Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 39

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Blaðsíða 39
ER ÖLL UMRÆÐA GÓÐ UMRÆÐA? 39 Nýverið fór af stað nokkur umræða um „pink- washing" eða bleikþvott. Eftir því sem hinsegin viðburðir og sýnileiki í almannarými hefur orðið samþykktari af meirihlutasamfélaginu víða um hinn vestræna heim hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir séð hag sinn í þvx að tengja sig við hinsegin málefni, til dæmis með auglýsingum í regnbogalitum eða viðveru í pride-göngum. Bent hefur verið á að þessi stuðningur orki á tíðum tvímælis þar sem stundum virðist takmarkaður vilji vera hjá þessum fyrirtækjum og stofnunum til að styðja raunverulega við hinsegin málefni. Þátttaka og sýnileiki í hinsegin rýmum sé því eingöngu til þess fallinn að kaupa þessum fyrirtækjum og stofnunum jákvæða ímynd. Þessi umræða, sem hefur farið fram á flestum Vesturlöndum, hefur einnig skotið upp kollinum hér á landi og þá sérstaklega í tengslum við þátttöku bandaríska sendiráðsins í Gleðigöngu Hinsegin daga. Margir telja að það gæti ákveðins tvískinnungs í þátttöku fyrirtækja og stofnana í hinsegintengdum viðburðum þar sem mörg þeirra hiki ekki við að skarta regnbogafánanum við valin tækifæri og í auglýsingaherferðum en styrki síðan ekkert hinsegin starf, hafi enga sérstaka jafnréttisstefnu eða vinni jafnvel leynt og ljóst gegn mannréttindum hinsegin fólks. En huað er bleikþuottur? Huað í merkir þetta hugtak í raun og ueru og huaðan kemur það? Bleikþvottur lýsir því hvernig þjóðríki og fyrirtæki nota málstað og málefni hinsegin fólks til jákvæðrar ímyndar- sköpunar. Hugtakið var fyrst notað um það hvernig ísrael auglýsti sig sem hinsegin ferðamannaparadís og breiddi þannig yfir mannréttindabrot sín gagnvart Palestínufólki. Samhliða var dregin upp mynd af Palestínu og múslimum sem hinseginhöturum og barátta og félagastarf palestínskra hinsegin aktívista gert að engu. Umræðan er þó alls ekki bundin við ísrael og Palestínu og hugtakið má auðveldlega yfirfæra á önnur ríki eftir því sem við á. Bandaríkin eru þar gjarnan tekin sem dæmi, enda stunda þau stórfelld mannréttindabrot en hafa gjarnan reynt að skapa sér jákvæða ímynd út á við með því að draga athygli að framförum hinsegin réttinda eða með opinberum styrkjum til hinsegin starfsemi erlendis. Ýmis stórfyrirtæki hafa einnig skartað regnboganum eða hinsegin vísunum í auglýsingaherferðum og bleikþvottur er því ekki bundinn við pólitíska ímyndarsköpun. Þegar framleiðsluferli þessara sömu fyrirtækja er fjandsamlegt fólki eða umhverfisspillandi, vinnustaðirnir ekki hinseginvænir eða fyrirtækin styrkja ekki málefni hinsegin fólks fjárhagslega hafa slíkar auglýsingaaðferðir verið taldar til bleikþvottar. Það eru þó ekki allir sammála um að bleikþvottur sé alltaf af hinu slæma. Sumir hafa vakið athygli á því að fyrirtæki sem auglýsi sig og noti til þess regnbogafána eða hinsegin vísanir séu með því að taka afstöðu með hinsegin fólki og baráttu. Fyrirtækin geri það vegna þess að þau sjái sér hag í því, sem sé jafnframt vísbending um stöðu málaflokksins og hinsegin fólk ætti að líta á þetta sem sigur. Aðrir hafa aftur á móti bent á að greinarmun verði að gera á annars vegar litlum fyrirtækjum sem setji til dæmis regnbogafána í glugga til þess að lýsa yfir samstöðu og stórfyrirtækjum hins vegar sem stór- græði á þessari jákvæðu ímyndarsköpun en láti ekkert renna til hinsegin málefna. Þau fylgi síðan afstöðunni ekki endilega eftir með því að tryggja stöðu hinsegin starfsfólks innan fyrirtækisins svo dæmi sé tekið. í tengslum við Hinsegin daga 2018 bar nokkuð á því að íslensk fyrirtæki birtu auglýsingar með hinsegin vísunum eða stuðning við hinsegin málefni, í það minnsta í orði. Einhver létu auglýsingarnar angra sig og efuðust um heilindin þar að baki. Þegar fyrirtækin voru spurð út í beinan stuðning sinn til hinsegin mála í samhengi við þessar auglýsingar komu alls kyns svör. Sum fyrirtækjanna voru að gera sitt, önnur höfðu ekki áttað sig á því að þetta gæti þótt á gráu svæði en tóku ábendingum og fylgdu stuðningsyfirlýsingum eftir með beinum aðgerðum eða fjárstuðningi. Einhver dæmi voru þó um fyrirtæki sem virtust engan áhuga hafa á öðru en að selja vörur út á regnbogafána. Upp úr þessum umræðum, sem flestar fóru fram á Facebook, fór umræðu um bleikþvott að vaxa fiskur um hrygg í hinsegin samfélaginu á Islandi. Sem dæmi um íslenska vöru með hinsegin markaðssetningu má nefna bjórinn Ástrík frá brugghúsinu Borg sem hefur verið í sölu frá því um 2013. Regnbogafáninn er utan á bjórnum auk þess sem nafnið er skrifað öfugt og á hvolfi. Það eru því greinilegar hinsegin vísanir á umbúðum bjórsins sem er árstíðabundinn og aðeins í sölu í kringum Hinsegin daga ár hvert. Hvergi í markaðsefni bjórsins hefur þó verið hægt að sjá tengsl eða stuðning við hinsegin málefni síðan hann kom á markað. Ölgerðin, sem á Borg, hefur þó verið einn helsti styrktaraðili Hinsegin daga frá árinu 2017. Hinsegin dagar hafa frá upphafi tekið þá afstöðu að leyfa ekki auglýsingar í Gleðigöngunni og lítið sem ekkert er um fyrirtækjavagna, þótt sendiráð, stjórnmálahreyfingar og stofnanir hafi fengið að taka þátt. Víða í vestrænum borgum eru hins vegar pride-göngur meira og minna fullar af auglýsinga- og fyrirtækjavögnum með þeim afleiðingum að hagsmunahópar og hinsegin fólkið sjálft hálfpartinn týnist í hafinu. Leðurklœtt sœlgœti eða Euróuisionbúningur? í maí 2019 keppti hljómsveitin Hatari fyrir hönd íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin var haldin í ísrael, sem var gagnrýnt harðlega í ljósi fyrrnefndra mannréttindabrota ísraels gagnvart Palestínufólki. Þrýst var á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina þetta árið, enda hefur Palestínufólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.