Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 20
„SUÐURHAFSEYJA VID HEIMSKAUTSBAUG" eftir Veturliða Guðnason Greinin sem birtist hér á hægri síðu var prentuð í þýska tímaritinu Der Freund árið 1952 og gefur athygl- isverða mynd af því hvernig útlendum ferðamanni leist á lífið hér fyrir næstum hálfri öld. Vert er að minna á að þegar greinin er skrifuð eru aðeins liðin sjö árfrá lokum síðari heimsstyrjaldar og ógnarstjórn- ar nasista í Þýskalandi. Nasistar hertu enn lögin sem bönnuðu kynmök karla og beittu þeim óspart gegn andstæðingum sínum. Þessi lög, hinn frægi paragraf 175 í refsilögunum, giltu óbreytt allt til ársins 1969. Allt til þess tíma áttu karlmenn í Þýskalandi á hættu að lenda í fangelsi fyrir það eitt að sofa saman, barir sem „höfðu orð á sér" voru undir stöðugu eftirliti og var oft lokað fyrirvaralaust. Um félagasamtök var ekki að ræða. Tímaritið Der Freund var gefið út í Hamborg. Hvað eftir annað var lagt bann við útgáfu þess en útgefand- inn, Johannes Dörrast, gaf það alltaf út aftur undir nýju nafni. Greinin sem hér birtist heitir á þýsku „Homoeros in aller Welt: Island" og ef marka má titil- inn virðist hún hafa verið þáttur í ritröð um líf í útlönd- um. Hún er komin hingað til lands frá Schwules Museum í Berlín fyrir tilstilli Wolfgangs Muller. Um höfundinn er ekkert vitað nema nafnið eitt, en Ijóst má vera að H. Dehn þessi hefur kynnst góðu fólki og átt góða daga hér á landi. Geta mætti þess til að hann hafi þekkt einhvern landa sinn hér og sá hafi fremur fegrað ástandið á íslandi held- ur en hitt. Eins má lesa milli línanna að höf- undur hafi alist upp við kynþáttafræði þáver- andi valdhafa í Þýska- landi; hann talar til að mynda ávallt um „þjóðina" en ekki búa landsins eða þvíumlíkt. Þá er heldur ekki ósennilegt að hann hafi gegnt herþjónustu á stríðsárunum eins og allir vopnfærir landar hans. Allur stíllinn á greininni er samanrek- inn og formlegur eins og í opinberri skýrslu og þegar hann talar um bræðralagsandann undir lokin notar hann orðið „Kameradschaft" sem er hreint her- mannamál. Þar á hann auðvitað við að homm- ar á íslandi haldi sam- an. Var ísland homma- paradís fyrir hálfri öld? Eldorado var einn elsti og þekktasti samkomustaður homma í Berlín fyrir valdatöku Hitlers og hver veit nema greinarhöfundur hafi átt þar sín ævintýri tveimur áratugum áöur en hann lagði upp í ferðina til íslands. Þegar þessi mynd var tekin voru hommarnir ýmist horfnir inn í skápinn, flúnir úr landi eða hnepptir í þrælahald í vinnubúðum nasista. 20 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.