Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.10.2020, Qupperneq 6
UTANRÍKISMÁL Utanríkis-, þróunar- og varnarmálaráðherrar Norður- landanna funduðu í gær í tilefni af þingi Norðurlandaráðs. Var þar meðal annars rætt um varnarmál í víðum skilningi, loftslagsmál, þró- unarsamstarf og heimsfaraldurinn. Hvað varnarmálin varðar var mikið rætt um skýrslu sem Norræna ráðherranefndin fól Birni Bjarna- syni að vinna á síðasta ári og var skilað í sumar. Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra segir alla á fundinum hafa verið sammála um ágæti skýrslunnar enda liggi mikið samráð og 80 fundir víðs vegar um Norðurlönd að baki. Er hann von- góður um að skýrslan verði stefnu- mótandi plagg á komandi árum en Danir fá nú það hlutverk að greina tillögurnar og finna leiðir til að koma þeim í framkvæmd. Er þar meðal annars rætt um loftslagsmálin, netöryggi og stig- vaxandi spennu á norðurslóðum, vegna sóknar Rússa og Kínverja á svæðinu. Til að mynda hefur rúss- neskum kjarnorkukafbátum fjölgað í norðurhöfum. „Takmark Norður- landanna er að halda norðurslóðum áfram lágspennusvæði eins og þær hafa verið. Þessi staða er ekki til- komin af góðu og engin tilviljun að hér hafa verið stórar heræfingar Atlantshafsbandalagsins í samstarfi við Svía og Finna,“ segir Guðlaugur. Þá séu menn einnig vakandi yfir opnun siglingaleiðarinnar norðan við Rússland. Er það 40 prósent stytting siglingaleiðarinnar milli Evrópu og Asíu. „Þetta er gjör- breytt staða og við þurfum að vera vakandi því þó að tækifæri felist í opnuninni fylgja henni einnig ógnir.“ Aðspurður um mikilvægi nor- ræns varnarsamstarfs segir Guð- laugur það stigvaxandi. Hann segir það styrk að sum Norðurlöndin séu í Atlantshafsbandalaginu og önnur í Evrópusambandinu. „Þetta breikkar okkur og gerir okkur kleift að hafa áhrif víðar en ella. Í víðu samhengi hafa Norðurlöndin sömu hagsmuna að gæta í öryggis- og varnarmálum og mikill sam- hljómur um það,“ segir hann. Guðlaugur segir að samstarf utanríkisráðherra Norðurlandanna hafi aldrei verið meira en núna vegna heimsfaraldursins, þó að f lestir fundir fari fram rafrænt. „Samstarfið gekk einstaklega vel þegar kom að því að koma fólkinu okkar heim, þá unnu Norðurlöndin eins og einn maður,“ segir hann. „En það hafa vissulega komið upp hnökrar, sérstaklega þegar kom að lokun landanna í vor. Einnig þegar komið hefur að opnun á nýjan leik. Við tölum hreinskilnislega um það og lærum.“ Í gær var einnig rætt um Nor- ræna þróunarsjóðinn sem verður efldur um 350 milljónir evra, eða tæplega 60 milljarða króna. Hlutur Íslands er 1,5 prósent sem gera tæp- lega 900 milljónir króna. Sjóðurinn veitir bæði styrki og lán til loftslag- stengdra þróunarverkefna í fátæk- ustu ríkjum Afríku, Asíu og Róm- önsku-Ameríku. Guðlaugur telur að samstarfið í sjóðnum muni efla Norræna sam- vinnu og styrkja Norðurlöndin á alþjóðasviðinu. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki til að styðja við endurreisn þróunarlanda vegna faraldursins og stuðlar að því að heimsmarkmiðum í loftslagsmálum verði náð,“ segir hann og nefnir til dæmis jarðhitaverkefni sem Íslend- ingar hafa komið að í Austur-Afríku. Þetta styðji því einnig við íslenskt atvinnulíf og íslensk fyrirtæki sem starfa á vettvangi loftslags og þróun- armála. kristinnhaukur@frettabladid.is Þetta breikkar okkur og gerir okkur kleift að hafa áhrif víðar en ella. Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra Hlusta.is Hljóðbókasafnið þitt Alltaf við höndina "beatles" by jacilluch CC 2.0 HEILBRIGÐISMÁL Í fyrirmælum landlæknis sem staðfest voru af ráð- herra á mánudaginn, segir að brýn nauðsyn sé að forgangsraða í ljósi alvarlegrar stöðu Landspítalans. Neyðarstigi var lýst yfir um helgina og í gær lágu 58 sjúklingur á spítal- anum með COVID-19. Lokað var fyrir allar valkvæðar aðgerðir í fyrstu bylgju faraldursins. Í fyrirmælunum nú, sem gilda til 15. nóvember, eru heimilaðar aðgerðir með staðdeyfingu en ekki svæfingu. Tekið er fram að heimilt sé að gera bráðaaðgerðir sem geti ekki beðið í átta vikur. Valkvæðar aðgerðir geti kallað á komur á bráðamóttöku eða innlögn á spítalann sem auki álag. Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Orkuhússins, segir að ekki hafi verið sýnt fram á gögn um nauðsyn þess að loka á aðgerðirnar. „Það er ekki stuðst við nein gögn. Það eru engar tölur um það að starf- semi okkar valdi álagi á spítalana. Einu tölulegu gögnin sem við vitum um er rannsókn sem var gerð á árunum 2012 til 2015 á tíðni sýk- ingar í speglunum hjá okkur, hún var 0,2 prósent, sem er langt undir viðmiði og mjög góður árangur. Það er ekki þar með sagt að þessir fáu sjúklingar hafi þurft að leggjast inn á spítala,“ segir Dagný. „Breytingin frá því í fyrri lokun er að nú megum við gera aðgerðir með staðdeyfingu. Það er aðeins lítið brot, við náum stundum að hafa eina stofu opna. Þannig náum við að leysa vandamál hjá nokkrum. Það er talað um ífarandi aðgerðir, það er ekki skilgreint hvað það þýðir nákvæmlega og hafa menn mismunandi skilning á því,“ segir Dagný enn fremur. – ab Ekki verið stuðst við gögn um að aðgerðir auki álag á Landspítala Meðal aðgerða sem þurfa að bíða eru krossbanda- og axlaraðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tekið er fram að heimilt sé að gera bráðaaðgerðir sem geti ekki beðið í átta vikur. Takmarkið að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði Ráðherrar Norðurlandanna funduðu í gær í tilefni af þingi Norðurlandaráðs. Skýrsla sem Björn Bjarna- son vann fyrir Norrænu ráðherranefndina var rædd í þaula. Utanríkisráðherra segir alla á fundinum hafa verið sammála um ágæti skýrslunnar sem verður vonandi stefnumótandi plagg á næstu árum. Stigvaxandi spenna er á norðurslóðum vegna sóknar Rússa og Kínverja á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRAKKLAND Í nýjasta tölublaði franska skopmyndablaðsins Charl- ie Hebdo er mynd á forsíðunni af Recep Erdogan, forseta Tyrklands, á brókinni að drekka bjór og toga upp um konu svo sést í bakhluta hennar. Textinn segir að Erdogan sé fyndinn í einrúmi og svo í talblöðru: Ooo- uuh, spámaðurinn! Að drekka áfengi er eitt en að gera grín að Múhameð spámanni er annað. Tyrkir hafa brugðist ókvæða við og hefur teiknimyndin aukið mjög á spennu milli landanna, sem voru þó stirð fyrir. „Við fordæmum eindregið útgáfu er varðar forseta okkar í franska tímaritinu, sem ber enga virðingu fyrir trú okkar og gildum,“ skrifaði talsmaður Erdogans, Ibrahim Kalin, á Twitter. Samkvæmt Anadolu, ríkisútvarpi Tyrkja, ætlar embætti saksóknara að hefja rannsókn á stjórnendum Charlie Hebdo enda er það glæpur að móðga forsetann og varðar það allt að fjögurra ára fangelsi. Erdogan sjálfur sagðist ekki hafa séð útgáfuna en sagði að reiði sín beindist gegn blaðinu því þetta væri jú sama blað og hefur móðgað spámanninn áður eins og frægt er. „Ég hef ekkert að segja við þessi ill- menni sem vilja móðga minn ást- kæra spámann á þennan hátt,“ sagði Erdogan á tyrkneska þinginu. Fjöldi fólks safnaðist fyrir fram- an franska sendiráðið í Teheran, kveikti í franska fánanum og hróp- aði ókvæðisorð að Frökkum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, skrifaði bréf til annarra múslíma- ríkja og lýsti áhyggjum sínum af því háði sem Múhameð spámaður íslams verði fyrir í hinum vestræna heimi. Leiðtogar múslímaríkja sögðu margir hverjir að árásir á íslam á Vesturlöndum væru óþolandi á meðan ríkisstjórn Emmanuel Macr on Frakklandsforseti hét því að verja tjáningarfrelsið. – bb Tyrkir æfir út í Charlie Hebdo Forsíða Charlie Hebdo hefur vakið reiði múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.