samtímis út, en til að koma í veg fyrir þau óþægindi að menn hittust óvænt í óhreinum stiganum, þá hlustuðu allir áður fram á gang; og ef þeir heyrðu í hurð biðu þeir eftir skelli frá íbúðinni og öðrum frá útidyrunum. Eftir að hafa dokað andartak fór viðkomandi út og skellti líka góðfúslega á eftir sér til að opna þeim næsta leið. Fyrir bragðið var oft glymur í húsinu. Samt var það ekki þessi feluleikur sem kom harðast niður á hreinlætinu heldur bjó í hverri íbúð fólk sem taldi sig vera stórbrotnar manneskjur, einstaklega vandar að virðingu sinni, afkomendur hinna fornu Noregskonunga og lét ekki bjóða sér allt, síst það starf þrælsins að liggja á hnjánum með skúringatusku í höndunum. Á neðri hæðinni til hægri bjó gömul kona, orðin svo lasburða að hún gat eiginlega ekki lagt það á bakið að beygja sig við skúringar. Hún hafði vottorð frá lækni sem sagði að hún mætti ekki bogra nema í sjúkraþjálfun, svo það kom ekki til mála að hún ræsti eftir Guðberg Bergsson Einu sinni var á íslandi dæmigert skeljasandpússað fjórbýlishús. Þarna átti hver eigin- maður sína meðalstóru íbúð með húsfreyju sinni, en auðvitað var eignin skráð á nafnið hans hjá Fasteignamati ríkisins. íbúarnir voru prýðilega litlaust og samstætt fólk að öðru leyti en því að það hugsaði fremur lítið um sameignina, minnst þó um það að skiptast á við að hreinsa stigann. Svo virtist sem engin leið væri að gera það að reglu að einhver í hverri íbúð ræsti hann vikulega eða að minnsta kosti einu sinni í mánuði, frá dyrum íbúð- ar sinnar og niður á næsta pall, þótt halda mætti að ekkert væri auðveldara, ef maður hef- ur eignast á annað borð skólpfötu og skúringatusku í lífinu. Skrúbb þarf ekki að nota við fáein þrep og svona lítinn gólfþvott.

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.