Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 21

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 21
Hómóeros um allan heim - ísland eftir H. Dehn Þrátt fyrir góðar ferðabækur hef- ur fátt vitnast um höfuðatriði lífshátta og réttarfars hjá þess- ari litlu þjóð á fjarlaegri heimskauta- eyju. Hvað siðarétt varðar eru íslensk lög oftast samkvæm þeim sem gilda í skandinavísku löndunum. En þetta ytra form segir þó mjög lítið. Dómur um siðina ræðst einungis af raun- verulegum lifnaðarháttum þessarar þjóðar. í landi þessu vekja hómóerótar ekki umtal um sig. Þess vegna er að- eins hægt að meta lagalega og fé- lagslega stöðu þeirra með tilliti til kynhegðunar allrar þjóðarinnar. Hómósexúalitet er að meginreglu ekki refsivert, þó er hægt að hegna fyrir brot gegn unglingum innan 18 ára. En þessi lög segja heldur ekkert. Því ísland er líklega eina landið í Evr- ópu þar sem kynferðislegt frelsi mannsins er næstum án nokkurra takmarkana þegjandi viðurkennt og virt sem lífslögmál. Hagstæð lífskjör svo sem ríkuleg næring, góð klæði og gott húsnæði, mikil íþróttaiðkun og menntunartæki- færi fyrir alla valda því að fólkið þroskast snemma. Almennt hleypi- dómaleysi og víðsýni gagnvart nauð- synjum lífsins girða fyrir alla hræsni og aðfinningasemi. í augum íslend- inga hefur hið kynferðislega ekkert óhreint við sig - þvert á móti, það er með fullri vitund viðurkennt sem tján- ing lífsgleðinnar. Þannig hafa aldrei fallið dómar í þessu landi vegna hór- mangs eða vændis. Þar eru hvorki til vændiskonur né vændispiltar. íslend- ingurinn er gæddur fágætri einlægni hjartans og hreinleika sálarinnar. Þannig verður skiljanlegt að þessi þjóð þekkir nánast ekki siðferðisbrot. Mikið er leyft, enn meira er látið óá- talið. íslendingum er líka óljúft að Við djúkboxið - vinsælasta leikfang vestrænna ungl- inga á sjötta áratug aldar- innar, um það bil sem höf- undur kynntist „heillandi lífsþrótti" piltanna hér á bera fram ákæru vegna hugsanlegra kynferðis- brota. Gerist það samt er málið oftast látið niður falla. Og sé ekki hægt að komast hjá dómsúrskurði er hann ávallt vægur, en þó þarf næstum aldrei að afplána refsinguna. Þess vegna eru greinar um sið- ferðisafbrot í íslenskum blöðum afar sjaldgæfar. Brot vegna hómó- sexúalitets eru afar sjald- an kærð. Það er langt síðan að af- plána þurfti refsingu því viðvíkjandi í fangelsi landsins. Ófáir kunnir ís- lendingar hafa hómóerótískar til- hneigingar. En um það hefur aldrei neitt verið skrifað. Það er í hæsta lagi skrafað um það í hljóði. Þótt al- menningur sé ekki alveg að öllu leyti sáttur við hómósexúalitet eru þó engin dæmi þess að manni hafi verið útskúfað félagslega ef hann hefur bara lag á því að viðhalda til- teknu ytra formi til málamynda. - Þá gerir einkum æskan með sitt eðlis- læga yndi af holdsins lystisemdum oft engan mun á kynjunum - án þess að hómóerótísk reynsla hafi nokkurn tíma varanleg áhrif á fram- vindu þroskans. íslenska þjóðin er því líka gædd heillandi lífsþrótti sem helst langt fram á efri ár - sem gildir víst um fáar aðrar þjóðir. Fæðingartalan er há, og í því sambandi er athygli vert að rúmlega 25 prósent allra barna fæðast utan hjónabands. En þar sem fólk er afar barngott eru þessi börn að sjálfsögðu ættleidd og mun- aðarleysingjahæli eru óþekkt fyrir- brigði. Og náttúrlega gera hvorki lögin né almenningsálitið mun á skilgetnum og óskilgetnum börnum. Eftirtektarverð er hin mikla lík- amlega fegurð Islendinga, einkum ungu kynslóðarinnar. Hún er mjög gefin fyrir glaðværð, augun eru björt og raddirnar óþvingaðar, hreyfingarnar þokkafullar og einarð- legar. Það er mikið hlegið, gjarna sungið og ort, mjög mikið dansað. Bakkusi er því miður þjónað heldur ríkulega. íslendingar verða snemma kynþroska, en snemma koma einnig í Ijós frábærar listrænar og andlegar gáfur. Bræðralagsandinn er áberandi. Varla er til nokkur önnur þjóð sem er álíka gestrisin og hjálpfús. Af öll- um þjóðum heims hefur hið litla ís- land hIutfalIslega veitt hinum stríðs- hrjáðu þjóðum mesta hjálp. Sérstak- lega rausnarlegar voru vinargjafirn- ar sem íslendingar sendu Þjóðverj- um að stríðinu loknu. Vissulega hefur lífið á þessari suðurhafseyju við heimskautsbaug einnig sínar skuggahliðar, sem evr- ópskum áhorfanda hljóta þó að virð- ast smávægilegar miðað við frjáls- ræðið í lifnaðarháttum þessarar þjóðar. Svo farið sé frjálslega með orð Goethes má því með réttu segja: Þar ertu maður, þar máttu vera til. SAMTAKAFRÉTTIR 21

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.