Samtökin '78 - 40 ára afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2020, Side 55
GALLERI 78
55
MELLI/
MELKORKA
ÞORKELS-
DÓTTIR
Tranzanite
2018
akrýl, epoxý, glimmer-
duft, glimmerflögur,
sílikon og plexígler á
viðarplötu
Málverk mín eru úr hólógrafískum, glansandi og glitrandi efnivið. Tranzanite er
útfærsla á transfánanum. Titill listaverksins byggir á samruna orðanna tanzanite, sem
er fágætur kristall, og trans. I listsköpun minni birtist yfirgengíleg litagleði, sem tengir
hið sjónræna við inntak verksins, sem er sýnileiki trans samfélagsins og transfánans.
Sýnileiki trans samfélagsins er mikilvægur þáttur í baráttunni við sís-sexisma, misrétti,
ofbeldi, fáfræði og transfóbíu. Með sjáanleika trans samfélagsins er hægt að stuðla að
auknum skilningi meðal fólks.
Til heiðurs trans samfélaginu tek ég sýnileika þess bókstaflega og ýki á minn glitrandi
hátt. Náttúrulegir litatónar tanzanite steinsins flökta frá bláum yfir í ljósfjólubláan, sem
er keimlíkt litum transfánans.