Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 15
Fríða B. Andersen Eyrað og munnurinn Einu sinni var eyra sem heyrði af- skaplega vel. Það heyrði jafnvel trén vaxa og maurana stökkva. Besti vinur eyrans var nefið, því það fann svo góða lykt af því sem eyrað nam: Birkinu í skóginum og ilm- inum úr eldhúsinu. Eyrað átti einn erkióvin sem var munnurinn eða öllu heldur það sem hann geymdi, nefnilega tunguna. Eyr- anu fannst tungan vera algert flagð, því hvaðeina sem það heyrði var óð- ara komið á kreik hjá tungunni og munnurinn spýtti öllu miskunnarlaust út úr sér án þess að hugsa. Eyrað taldi þau tvö, munninn og tunguna, vera í samsæri gegn sér, en reyndar gat munnurinn lítið að því gert hvað tungan aðhafðist. Munnur- inn var aðeins viljalaust verkfæri tungunnar og gerði það sem honum var sagt, hann vissi ekki betur. Eitt og aðeins eitt gat þó talist tungunni til tekna. Hún gat fundið bragð og á meðan hún var upptekin við þá iðju gat hún ekki talað. Eyrað fékk heilann í lið með sér og hugsaði nú stíft. Hvaða brögðum gat það beitt til að láta tunguna hætta þessu sí- fellda blaðri um allt það sem eyrað heyrði og vissi að átti að vera leynd- armál? Leið nú löng stund og annar dag- ur. Eyrað hætti að hlusta og einbeitti sér að því að hugsa með aðstoð heil- ans. Það liðu dagar og einn mánuður og enn nam eyrað aðeins það sem nauðsynlega þurfti og tungan með sinn trygga munn hafði fátt merkilegt að segja. Svo kom að tungan þreyttist á iðjuleysinu og vildi vita hvað eyranu liði. Tungan var ansi frek og á stund- um óþarflega tannhvöss. Þolinmæði var orð sem henni var ekki tamt að nota. Hún sendi því eftir vini sínum vísifingri sem var alltaf að pota í allt og alla og bað hann um að fara upp til eyrans og minna það á skyldur sín- ar. Vísifingur var ekki lengi að því lítil- ræði og kom að vörmu spori niður til munnsins: - Jæja, sagði tungan spennt, hvers varðstu svo vísari? Fingurinn beið ekki boðanna en stakk sér inn til að sýna tungunni. Tungan kipptist með viðbjóði við, því fingurinn hafði fært henni eyrnamerg. Hún stirðnaði upp og þagnaði og aumingja munnurinn hafði nóg að gera við að þrífa burt ósómann. Tungan lét sér þetta að kenningu verða og hét því að taka ekki við hverju sem var frá eyranu. Eyrað kættist mjög og gerði samning við heilann um að sía burt það sem ekki mátti fara til tungunnar og kallaði hann siðgæðisvörð sinn. Heilinn sinnti því hlutverki eftir bestu getu en það verður að segjast eins og er að ekki eru öll eyru svo lán- söm að eiga slíkan vin sem heilinn er. Uppi og nidri 1 Máli og menningu COMPENOIU ' Uppi á efstu hæð ' Úrval fræðirita og Ijósmyndabóka fyrir samkynhneigða. Niðri í kjallara Fjölbreyttur og vandaður skáldskapur fyrir homma og lesbíur. Við innganginn Ný tímarit: Gay Times, Genre, Diva, Attitude, Torso, Dude, Inches, Biack Inches, Freshmen, Men. GORE VIDAL —~~— J fi(> —- •n&thsonian Institution L E S B 1 Á N E R O T I C A MAR.TINA NAVRATILOVA and LIZ NICKLES P N B V MARTI HOWMANN. PM.Ol

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.