Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 40

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 40
40 sjálft talað fyrir því að besti stuðningurinn felist í sniðgöngu á ísrael, vörum og þjónustu en ekki síður menningarviðburðum. Það fór þó svo að RÚV ákvað að senda lag í keppnina og haldin var hér forkeppni eins og vanalega. Svo virðist sem mörgum hafi þótt Hatari skásti kosturinn úr því ísland tæki þátt á annað borð. Enda gaf hljómsveitin sjálf það út að með þátttöku sinni vildi hún gagnrýna stefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu. Alls óháð því hvað fólki finnst um þátttöku, mótmæli eða sniðgöngu skapaðist önnur umræða um Hatara, atriði þeirra og skírskotun í BDSM-menningu. Spurningar vöknuðu um hvort atriðið og búningarnir væru menningarleg aðlögun, hvort Hatari væri að eigna sér menningu BDSM-fólks og hve óviðeigandi það væri þegar jaðarmenning er notuð sem „krydd“ í því sem einstaklingar utan hópsins gera. Þáverandi varaformaður félagsins BDSM á íslandi, Margrét Nilsdóttir, svaraði þessari gagnrýni á þá leið að þau væru sátt við fram- setningu Hatara. „Þeir fara vel með táknin okkar, fara alla leið með þetta (nota flottan, vandaðan, vel hannaðan búnað), eru ekki að skrumskæla eða hæðast að okkur, heldur vanda sig og sýna þessu ákveðna fagmannlega virðingu, sem er eitthvað sem maður sér sjaldan þegar verið er að „fá lánað“ eitt og annað úr menningu okkar.“ í samtali við Mbl.is sagði Margrét sigur Hatara ákveðinn sigur fyrir BDSM-samfélagið og að henni þætti viðhorf fólks til BDSM-menningar vera að breytast, fólk væri farið að þora að tjá sig um hvað því fyndist fallegt, líka þegar um væri að ræða vísanir í þessa menningu. I kjölfar sigurs Hatara í undankeppninni og í aðdraganda aðalkeppni Evróvision birtist hins vegar holskefla auglýsinga frá íslenskum fyrirtækjum með skýrar og áberandi BDSM-vísanir. Bónusgrísinn með múlgrímu, sælgætisumbúðir með leður- og gaddaólar, meira að segja strætó birtist í fullum skrúða. Foreldrar hlupu einnig til og græjuðu „Hatarabúning" handa börnunum sínum fyrir öskudaginn. Kannski birtust þarna einfaldlega breytt viðhorf, eins og Margrét sagði, og aukið samþykki á BDSM og vísunum til þess. Evróvision er þó verulega vinsæl keppni meðal Islendinga og algengt er að sjá Evróvisiontilboð og annað slíkt í kringum keppnina. Mörg komast ekki hjá því að spyrja sig hvort fyrirtækin hefðu séð sér hag í slíkum BDSM-vísunum ef tengslin við Evróvision hefðu ekki verið til staðar. Er þá um raunverulega breytt viðhorf og aukið samþykki að ræða eða sjáum við þarna annað afbrigði bleikþvottar, einhvers konar „kink-washing“? Athvglisuiðskipti eða „sannfœring:i fyrirtœkja I þessu samhengi er áhugavert að rifja upp pistil Halldórs Armands Ásgeirssonar, „Hinsegin athyglisviðskipti", sem birtist á vef RÚV þann 11. september 2019 en tilefni hans, í það minnsta að nokkrum hluta, var opinber heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Islands nokkrum dögum áður. í pistlinum var rætt um hvort fyrirtæki hefðu yfirhöfuð siðferði. Að mati Halldórs var svarið einfalt: „Nei, það hafa þau ekki. Það er hluti af skilgreiningu þeirra. Eina siðlega krafan sem gerð er til [fyrirtækja] er að þau starfi án siðgæðisvitundar að því markmiði að skapa hagnað fyrir eigendur sína.“ Halldór vísaði til lagalegrar umgjarðar fyrirtækja en sagði jafnframt að áherslur í ímyndarsköpun fyrirtækja síðustu ár hefðu færst frá lífsgleði til ídealisma. Bleikþvottinn sem í því felst kallaði hann hann „woke washing", sem er sama hugmynd og liggur að baki bleikþvotti en hefur breiðari skírskotun og einskorðar sig ekki við hinsegin málefni, þ.e.a.s þegar fyrirtæki tengja ímynd sína félagslegum réttindamálum og breiða um leið yfir það að markmið þeirra er aðeins að skapa hagnað fyrir eigendur sína. Um afstöðu Pence til hinsegín fólks þarf ekki að fjölyrða. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, skrifaði í pistli á Vísi þann 11. ágúst 2019 að Pence væri „annálaður andstæðingur og illgjörðamaður hinsegin fólks". Hún mótmælti komu hans til landsins og tíndi til dæmi því til stuðnings. I fyrrnefndum pistli segir Halldór Armand það hafa verið fróðlegt að fylgjast með „fjölmiðla- Útsendarar Coca-Cola mœttu óboðnir í Gleðigöngu Hinsegin daga árið 2013. Eftir að gangan uar lögð af stað renndu þeir sér inn í halann með göngugestum. Auglýsingar hafa alla tíð uerið bannaðar í Gleðigöngunni.

x

Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1494

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.