Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 9

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 9
Mér er í mun Mér er í mun að vita hvort einnig þið hafið komizt að raun um það þrátt fyrir allt hversu jörðin er fögur hljómur tungunnar nýr haustið jafnfagurt vori líf og dauði í sátt þegar maður elskar. (1954) Hinn dauðadæmdi eftir Jean Genet Við háls minn nakinn, hlífarlausan, næman, sem hönd mín leitar blítt sem grátin kona, - við háls minn láttu í þitt úlfsglott skína án þess að hjarta þitt sé með í leiknum. Kom dagstjarna, ó nálgast spánska nótt, nemið mín augu - senn við dagsbrún dauð. Opnið þið portin, haldið höndum fram og hrífið mig á braut í kyrran dal. Himinninn bregði blundi, stjörnur hviki, blómkrónur vaggi, klukkur ómi skært, og þorstlát grösin fagni ferskri dögg á frjóum engjum. - Sjálfur ligg ég nár. Kom rós rníns hirnins, syng þú sunnanþeyr og sæktu heim um nótt þinn dærnda vin. Sýn enga vægð, en æddu, bíttu og dreptu, - aðeins þú birtist; hallir höfði að mínu. Enn getum við um ást svo fjölmargt skrafað og undið hinzta bréf í kveðjureykinn. Óskiljanlegt, að dæmdur er til dauða drápsmaður sá er bjartar skín en sólin. Snert varir mínar, ást mín! Opna hlið þín! Óhvikull farðu um göngin, læðstu hljótt, þjóttu yfir tröppur líkt og fleygur fugl, fislétt sem ofan hnígur sölnað lauf. Lát engan múr þig hindra, höfin syntu, hvítfextar öldur stígðu, skrýð þig Ijósi, og beittu hótun og bæn - en umfram allt: kom, sterki haförn, stundu fyrren ég dey. (1987) Eftirfarandi tileinkun lætur höfundurinn fylgja þessu Ijóði: „Ég hef tileinkað þetta Ijóð minningu vinar míns Maurice Pilorge, svo mjög sem vera hans og Ijómandi ásjóna birtast mér á andvökunóttum. í anda lifi ég upp aftur með honum síðustu fjörutíu dagana sem hann sat í dauðaklefanum í Saint-Brieuc fangelsinu, hlekkjaður á höndum og fótum. Um það skrifuðu dagblöðin ekkert, heldur spunnu upp fáránlegar sögur um dauða hans í þann mund sem Desfourneaux böðull gekk til verka. Um viðbrögð Maurice við dauða sínum hafði dagblaðið L'Œuvre þetta að segja: „Ó, að þetta barn hefði verðskuldað mildari örlög." i stuttu máli: menn niðurlægðu hann. Ég sem þekkti hann og elskaði, ég vil af allri minni blíðu og ástúð staðfesta að hann, sem hafði til að bera þessa ómældu og einstöku fegurð sálar og líkama, verðskuldaði slíkan dauðdaga. Þökk sé fangaverði sem heillaður var af fegurð hans, æsku og æðru- lausu dauðastríði, fékk ég að fara úr klefa mínum á hverjum morgni og færa honum fáeinar sígarettur. Hann var snemma á fótum og raulaði þegar ég birtist, brosti og bauð mig velkominn: „Hæ, litli Morg- un-Jean." Hann var frá Puy-de-Dome, og á mæli hans mátti heyra vott af Auvergne-mállýzku. Kviðdómend- urnir, sem fannst sér misboðið frammi fyrir svo miklum þokka, höguðu sér eins og aular þótt heillandi væru í hlutverki yfirvaldsins. Þeir dæmdu hann til tuttugu ára nauðungarvinnu fyrir að hafa brotizt inn í nokkur hús á ströndinni. Og daginn eftir dæmdi sami kviðdómur vin minn Maurice Pilorge til að láta höfuð sitt fyrir að hafa drepið elskhuga sinn, Escudero, sem stolið hafði frá honum sjö-átta hundruð frönkum. Hann var hálshöggvinn 17. marz 1939 í Saint-Brieuc." SAMTAKAFRÉTTIR 9

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.