Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 19
I ríki andstæðnanna r málefnum samkynhneigðra virðist Bretland vera land hinna full- komnu andstæðna þessa dagana. Landlæg kurteisi millistéttarinnar veldur því að enginn vill vera dóna- legur, ekki einu sinni við lesbíur og homma, svo að betri fyrirtæki og stofnanir keppast við að auglýsa að þau mismuni engum á grundvelli kynhneigðar. Sýnileiki samkyn- hneigðra er einnig með betra móti; allar sjónvarpsstöðvar skarta spjall- eða spurningaþáttum þar sem mis- pöddulegar drottningar ráða ríkjum og enginn sápuópera er sápa með sápu nema þar komi fyrir a.m.k. ein lesbía eða einn hommi. Þá eru ótaldir pólitískt korrekt skemmtiþættir sem eiga að höfða beint til samkyn- hneigðra áhorfenda eins og Gaytime TV eða fræðsluþættir um menningu okkar og sögu. Meira að segja aug- lýsingarnar eru farnar að gera ráð fyr- ir þessum fáu prósentum þjóðarinnar sem neytendum: tvær huggulegar og ástfangnar konur auglýsa bjórinn og settlegt hommapar er hluti af jóla- stórfjölskyldu IKEA þetta árið. Þá eru ónefnd tískublöð kvenna eins og Vogue sem reka áróður fyrir „BiTry" við mismikla hrifningu lesbíanna sem vilja einhverra hluta vegna meina að það að vera lesbísk kona eða tvíkyn- hneigð snúist um meira en tísku. Pet- er Mandelson er sestur aftur í ríkis- stjórn Blairs í embætti Norður-ír- landsmálaráðherra, en hann býr eins og vitað er með öðrum karlmanni FILIPPUS ISIEITAR AÐ BJÓÐA HOMMUNUM HEIM TIL SÍN En á meðan allir láta sem ekkert sé er raunveruleiki margra lesbía og homma hér í landi beiskari en yfir- borðsumburðarlyndi fjölmiðla gefur til kynna. Lagaleg staða er bág ef miðað er við önnur ríki í Norður-Evr- ópu. Lögaldur til kynmaka er 18 ár fyrir homma en 16 ár fyrir aðra, það er ólöglegt fyrir karlmenn að reyna við aðra karlmenn á opinberum stöð- um en samkynhneigð kvenna er hins vegar ekki nefnd í lögum sem segir sitt um stöðu lesbía. Fræðsla um samkynhneigð í skólum er bönnuð, samkynhneigðir klerkar flýja ensku biskupakirkjuna, herinn rekur fólk úr þjónustu sinni ef grunur leikur á að það sé samkynhneigt, og Filippus drottningarmaður gefur út tilkynning- ar um að hann vilji ekki homma í veislurnar sínar. ÞEGAR MUNAÐARLEYSINGJA- HÆLIN FYLLAST Samkynhneigðir í Bretlandi eru orðn- ir langþreyttir á lappadrætti lög- gjafans og finnst breytingar til batn- aðar yfirleitt of litlar og koma of seint. En þrátt fyrir seinagang lög- gjafans eru ýmis teikn á lofti um batnandi tíð. Nýsettur forseti yfir hæstarétti fjölskyldumála gaf stuttu eftir embættistökuna í október út yf- irlýsingu þess efnis að samkyn- hneigðir væru fullt eins hæfir til þess að ættleiða börn og hverjir aðrir. Kom þessi yfirlýsing mörgum á óvart, bæði vegna þess að umrædd- ur dómari, Dame Elizabeth Butler- Sloss, hefur af mörgum verið talin gamaldags í viðhorfum og einnig vegna þess að frá miðjum níunda áratugnum hefur samkynhneigðum pörum í raun verið heimilt að ætt- leiða börn og fara með sameiginlega forsjá barna annars aðilans þó að hljótt hafi farið. Butler-Sloss rökstyð- ur mál sitt með nýjum rannsóknum sem sýna fram á hæfni lesbía og homma sem uppalenda og er talið að hún vilji með þessari yfirlýsingu skapa fordæmi og hvetja til fleiri ætt- leiðinga til samkynhneigðra para, enda ekki vanþörf á þar sem öll mun- aðarleysingjahæli Bretlands eru full ár eftir ár og fósturforeldra skortir. Samtök samkynhneigðra hafa fagnað yfirlýsingunni og telja hana munu hafa jákvæð áhrif á viðhorf almenn- ings gagnvart samkynhneigðum for- eldrum. Lilja S. Sigurðardóttir skrifar frá Bretlandi HERMENN FÁ UPPREISN ÆRU Góðar fréttir bárust einnig frá Stras- bourg á dögunum þegar Mannrétt- indadómstóll Evrópu úrskurðaði að breska hernum væri óheimilt að reka fólk úr þjónustu sökum samkyn- hneigðar. Úrskurðurinn kom í kjölfar fimm ára málaferla fjögurra fyrrver- andi hermanna gegn hernum. Dunc- an Lustig-Prean, John Beckett, Jea- nette Smith og Graeme Grady kærðu herinn eftir að hafa verið rek- in fyrir það að vera samkynhneigð og komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að brottrekstur- inn hefði verið ólöglegur og brotið á mannréttindum þeirra og að hér eftir beri hernum að umlíða samkyn- hneigt fólk í þjónustu sinni. Nú á ein- ungis eftir að koma í Ijós hvort her hennar hátignar ætlar sér að hlíta úr- skurði Mannréttindadómstólsins og leyfa samkynhneigðum að þjóna föðurlandi sínu í friði eða hvort halda eigi óbreyttri stefnu og eyða þar með 12 milljónum sterl- ingspunda af árlegum fjárlögum hersins í skaðabætur til þeirra tæp- lega 300 einstaklinga sem eru reknir árlega sökum samkynhneigðar. Lesbíum og hommum sem eru í sambúð við útlendinga frá ríkjum utan Evrópusambandsins létti tals- vert fyrr á þessu ári þegar útlend- ingaeftirlitið samþykkti að sambúð útlendinga við Breta af sama kyni réttlætti landvistarleyfi. Gilda þá sömu reglur og ef um sambúð karls og konu væri að ræða. Þurfti ekki lagabreytingu til þess að ná fram þessum auknu mannréttindum held- ur var einungis um reglugerðar- breytingu að ræða. Lesbíur og hommar í Bretlandi binda því helst vonir sínar við áframhaldandi breyt- ingar á reglugerðum einstakra stofn- ana samkynhneigðum í hag. Þó eru ýmsir sem spá því að lagabreytingar verði léttari í vöfum núna þegar erfðaþingsætum í Lávarðadeildinni hefur verið fækkað. SAMTAKAFRÉTTIR 19

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.