Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 4
TAKMARKAÐ MAGN
BÍLA Í BOÐI
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP ® CHEROKEE
Helsti staðalbúnaður Jeep® Cherokee Longitude Luxury:
• 2.2 lítra 195 hestafla díselvél, 9 gíra sjálfskipting
• Jeep Active Drive I Select Terrain
með 4 drifstillingum,
• Rafdrifin snertilaus opnun á afturhlera
• Leðurinnrétting
• 8,4” upplýsinga- og snertiskjár
• Íslenskt leiðsögukerfi
• Bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð
• Hágæða Alpine hljómflutningskerfi með
bassaboxi
• Apple & Android Car Play
• Bluetooth til að streyma tónlist og síma
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
FRÁBÆRT VERÐ: 7.990.000 KR.
ÖFLUG DÍSELVÉL - 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING
SPARNEYTINN - HLAÐINN LÚXUSBÚNAÐI
COVID-19 „Það hefur verið mikil
aukning í heimilisof beldisviðtölum
síðustu mánuði, nánast hundrað
prósenta aukning,“ segir Andrés
Proppé Ragnarsson sálfræðingur.
Hann rekur verkefnið Heimilisfrið
þar sem fólki sem beitir heimil-
isof beldi er veitt meðferð. Á fyrstu
þremur mánuðum ársins voru veitt
að jafnaði 62 viðtöl á mánuði hjá
Heimilisfriði, en síðustu þrjá mán-
uði hafa þau verið vel yfir hundrað
á mánuði.
Hann segir aukninguna að hluta
mega rekja til kórónaveirufarald-
ursins en að aðrir þættir spili inn
í. „Það hefur verið mikil umræða
um heimilisof beldi undanfarið,
ásamt því að við höfum verið sýni-
legri,“ segir Andrés. „Vonandi er
stærri hluti af menginu að skila sér
til okkar, maður vonar það,“ bætir
hann við.
„Við sem sinnum þessum málum
f innum fyrir auknum þunga í
þeim málum sem til okkar koma.
Vandamálin virðast þyngri og það
er meira um undirliggjandi vanda-
mál, til að mynda aukinn kvíða,“
segir Andrés.
Flestir þeirra sem leita til Heimil-
isfriðar eru einstaklingar sem hafa
beitt maka sinn of beldi, um 75 pró-
sent skjólstæðinga eru karlar og 25
prósent konur. Öll kyn segir Andrés
velkomin og að til séu úrræði fyrir
alla sem vilji hætta að beita hvers
konar of beldi.
Í aðgerðaáætlun of beldisvarna-
nefndar, sem kynnt var á fundi
nefndarinnar í síðustu viku, kemur
fram að unnið hafi verið að kort-
lagningu þeirrar meðferðar sem í
boði er fyrir gerendur, hana veiti
Heimilisfriður. Viðtölin séu niður-
greidd af félagsmálaráðuneytinu,
en hvert viðtal kostar einungis
3.000 krónur fyrir skjólstæðinginn.
Í áætluninni kemur einnig fram
að heildarúttekt hafi verið gerð á
starfsemi Heimilisfriðar á árunum
2013 og 2014 og að niðurstöður hafi
sýnt að meðferðin skilaði árangri,
„þó meiri í tengslum við líkamlegt
of beldi en andlegt of beldi“.
Aðspurður hvort slíkt hið sama
eigi við nú, segist Andrés vona að
breytingar hafi orðið á, umræðan
um alvarlegar af leiðingar andlegs
of beldis hafi hlotið meiri hljóm-
grunn síðustu ár. „Við höfum lagt
gríðarlega áherslu á það að ef la
meðferð fyrir þá sem beitt hafa
andlegu of beldi og ég vona að það
hafi skilað sér,“ segir hann.
„Menn eru líka að átta sig á
alvarleika andlegs of beldis fyrir
lýðheilsu fólks og það er alltaf
verið að rannsaka það betur og
betur, niðurstöðurnar sýna að
andlegt of beldi getur valdið alveg
jafn miklum skaða og líkamlegt
of beldi og í sumum tilfellum meira
langvarandi skaða,“ segir Andrés
og bætir við að börn sem alist upp
við andlegt of beldi verði alltaf fyrir
skaða, ekki síður en þau sem búi við
líkamlegt of beldi.
Þá segir Andrés að þrátt fyrir
aukna aðsókn í þjónustu til Heim-
ilisfriðar sé vel hægt að taka á
móti öllum þeim sem sækist eftir
þjónustunni. Vel sé hugað að öllum
sóttvörnum og að tveggja metra
reglunni sé fylgt.
birnadrofn@frettabladid.is
Aukin aðsókn í meðferð fyrir
gerendur heimilisofbeldis
Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur segir mikla aukningu í meðferð fyrir gerendur heimilis
ofbeldis. Ástæðan sé bæði kórónaveirufaraldurinn og aukin umræða um ofbeldi. Málin séu þyngri sem
og undirliggjandi vandamál. Úrræði séu til fyrir alla þá sem vilji hætta að beita hvers kyns ofbeldi.
Andrés segir þau börn sem alist upp við andlegt ofbeldi verði alltaf fyrir skaða ekki síður en þau sem búi við líkam-
legt ofbeldi. Andlega ofbeldið getur í sumum tilvikum valdið meira langvarandi skaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Menn eru líka að
átta sig á alvarleika
andlegs ofbeldis fyrir
lýðheilsu fólks.
Andrés Ragnars-
son sálfræðingur
VELFERÐARMÁL „Við finnum fyrir
mikilli aukningu í beiðnum sem til
okkar koma,“ segir Sigríður Rut Jóns-
dóttir, formaður Hróa hattar barna-
vinafélags. En líkt og Fréttablaðið
greindi frá síðastliðinn þriðjudag
hafa grunnskólar í Reykjanesbæ
sótt um styrk til Hróa hattar fyrir 14
nemendur vegna greiðslu skólamál-
tíða. Sigríður segir að bæði sé aukn-
ing í beiðnum vegna greiðslu
skólamáltíða og skólaferða-
laga.
„Við erum að fá beiðnir af
öllu landinu en sjáum samt
svæðaskiptingu í þessu.
Það virðist vera þannig
að sum sveitarfélög séu
betur til þess fallin að
klára þessi mál en önnur,“
segir Sigríður. „En við tökum
glöð við öllum þessum beiðnum
og erum ánægð með það að geta
hjálpað.“
Valgerður Björk Páls-
dóttir, formaður fræðslu-
sviðs Reykjanesbæjar, segir að þeim
sem ekki hafi staðið í skilum með
greiðslur vegna skólamáltíða hafi
ekki fjölgað, heldur sé fjöldinn svip-
aður og síðastliðin ár.
Fram hafi komið á fundi fræðslu-
ráðs í síðustu viku að loka hafi þurft
12 áskriftum en samkvæmt upp-
færðum upplýsingum frá Skólamat,
sem sér um skólamáltíðir í grunn-
skólum bæjarins, hafi þurft að til-
kynna foreldrum um lokun fimm
áskrifta það sem af er skólaári. Það
séu tölur sem svipi til síðustu ára.
Hún segir þó að ekki verði lokað
á nein börn með afgreiðslu á mat.
„Reykjanesbær hefur greitt fyrir
áskriftirnar út október, svo hafa
skólarnir sótt um styrk til Hróa
hattar.“ – bdj
Ekki verður lokað á nein börn með afgreiðslu á skólamat
ATVINNULÍF Ísland hefur hlutfalls-
lega næstf lesta íþróttaþjálfara og
annað starfsfólk sem vinnur að
íþróttum og hreyfingu í Evrópu.
Kemur þetta fram í nýjum gögnum
Tölfræðistofnunar Evrópusam-
bandsins. Á Íslandi er hlutfallið
meira en 450 á hverja 100 þúsund
vinnufæra íbúa, en meðaltal álf-
unnar er 210. Aðeins Svíar hafa fleiri
þjálfara, en þar er hlutfallið rúmlega
580 á hverja 100 þúsund.
Meðal þeirra ríkja þar sem hlut-
fallið er lægst má nefna Pólland
og Rúmeníu, en Belgar verma
botn sætið með aðeins 80 þjálfara
á hverja 100 þúsund. Í tölunum
kemur einnig fram að þjálfurum og
öðru íþróttamiðuðu starfsfólki hafi
fækkað um 6 prósent síðan COVID-
19 faraldurinn hófst. Mest fækkun
er hjá konum á aldrinum 15 til 34
ára, alls 18 prósent.
Mikill fjöldi þjálfara, og sérstak-
lega menntaðra þjálfara, hefur verið
nefndur sem einn af lykilþáttunum í
Íslenska forvarnamódelinu. En með
aukinni áherslu á faglegt íþrótta-
starf hefur áhættuhegðun unglinga,
svo sem drykkja og fíkniefnaneysla,
verið á miklu undanhaldi síðustu
áratugi. – khg
Fleiri starfa við
íþróttir á Íslandi
Aðeins í Svíþjóð starfa fleiri við
íþróttir og hreyfingu en á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Í Evrópu hefur þjálf-
urum og íþróttastarfsfólki
fækkað um 6 prósent í
faraldrinum.
Valgerður Björk Pálsdóttir,
formaður fræðslusviðs
Reykjanesbæjar
2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð