Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Page 17
ÓSÝIMILEG ÆVISTÖRF
17
Sigþór Sigþórsson. maðurinn ó bak v/ið tjöldin
tíunda áratugnum, þegar verkefnin urðu sérhæfðari, fag-
væðingin hófst og hlutverk félagsmanns og sjálfboðaliða
tóku að vaxa í sundur. Þegar ekki var lengur sjálfsagt að
allir félagar ynnu sjálfboðastörf skapaðist þörf til að víður-
kenna sérstaklega framlag þeirra sem lögðu þau á sig.
Hvort hægt er að gera það kerfisbundið og af sanngirni,
án þess þó að það rýri hlutverk hugsjónarinnar, er svo
önnur saga.
Að fó að tilhevra:
IMýjar raddir og sjálfsmyndir
í sögu sjálfboðaliða Samtakanna ’78 er þó líka
nauðsynlegt að skoða ósýnileika þeirra sem bjuggu
eða búa við skert tækifæri til að taka þátt í störfum
félagsins. Húsnæði þess var að mestu óaðgengilegt fólki í
hjólastól þar til 2015 og enn er ýmsum atriðum er varða
aðgengi fatlaðs fólks að Samtökunum ábótavant. Fólk af
erlendum uppruna hefur einnig haft takmörkuð tækifæri
til þátttöku í starfinu, sérstaklega þau sem ekki hafa náð
fullum tökum á íslensku.
Eins og svo oft áður hafa sjálfboðaliðar átt frumkvæðið
að mikilvægum úrbótum. Andrés Peláez, hommi frá
Gvatemala sem á íslenskan eiginmann, átti stóran
þátt í því að árið 2016 fór félagið að bjóða upp á
sérstök alþjóðakvöld fyrir fólk af erlendum uppruna.
„Mig langaði að skapa vettvang fyrir erlenda íbúa
á höfuðborgarsvæðinu til að koma saman og deila
reynslu sinni af því að búa á Islandi. I mínum huga var
þessum kvöldum ætlað að sporna við einmanaleika
og einangrun, vandamálum sem hafa mikil áhrif
á hinsegin samfélagið,“ segir Andrés um tilurð
kvöldanna. Að ýmsu leyti kallast þessi lýsing á við
lýsingar á upphafsárum Samtakanna, þar sem ríkasta
þörfin var fyrir félagslegt athvarf og sjálfsstyrkingu.
En hinsegin fólk af erlendum uppruna á Islandi er þó
og verður miklu sundurleitari hópur heldur en fyrstu
kynslóðir félaga í Samtökunum ’78.
Lengst af voru Samtökin ’78 félag lesbía og homma.
Fólk úr öðrum hinsegin sjálfsmyndarhópum hafði
því litla ástæðu til að leita til félagsins og gat fengið
slæmar viðtökur ef það hafði samband. Stormasamt
samband félagsins við tvíkynhneigða hafði lengi mikil
áhrif á tækifæri þeirra og löngun til þátttöku í starfinu.
Og jafnvel þegar félagið var byrjað að þreifa fyrir
sér með að verða „LGBT-félag“ eins og algengt var
orðið í nágrannalöndum örlaði á íhaldssemi gagnvart
erindum úr nýjum áttum. Til dæmis hafði núverandi
formaður Intersex íslands, Kitty Anderson, samband
við skrifstofu félagsins um miðjan fyrsta áratug 21.
aldarinnar og fékk þau svör að intersex væri allsendis
ótengt málefnum samkynhneigðra og ætti ekki heima