Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 12
þessar hugmyndir hafa verið notaðar af einum hópi til að halda öðrum niðri. Þetta er dulið tæki til að stjórna, hið hreina mál hefur verið aðgangur að valdinu, og það er mál valdahópsins sem ræður ferð, ekki undirmálshópanna. Hér hefur það gerst að engin málafbrigði eru viður- kennd nema þessi hreina íslenska, en þeir sem valdið hafa tala um íslenskt mál, en eru yfirleitt alltaf að tala um það málafbrigði sem heitir „hreint mál". Þá hefur það verið lífseig hug- mynd meðal hreintungustefnumanna á öldinni að málfar endurspegli skýr- leika eða óskýrleika í hugsun. Þetta eru mjög vafasamar hugmyndir en þjóna þeim pólitíska tilgangi að stimpla þá sem ekki hafa vald á hinu leyfilega formi, dæma þá úr leik. Allir kannast við það að setja sig í stell- ingar þegar þeir skrifa eða tala opin- berlega, forðast orðaval sem minnir á útlend orð og stofna, og að víkja lít- illega frá klassískri beygingarfræði hefur á sér eindreginn heimsku- stimpil. Hér er verið að þjóna hálf- guðum, ritskoðun er hér í gangi og loks fer svo að þeir sem ekki ráða við málafbrigðið „hreintungu" verða undir, þagna. En beygingar- og fram- burðarafbrigði eða framandi orð í ís- lensku spilla ekki málinu, heldur spilla þau skipulaginu Og það var þetta sem gerðist fyrir tæpum tuttugu árum í sögu okkar homma og lesbia, krafa okkar um að velja okkur eigin heiti rakst á þetta skipulag. Einn kafli ritgerðarinnar fjallar um átök Samtakanna 78 við útvarpsstjóra á síðasta áratug. Hvað fékk þig til að rýna í þetta? Átök Samtakanna 78 og útvarps- stjóra er frábært dæmi um valdbeit- ingu stærsta og áhrifamesta fjölmið- ils íslendinga á öldinni. í gömlu út- varpslögunum segir að útvarpið eigi að „standa vörð um íslenska tungu og menningu" og í sjötíu ára sögu sinni hefur ríkisútvarpið ásamt skól- unum verið sterkasti vörður hrein- tungustefnunnar. Miðaldra fólk og þaðan af eldra man þessa sögu en yngra fólk kannast ekki við hana. Það sem gerðist var í stuttu máli það að félagið aetlaði að greiða fyrir auglýs- ingu í útvarpinu á einu rásinni sem þá var til: „Lesbíur, hommar! Munið félagsfundinn í kvöld!" Þetta fékkst ekki flutt og það voru orðin sem samkynhneigðir völdu sér sem fóru fyrir brjóstið á útvarpsstjórnendum. Samkynhneigðir fóru fram á að vera nefndir þeim nöfnum sem þeir höfðu sjálfir valið sér, hommi og lesbía, enda voru þessi heiti snar þáttur í þeirra nýju sjálfsvitund og réttinda- baráttu, orð sem þeim voru sjálfum tömust og komu innan frá. Með þessu voru lesbíur og hommar jafn- framt að ráðast á þá fordóma sem sem endurspegluðust í hugtökum sem áður höfðu verið notuð af öðr- um um þau, orð sem samkynhneigð- ir upplifðu sem mjög gildishlaðin og neikvæð. Gegn smekk og almennu velsæmi Þegar Samtökin 78 kröfðust skýringa voru rökin fyrir því að neita þessum orðum aðgang að útvarpi einkum málsfarsleg, að varðveita þyrfti hreinleika tungunnar. En auðvitað var hreinleiki þjóðarinnar hin raun- verulega ástæða. Þjóðarvitundin skyldi ekki flekkuð með því að halda á lofti auglýsingum frá „hinum óhreinu". Bæði orðin, hommi og les- bía, voru slettur að sögn málfars- ráðunautar útvarpsins, hommi var sagt hálfgert gæluorð sem þó mátti fallast á með því að til voru samsvar- andi orð í málinu, hljóðfræðilega séð, en orðið lesbía hlauta enga náð fyrir augum ráðunautanna sem stungu í staðinn upp á „lespa". Þarna sást þeim góðu málfarsráðu- nautum yfir orðin „olía" og „biblía" sem líka eru tökuorð en komin inn í tunguna í Biblíuþýðingum fyrri tíma. Orðið lesbía hafði hins vegar ekki yfir sér neinn guðlegan anda. Þannig báru þessir menn fyrir sig eitthvað sem kalla mætti málfarsleg rök, en eiga sér hæpnar málvísindalegar stoðir heldur eru bara fyrirsláttur. Það sem stóð í valdamönnum var að viðurkenna homma og lesbíur sem þjóðfélagshóp með fullri reisn, þau spilltu hugmyndum þeirra um ís- lenskan hreinleika og ögruðu glans- ímyndinni af þjóðinni og menningu hennar. Enda fór svo í þessum þæfingi að útvarpsstjóri missti hreintunguandlit- ið og sagði beinum orðum í bréfi til formanns félagsins að ekki væri hægt að tala svona í útvarp því að „þessi orð stríddu gegn almennum smekk og velsæmi". Skýrara gat valdboðið varla verið, hommar og lesbíur voru orðin yfirlýst óhreinindi á þjóðinni. En það er vert að muna að hugtakið óhreinindi er ekki til nema miðað sé við og skilgreint hvað sé hreint. I huga þeirra, sem þarna höfðu vald til þess að deila og drottna, ögraði tilvist samkyn- hneigðra þeirra viðteknu hugmynd- um um íslenskan hreinleika. Það þurfti hræðilegan sjúkdóm, AIDS, til að brjóta niður múrana, því þá var málum svo háttað að ekki var lengur hægt að þegja um opinbera tilvist samkynhneigðra. Umræðan í þjóðfé- laginu um stöðu homma og lesbía fór sem sagt að lokum fram úr þeim „hreinu". Þetta er sagan í stórum dráttum en í ritgerðinni rek ég hana vitaskuld nákvæmar. Glíman við eigin fordóma Ég skoðaði líka átök Samtakanna 78 við ríkisútvarpið vegna þess að ég er heilluð af glímunni við fordómana sem mæta minnihlutahópum. Sjálf varð ég árum saman að takast á við eigin fordóma í heimsborg þar sem öllu ægir saman og þar sem lífið gengur ótrúlega liðlega fyrir sig þrátt fyrir þetta viðkvæma nábýli. Það fékk mig til að hugsa um mína eigin hómófóbíu. Sú var tíðin að mér bauð við samkynhneigðu fólki og skildi það ekki og spurði mömmu mína: Hvernig stendur á því að mér finnst hommar svona ógeðslegir? Eftir að hafa sagt þetta upphátt fór ég að rýna í eigin barm og uppgötvaði að þessar hugmyndir áttu sér enga stoð í minni eigin lífsreynslu, þetta voru aðfengnar hugmyndir og ég varð að taka sjálfri mér tak. Og svarið var það að reyna að nálgast fólk sem var öðruvísi en ég, ekki í gegnum for- dómana sem snúast um það að fyrst Skýrara gat valdboðið varla verið, hommar og lesbíur voru orðin yfirlýst óhreinindi á þjóðinni. En það er vert að muna að hugtak- ið óhreinindi er ekki til nema miðað sé við og skilgreint hvað sé hreint. 12 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.