Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 2
MENNTUN Hljóðbókasafn Íslands þjónar samkvæmt lögum ein- göngu þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur og þeir innflytjendur sem vilja nýta sér safnið þurfa því að skila inn umsóknareyðublaði ásamt undirrituðu vottorði, um að greining liggi fyrir, frá fagaðila, þar sem kemur skýrt fram ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur. Fréttablaðið fjallaði í gær um metaðsókn í íslenskunám í haust, en þeir sem eru ekki með greiningu geta ekki nýtt sér bókasafnið, þó mörgum finnst betra að hlusta á íslensku en að lesa hana. „Ekki er litið á erfiðleika með tungumál sem prentleturshömlun og því falla þeir sem eru að læra íslensku ekki undir lögin,“ segir Marín Guðrún Hrafnsdóttir, for- stöðu maðu r H ljóðbók a s a f n s Íslands. Hún segir ástæðuna fyrir því að vottorða sé krafist þá að þetta sé sérstætt bókasafn og ætlað að gera bækur aðgengilegar fyrir þá sem ekki geta nýtt sér önnur almenn- ingsbókasöfn. Safnið hét áður Blindrabókasafn Íslands. „Það er rétt að bókasöfn gegna þeirri meginskyldu og lýðræðis- hlutverki að greiða aðgang að upp- lýsingum og til þess að blindir, sjón- skertir og lesblindir geti haft slíkan aðgang að bókum og upplýsingum var Blindrabókasafnið sett á lagg- irnar. Síðan var nafni stofnunarinn- ar breytt í Hljóðbókasafn Íslands,“ segir hún. Fram kom í kvöldfréttum Ríkis- útvarpsins nýverið að nærri fjögur þúsund Pólverjar væru á atvinnu- leysisskrá á Íslandi. Var þá rætt við pólska konu sem segist stöðugt Ekki er litið á erfiðleika með tungumál sem prentleturs­ hömlun og því falla þeir sem eru að læra íslensku ekki undir lögin. Marín Guðrún Hrafnsdóttir, forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands Veður Austan 15-23 og rigning með köflum í dag, talsverð um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snýst í suðaustan 8-15 seinnipart- inn, fyrst sunnanlands. Hiti 2 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 26 Jólaljósin brátt tendruð Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óðaönn að hengja upp jólaskreytingar á Laugavegi þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í gær. Óhætt er að fullyrða að birtan frá jólaljósunum verði kærkomin nú þegar skammdegið sækir á og óvissa vegna COVID-19 eykst. FRÉTTABLAÐIÐ /SIGTRYGGUR ARI Þurfa greiningu til að leigja sér hljóðbækur Innflytjendur í íslenskunámi sem kjósa að hlusta á íslenskar bækur í staðinn fyrir að lesa texta geta ekki nýtt sér Hljóðbókasafnið. Þörf er á greiningu frá fagaðila um ástæða þess að umsækjandi geti ekki nýtt sér prentað letur. Metaðsókn hefur verið í íslenskukennslu fyrir innflytjendur hjá Retor fræðslu. Nemendur geta ekki nýtt sér Hljóðbókasafnið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAG Svefnbyltingin – þver- faglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs millj- arðs króna (15 milljóna evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambands- ins, fyrir rannsóknir og nýsköpun. Um helmingur styrksins verður nýttur til rannsókna hér á landi, sem felast meðal annars í því að byggja upp öruggan gagnagrunn með niðurstöðum úr svefnmæl- ingum á 30 þúsund einstaklingum sem safnað verður hér á landi og víðs vegar um Evrópu. Erna segir í samtali við Frétta- blaðið styrkinn gífurlegt tækifæri og mikinn heiður fyrir sig sem vísindamann. „Styrkur af þessari stærðargráðu gerir okkur kleift að gera raunverulega umbyltingu á framkvæmd svefnrannsókna og meðferð kæfisvefns í heiminum – í takt við fjórðu iðnbyltinguna og alla þá tækniþróun sem hefur orðið á síðustu árum.“ Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir styrkinn staðfestingu á sterkri stöðu HR og að mikið afrek felist í því að styrkurinn hafi hlotist í fyrsta sinn sem sótt var um hann, samkeppnin um slíka styrki sé bæði hörð og mikil. „Við erum afskaplega stolt af þessum árangri.“ – bdj Erna hlaut 2,5 milljarða styrk Erna Sif Arnardóttir, lektor við HR. Úr bókasafnslögum n Bókasöfn eru þjónustu- stofnanir sem starfa í þágu almennings og eigenda sinna og eru ekki rekin í hagnaðar- skyni. Sameiginlegt markmið bókasafna, sem undir lög þessi falla, er að veita aðgang að fjölbreyttu safnefni og upp- lýsingum á mismunandi formi. Þau skulu efla menningar- og vísindastarfsemi, menntun, símenntun, atvinnulíf, íslenska tungu, ánægjulestur og upp- lýsingalæsi. n Hlutverk Hljóðbókasafns Ís- lands er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjón- ustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal náms- gögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda. sækja um vinnu en það gangi erfið- lega að sækja um þar sem hún tali ekki reiprennandi íslensku. En hún má ekki hlusta á Njálu, hún verður að lesa hana – nema hún sé með greiningu. benediktboas@frettabladid.is METAN Malbikstöðin og Fagverk hafa undirritað viljayfirlýsingu við Sorpu um kaup og sölu á allt að milljón normalrúmmetrum af hreinsuðu metangasi á ári. Það sam- svarar tæplega helmingi af afkasta- getu Gaju, gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu. Með yfirlýsingunni lýsa Malbik- stöðin, Fagverk og Sorpa yfir ætlun sinni til að starfa saman að því að á komist bindandi samningur þeirra á milli um viðskipti með metan um mitt næsta ár. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að töluverð eftirspurn sé eftir metan- gasi frá Gaju. „Við erum stolt af því og það er okkur heiður að styðja við framleiðslu á því sem gæti orðið grænasta malbik í heimi.“ – bþ Viljayfirlýsing um metansölu Það samsvarar tæplega helmingi af afkastagetu gas­ og jarðgerðarstöðvar. 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.