Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 26
 Jólasveinninn kemur í kvöld. Lítill frændi minn spurði mig að því eitt kvöldið hvort að ég tryði á jólasveininn. Ég hafði komið mér þægilega fyrir í pluss-sófan- um heima hjá honum, og ætlaði að líta til með stráksa, þar sem að foreldrunum hafði verið boðið í jólaglöggsteiti. Á meðan ég beið eftir því að fara að horfa á ástir og örlög Simba Ijónakonungs í senni- lega 157. skiptið velti ég spurning- unni fyrir mér... og lét hugann reika. Eitt bleksvart frostkvöldið fyr- ir skemmstu var ég á leið heim hlaðinn innkaupapokum. Þegar ég kom fyrir hornið á blokkinni sem ég bý í hljóp í fang mér rauð flygsa og skellti mér um koll. Ég sat þarna klofvega á gangstéttinni, pokarnir út um allt og formælti kröftug- lega.Yfir mig gnæfði í öllu sínu veldi, stór og stæðilegur jóla- sveinn, sem óðamála baðst þráfaldlega afsökunar á þessu meinlega óhappi. Eftir að sættir höfðu tekist með okkur hjálpaði hann mér að setja vörurnar aftur í pokana og bar þá með mér heim. Þar sem að ég er afspyrnu gestris- inn bauð ég sveinka innfyrir og hit- aði handa honum kakó, enda vinur- inn orðinn gegnum kaldur. Eftir að hafa hlustað á vandræði hans í borginni og erfiðleikana við þetta krefjandi starf, mæltist hann til þess að ég biði sér í mat og síðan upp á næturgistingu. Þar sem að hann væri nú einu sinni jólasveinn- inn þá skildi hann sjá til þess að ég fengi allar mínar óskir uppfylltar í staðinn. Ég hugsaði mig örskot um, leit á bunkann af ógreiddum reikn- ingum mínum . . . og skálmaði síð- ÞEGAR JÓLASVEINNINN KEMUR í MAT an fram í eldhúsið.. . þar sem að ég töfraði eftirfarandi upp úr pok- unum. HUMARBOLLUR MEÐ SAFFRANSÓSU 12 humarhalar 'h dl saxaður skalotlaukur 3 eggjahvítur 2 dl kotasæla 1/8 tsk. múskat 74 tsk. hvítur pipar 'h tsk. salt 6 bollar vatn Fjarlægið skelina af humarhölun- um og garndragið þá. Setjið hal- ana í blandara og hrærið þar til að humarkjötið er orðið að farsi. Bæt- ið lauk, eggjahvítu, kotasælu og kryddinu í farsið og hrærið öllu vel saman í blandaranum. Sjóðið vatnið, mótið littlar bollur úr fars- inu og sjóðið þær í 2-2'h mín. á hvorri hlið. Haldið bollunum heit- um á meðan að sósan er búin til. SAFFRANSÓSA 1 dl kjúklingakraftur 'h dl söxuð steinselja 'h tsk. saffran 1 msk. smjör 1 msk. hveiti 17^ dl heit mjólk 'h tsk. hvítur pipar 'h msk. sítrónusafi 2 msk. söxuð steinselja Setjið saffranið og steinseljuna í skál og hellið heitum kjúklingakraftinum yfir. Látið standa í 10-15 mín. Bræðið smjör í potti og blandið hveitinu saman við. Hellið steinselju og saffr- anleginum í gegnum sigti og bland- ið honum saman við heita mjólkina. Hellið mjólkurblöndunni smátt og smátt saman við hveitibolluna og hrærið vel í milli. Látið sósuna sjóða við meðalhita í 2-3 mín. Bætið pipar, sítrónusafa og steinselju í og berið sósuna fram heita með humarboll- unum. VILUGÆS MEÐ KIRSUBERJASÓSU 1 villigæs 3 msk. sítrónusafi salt 1 söxuð gulrót 'h saxaður laukur 1 sellerístilkur 3 dl mysa 1 dl vatn safi úr 'h sítrónu Snyrtið gæsina og fjarlægið inn- matinn ásamt fóarninu og setjið það í pott. Þerrið gæsina og núið hana með sítrónusafa. Saltið eftir smekk og leggið gæsina í ofnskúffu eða steikarpott. Setjið grænmetið í með gæsinni og steikið við 180 gráður í 20-30 mín. Lækkið þá hit- ann í 150 gráður. Hellið mysu og vatni í ofnskúffuna og steikið áfram í 50-60 mín. Hækkið hitann í 210 gráður síðustu 10-15 mín. til þess að fá stökka skorpu. Haldið gæsinni heitri, sigtið soðið, fleytið fituna af og útbúið sósuna. KIRSUBERJASÓSA 1 krukka niðursoðin kirsuber 'h dl sveskjusafi safi úr 'h appelsínu 1 dl vatn 2 dl soð af gæsinni salt og svartur pipar 5 msk. rjómi Ijós sósujafnari Setjið kirsuberin í pott ásamt sveskjusafa, appelsínusafa, vatni og soði. Látið suðuna koma upp, bragðbætið með salti og pipar setj- ið rjóma út í og þykkið eftir smekk. Berið sósuna fram heita með gæs- inni ásamt eplasalati, rauðkáli, léttsoðnu grænmeti og pönnu- steiktum kartöflum. DRAUMUR JÓLASVEINSINS 4 blöð matarlím 'h kg hreint skyr 50-75 gr sykur 2 'h dl rjómi 26 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.