Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Íslensku húðvörurnar bioeffect.is HEILBRIGÐISMÁL „Það kom okkur í opna skjöldu að það skyldi vera lokað aftur hjá okkur. Okkur hefur ekki verið sýnt fram á það að okkar starfsemi auki álag á spítalann,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Orkuhússins. Samkvæmt fyrirmælum land- læknis hefur öllum valkvæðum skurðaðgerðum sem þarfnast svæf- ingar verið frestað til 15. nóvember, í tæpar þrjár vikur. „Þetta er gert í ljósi þess að slíkar aðgerðir geta kallað á komur á bráðamóttöku og/ eða sjúkrahússinnlögn, sem getur valdið enn frekara álagi á sjúkrahús en nú þegar er,“ segir í fyrirmælum landlæknis. Til stendur að herða sóttvarnaaðgerðir. Dagný segir ástandið ekki gott fyrir sjúklinga. „Það eru veikari sjúklingar á biðlista núna en í fyrri bylgjunni. Við höfum verið að vinna niður biðlistana frá því í fyrstu lokuninni. Þetta er ekki gott ástand fyrir okkar sjúklinga.“ Fjórar skurðstofur eru í Orkuhús- inu í Urðarhvarfi, þar eru daglega gerðar á bilinu sjö til ellefu aðgerðir á hverri stofu. „Við erum búin að hafa samband við sjúklinga á fullu og fólk er mjög ósátt. Stór hluti er fólk sem er mjög kvalið og er búið að bíða lengi eftir aðgerð,“ segir hún. Í sumum tilfellum geti fólk ekki stundað atvinnu sína nema það komist í aðgerð. „Ekkert bendir til þess að okkar starfsemi valdi álagi, heldur þver- öfugt erum við að létta álagi af spítalanum,“ segir Dagný. „Hér starfa læknar sem eru sérmenntaðir í því hvernig varast má sýkingar, sama á við um hjúkrunarfræðingana og sjúkraliðana, ef það er ekki fólk sem á að kunna að valda ekki sýkingum og öðru, hverjir þá? Ég tel mjög skrít- ið að það sé lokað á þá.“ – ab / sjá síðu 6 Bíður kvalið eftir aðgerðum Landlæknir hefur frestað valkvæðum aðgerðum með svæfingu. Framkvæmdastjóri segir að ekki hafi verið sýnt fram á að skurðaðgerðir auki álag á Landspítalann. Á meðan bíði sjúklingar sárkvaldir. Ekkert bendir til þess að okkar starfsemi valdi álagi, heldur þveröfugt erum við að létta álagi af spítalanum. Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Orkuhúss- ins Íslenska fánanum var f laggað á Selfossi í tilefni af reisugildi – því að þaksperrur hússins eru komnar upp. Húsið í forgrunni er endurgerð hins upprunalega verksmiðjuhúss Mjólkurbús Flóamanna, sem Guðjón Samúelsson teiknaði og stóð á Selfossi 1929-1954. Það verður sannkallað matarmenningarhús með sýningum og veitingastöðum. Í baksýn eru f leiri hús í nýja miðbænum sem öll eiga sér sögulegar fyrirmyndir en af þrettán húsum í fyrsta áfanga verksins eru nú níu risin. Starfsemi hefst í miðbænum í byrjun næsta sumars. MYND/ÁRNI LEÓSSON COVID -19 Síðustu mánuði hefur aðsókn aukist mikið í meðferð fyrir gerendur heimilisof beldis. Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur rekur verkefnið Heimilisfrið þar sem fólki sem beitir heimilisof beldi er veitt meðferð. Hann telur að ástæð- una fyrir aukningunni megi rekja til kórónaveirufaraldursins sem og aukinnar umræðu um ofbeldi í sam- félaginu. Andrés segist finna fyrir að vanda- málin séu djúpstæðari. Flestir þeirra sem leita til Heimilisfriðar eru ein- staklingar sem hafa beitt maka sinn ofbeldi, um 75 prósent skjólstæðinga eru karlar og 25 prósent konur. Öll kyn segir Andrés velkomin og að til séu úrræði fyrir alla sem vilji hætta að beita hvers konar ofbeldi. – bdj / sjá síðu 4 Gerendur vilja fara í meðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.