Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 13
ert þú hommi eða lesbía og síðan manneskja, fyrst litaður og svo manneskja. Við verðum alltaf að setja manneskjuna í fyrsta sæti og skoða það svo hvernig hún er skilyrt af kynferði sínu, ættlandi, kynhneigð, litarhætti og þar fram eftir götunum. Svo við víkjum aftur að veldi hreintungustefnunnar, það er líkast til ekki ekki eins augljóst og áður - en lifir þó enn. Mér sýnist hreinleikahyggjan bara hafa fengið ný nöfn, það sem áður hét málhreinsun heitir núna málrækt. Það hljómar betur - en hefur inni- haldið nokkuð breyst? í lokaköflum ritgerðar minnar hugleiði ég og skoða hvaða myndir hreinleikinn hef- ur tekið á sig í nútímanum. Enda líð- ur varla sá dagur að ég hrökkvi ekki við. Nýkomin til landsins var mér sagt frá því að danskri konu, sem hérna býr með íslenskum eigin- manni, hefði verið neitað um vinnu á leikskóla af því að hún talaði ekki nógu góða íslensku. Þar var ekki spurt um það hversu hollt það er fyr- ir börn að alast upp með einhverjum sem talar með hreim og gefa þeim þannig tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn, skynja marg- breytileikann í lífinu. Við ömumst ekki beinlínis við útlendingum en vilj- um sem minnst af þeim vita. Þeir ögra nefnilega einsleitninni, hrein- leikanum, og við gefum þeim ekki pláss í vitundinni. Oft heyri ég sagt: Það er varla hægt að leggja það á út- lendinga að flytjast hingað og aðlag- ast eins og það er nú mikið átak. A móti svara ég: Hvernig væri að þú skiptir um skoðun og breyttir þér, gæfir þessu fólki pláss í vitund þinni? Ef við ætlum að praktísera raunveru- legt lýðræði verða þeir sem á einn eða annan hátt eru öðruvísi en meiri- hlutinn að fá svigrúm til að rækta sinn mann, og það tekst ekki nema meirihlutinn gefi þeim svigrúm í eig- in hugarfari. Varnarlið hreinleikans í stað vopnaðs hers Árin sem ég var í burtu fjölgaði inn- flytjendum mjög á íslandi. Ég rann- sakaði ekki þeirra hlutskipti sem minnihlutahóps þótt nærtækt væri en horfi í kringum mig. Einsleitni og hreinleiki er enn sem fyrr sama fyrir- bærið í íslensku vitundarlífi. Ég sé ekki hvernig fólk sem á sér annað út- lit og á annað tungumál að móður- máli getur uppfyllt þær miklu kröfur sem hér eru gerðar, það verður erfitt fyrir það að eiga rödd hér sem hlust- að er á. Þótt við eigum ekki þjóðarher undir vopnum þá höfum við okkar varnarlið hreinleikans, allan almenn- ing sem hefur gert valdboðið að ofan að sínum sjónarmiðum og vinnur hvern dag að því að vernda menning- una fyrir smitberum og tunguna fyrir talendunum. Alls staðar setur hinn al- menni maður sig í stellingar, í sið- gæðisvörslu, passar upp á næsta mann og leiðréttir hann í málfarsleg- um og menningarlegum efnum. Þetta er að mínu viti ógjörningur, þú vernd- ar ekki lifandi ferii eins og menningu þjóðar. Og þetta vald verður stundum til að beina athyglinni frá inntakinu að forminu. Þegar óttinn við málið verður landlægur hjá almenningi þá hljóta hugmyndirnar að lúta í lægra haldi fyrir umgjörðinni. Þú og þínir vinir hafa sjálfir fengið að kenna á því hvernig intellektúal umræður á ís- landi fara út í þras um það hvað eigi að kalla hlutina svo að efnið verður útundan. Til dæmis allt vafstrið um það hvað ætti að kalla AIDS á ís- lensku, það var ekki hægt að komast að vanda málsins fyrir vangaveltum um heiti á sjúkdómnum. Hversu oft hafa umræður ekki kafnað í fæðing- unni af því að orkan fer í að þýða hugtök? Með þeim afleiðingum að umræðan kemst aldrei á það flug að eitthvert vit verði í henni. Hreinn sjór og hreinar heiðar Þú skoðar fleira en tungumál og vald í ritgerð þinni. Þar er líka að finna skarpar athuganir á hreinleikahug- myndum þjóðernishyggjunnar. Umræðan um hreinleikann hefur núna verið færð út og gerð að mark- aðsvöru, við erum að hylla og mark- aðsetja hreint land, hreinar náttúruaf- urðir, lambakjöt úr náttúrulegu um- hverfi og fisk úr hreinum sjó. Enginn spurði um hreinleika sjávarins og hreinleika íslensku heiðanna fyrir nokkrum árum. Þegar samkeppni um heimsmarkaði harðnar þá er búin til ímynd og það er ímynd hreinleikans sem virðist hafa orðið ofan á. Auðvit- að er eðlilegt að menn kasti út beitu sem von er til að fisk- arnir vilji bíta í. En þegar gamla jafnan, einsleitni = hreinleiki, hefur sigrað og við markaðssetjum land og þjóð undir merkj- um hreinleikans þá held ég við ættum að vera varkár. Kannski gengur þetta í suma en það vekur líka tor- tryggni í bland við vorkunn. Helstu við- skiptavinir okkar, til dæmis í ferðaþjónustu, er menntuð vestræn millistétt þar sem umræða um sjálfsskil ning og sjálfsvitund, stöðu fólks í samfélaginu eftir upp- runa, hörundslit eða kynhneigð hefur verið afskaplega lífleg á liðnum árum. Allar hreinleikahugmyndir eru andlýðræðislegar, einkum þegar menn líta svo á að um leið sé marg- breytileikinn bæði tortryggilegur og hættulegur. Mig grunar að mörgum svíði þær, þessar hugmyndir um að íslensktunga sé hreinni, upprunalegri og betri en aðrar, landið okkar feg- urra en önnur lönd og genin okkar merkilegri en önnur gen. Ef þú heyrð- ir Dana eða Ameríkana ýja að þess- um skoðunum um sig og sitt fólk þá myndirðu ábyggilega spyrja sjálfan þig: Kæri ég mig um að þekkja þetta fólk og heimsækja það? Ef íslending- ar ætla að hasla sér völl á alþjóða- vettvangi og ætlast til að menn taki mark á þeim þá held ég sé best að staldra við í hreinleikaáráttunni og velta því fyrir sér hvort þessi ýkta áhersla á allt þetta hreina og einsleita sé til þess fallin að afla markaðar eða vekja virðingu og athygli í samfélagi þjóðanna. SAMTAKAFRÉTTIR 13

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.