Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 14

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 14
14 Fagvæðing Samtakanna ’78 er samofin sögu þeirra allt frá upphafi, þótt breytingarnar hafi verið mishraðar eftir tíðaranda og áherslum hjá forystu félagsins hverju sinni. Greina má fyrsta vísinn að henni í metnaðarfullum stefnuskrám upphafsáranna en í kjölfar alnæmisáranna hafa skipulagsbreytingar einatt miðað í þá átt að færa viðkvæm, erfið verkefni yfir til fagfólks og umbuna fyrir slík störf eftir megni. í ljósi þess er athyglisvert að hve miklu leyti grunnstoðir starfseminnar eru upprunalegar. Ráðgjöf, fræðsla og félagsheimili hefur verið á sínum stað síðan snemma á níunda áratugnum, ungliðastarfið bættist við undir lok þess áratugar og öll þessi starfsemi nema ráðgjöfin fer enn að allnokkru leyti fram í sjálfboðavinnu. Sambúð fjársveltis og fagvæðingar hafði þær afleiðingar að flestir þeir fagaðilar sem störfuðu fyrir Samtökin voru sjálfir tengdir félaginu. í grein um rekstur félagsins úr ritinu Stjórnun og rekstur félagasamtaka frá árinu 2008 ritar þáverandi framkvæmdastjóri, Hrafnkell T. Stefánsson: „Löng hefð er fyrir því að leita til velviljaðra einstaklinga með sérfræðiþekkingu á tilteknum sviðum sem oft og tíðum gefa vinnu sína. Oft er þetta fólk félagar eða persónulega tengt félagsfólki og vill þannig sýna stuðning sinn í verki.“ Kosturinn við þetta var að þessir einstaklingar þekktu iðulega vel til félagsins og báru hag þess fyrir brjósti. I dag rekur fólk sem þekkir starfsemi félagsins einungis úr fjarlægð einatt upp stór augu þegar það heyrir að hjá Samtökunum séu ekki nema þrír til fjórir fastráðnir starfsmenn. Lengst af hefðu Samtökin þó ekki getað látið sig dreyma um slíkt starfsmannahald. Fyrsti framkvæmdastjórinn var ráðinn í 50% starf árið 1994 til að sinna almennum skrifstofustörfum og fræðslufulltrúi í sama starfshlutfall árið 2001. Haustið 2007, fyrir hrun, voru bæði stöðugildin komin upp í 100% en rekstrarstyrkir félagsins drógust snarplega saman innan tíðar og fór samanlagt starfsmannahald ekki aftur upp fyrir eitt stöðugildi fyrr en haustið 2016. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri félagsins síðan 2017, metur að tæpur helmingur af starfsemi félagsins fari nú fram í sjálfboðavinnu. „Þegar ég hóf störf hjá félaginu unnu sjálfboðaliðar að meðaltali um 100 tíma á viku, eða sem samsvarar 2,5 stöðugildum. Einhver hluti þeirra verkefna hefur flust yfir á launað starfsfólk síðan, svo í dag er þetta nær hálfu öðru stöðugildi í sjálfboðavinnu á móti þremur stöðugildum launaðs starfsfólks." Sjálfboðastörfin hafa líka verið „fagvædd“ á sinn hátt - jafningjafræðarar og umsjónaraðilar í félagsmiðstöð ungliða hljóta t.d. formlega þjálfun fyrir verkefni sín.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.