Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Síða 46
46
„Það hefur ekki einu sinni
uerið rœtt hvað er það sem
gerir sýningargrip að hinsegin
sýningargrip, hvers konar
gripir spegli hinsegin sögu
og svo framvegis.“
Ásta Kristín Benediktsdóttir
þetta?“ spyr Ásta Kristín út í bláinn. „Við mælum þetta
samkvæmt einhverjum vísindalegum stöðlum dagsins í
dag. Segir það endilega alla söguna um bæði líkama fólks
í gamla daga og líka hvernig fólk upplifði sig?“
Agnes bendir einnig á að kyngreining sé stundum
byggð á þeim gripum sem beinagrindurnar finnast nálægt
og að það geti varla talist örugg greiningarleið.
„Þá er maður strax kominn inn í þessa spurningu um
gender identity bara á fyrstu beinagrind, þessa sjálfsmynd
sem er náttúrulega heila málið,“ segir Lana.
„Það sem okkur langaði eiginlega að gera og er svo
mikilvægt á öllum sýningum er að hvetja gesti til að
taka ekki bara inn einhverjar staðreyndir heldur hugsa á
virkan hátt um það sem er verið að fjalla um og gera sér
grein fyrir því að það er ekki verið að segja einhvern einn
sannleika. Þannig að þetta er þjálfun í gagnrýnni hugsun,“
segir Ásta Kristín.
Lana heldur áfram: „Við erum alltaf í þessari binary
hugmynd: karl, kona. Það að opna það svolítið strax á
fyrstu beinagrind er gott. Það þjálfar fólk í því að hugsa
bara: „Já bíddu, hvað ætli þetta sé í raun og veru fyrir
framan mig?““
Markmið Regnbogaþráðarins er þannig öðrum þræði
hvatning til safngestsins að horfa gagnrýnum augum á
söguna, en ekki síður á það hvernig hún er sögð. Hann
er hvattur til þess að velta fyrir sér sínum eigin gildum
og skoðunum, hvað honum kann að finnast um einstaka
þætti sögunnar bæði siðferðislega og hugmyndafræðilega.
Ásta Kristín segir að þessar spurningar skipti sérstaklega
máli þegar kemur að hinsegin sögu, kvennasögu og sögu
hinna ýmsu jaðarhópa: „Hin ríkjandi saga hefur svo
lengi verið sögð með hvíta sís-gagnkynhneigða karlinn í
miðjunni og út frá því sem honum finnst merkilegt og svo
framvegis. Núna erum við kannski orðin meðvitaðri og
farin að hugsa meira um að það segir ekki alla söguna."
Regnbogafánar og glimmerskikkjur
Allar góðar hugmyndir eiga sér góða upprunasögu og
hefst saga Regnbogaþráðarins á félagsfundi Samtakanna
'78 árið 2016. „Ynda Eldborg lagði fram bókun á fundi um
að það vantaði hinsegin sýnileika á söfnum á Islandi, ekki
síst á Þjóðminjasafninu, og í kjölfarið slógumst við íris í
lið með henni. Á svipuðum tíma benti Ynda á það sama
í blaðagrein," segir Ásta Kristín. „Síðan svaraði Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður þessari gagnrýni í
viðtali og lýsti yfir vilja til að gera eitthvað í málunum. í
framhaldinu hófst samtal á milli starfsfólks safnsins og
okkar, fyrir hönd Samtakanna '78, um hvað væri hægt
að gera til að bæta úr þessum ósýnileika og hvernig
ætti að gera það. Vinnuhópur var myndaður og boltinn
fór að rúlla.“ Þessi ábending var mikilvæg því þótt lítil
sýning hafi verið sett upp á Þjóðminjasafninu í samstarfi
við Samtökin '78 árið 2013 hefur lítið farið fyrir sögu
hinsegin fólks þar.
„I upphafi vorum við að velta fyrir okkur hlutum
eins og hvort við ættum að setja upp sérstaka hinsegin
sýningu," heldur Ásta Kristín áfram. „Það kom í raun og
veru vel til greina af hálfu Þjóðminjasafnsins að skoða
það. Það hefði í sjálfu sér verið hægt að gera það en við
áttuðum okkur á því að það kostaði rosalega mikla vinnu,
því sýningar byggja að miklu leyti á hlutum. Það hefur
enn ekki farið fram nein söfnun á hinsegin hlutum. Það
hefur ekki einu sinni verið rætt hvað er það sem gerir
sýningargrip að hinsegin sýningargrip, hvers konar gripir
spegli hinsegin sögu og svo framvegis."
Lausnina varð því að vinna með öðrum hætti. „Svo
fengum við þessa hugmynd að það væri einfaldara að
útbúa leiðarvísi í gegnum þá sýningu sem fyrir er og það
myndi þá í raun bara kosta texta- og hugmyndavinnu en
ekki söfnun gripa,“ segir Ásta Kristín. „Það er meira verið
að opna ný sjónarhorn á það sem er á þessari sýningu,
sem hefur staðið þarna óbreytt rosalega lengi. Opna
glugga en ekki bæta við gripum nema reyndar þessum