Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 20
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Pssst... Einfalt að búa til úr jarðarberjum og súkkulaði. úúú ... draugaber! Mál egypskrar fjölskyldu sem sótt hafði um alþjóð-lega vernd hér á landi er það nýjasta í röð slíkra mála sem hafa fangað athygli fjölmiðla. Gagn- rýni á aðgerðaleysi í málaf lokki hælisleitenda hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni og er jafn- vel kallað eftir nýrri stefnu í mála- f lokknum. Ég get vel tekið undir þessi sjónarmið. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að mynda sér heild- stæða stefnu og halda sig við hana. Málsmeðferð og niðurstaða verður að byggjast á jafnræði og gagnsæi. Kerfi þar sem tafir á málsmeðferð og jafnvel felur fyrir stjórnvöldum verða að keppikef li er gallað og ósanngjarnt. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd, hælisum- sóknum, fjölgað verulega hérlendis og hælisveitingum sömuleiðis. Ef við berum okkur saman við Norður- löndin, eins og við gerum svo gjarna, þá sækja hlutfallslega f lestir um hæli á Íslandi og jafnframt fá hlut- fallslega langflestir hæli hér. Sama er ekki uppi á teningnum hvað varðar móttöku kvótaflóttafólks. Þótt við höfum vissulega tekið á móti aðeins fleira kvótaflóttafólki undanfarin ár fer langstærstur hluti þeirra fjár- muna sem varið er í þennan mála- flokk í hæliskerfið. Þannig fékk 531 einstaklingur alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra, en 867 einstaklingar sóttu hér um sama ár. Til saman- burðar má nefna að ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti 85 kvóta- flóttamönnum árið 2020. Það má því með sanni segja að meginreglan sem gildir hérlendis um tækifæri til betra lífs sé fyrstur kemur, fyrstur fær. Kerfið okkar hvetur fólk til þess að koma hingað til lands á eigin vegum og sækja um hæli. Athyglisvert er því að skoða upprunalönd þessa hóps. Í fyrra sóttu meðal annars um 100 einstakl- ingar frá Lettlandi, Litháen, Bret- landi, Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkj- unum, Rúmeníu, Albaníu, Georgíu og Indlandi um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeir sem vilja endurskoða fram- angreinda meginreglu varðandi veitingu alþjóðlegrar verndar hér- lendis eru eflaust ekki sammála um í hvaða breytingar þurfi að ráðast. Hér er hins vegar rík hefð fyrir að líta til reynslu og framkvæmdar á Norðurlöndunum í hinum ýmsu málaflokkum og ætti þessi ekki að vera undanskilinn. Fyrir því eru engin haldbær rök, enda enginn sem heldur þeim á lofti. Það er yfirlýst markmið ríkis- stjórnarinnar að Ísland leggi sitt af mörkum til lausnar á vanda flótta- fólks og taki í því skyni á móti fleirum. Ísland er ríkt land í alþjóð- legum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Þótt fámennið setji okkur skorður viljum við standa okkur vel við að taka á móti fólki sem f lýr stríðs- átök, ofsóknir og umhverfis- og heilbrigðisvá. Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en í dag eða um 80 milljónir manna og þeim fer fjölg- andi. Þegar við berum saman þróun umsókna og hælisveitinga á Norður- löndunum undanfarin ár er ljóst að við stefnum í allt aðra átt en þau. Krafan um gagnsætt og sanngjarnt kerfi og að aðstoð beinist þangað sem hennar er þörf er í fyrirrúmi hjá nágrönnum okkar. Sú afstaða byggist á lærdómi sem dreginn hefur verið af áratugalangri reynslu. Undanfarin ár hafa sænsk stjórn- völd hert reglur um móttöku hælis- leitenda og kallað eftir gagngerri endurskoðun á stefnu Evrópusam- bandsins í þessum málum. Í nýlegri stefnuræðu Mette Jensen, forsætis- ráðherra Danmerkur og leiðtoga jafnaðarmanna, sagði hún að útlend- ingapólitík fortíðarinnar hefði ein- faldlega verið röng og hæliskerfið sem ríki Evrópu vinni eftir sé að lið- ast í sundur. Danskir jafnaðarmenn hafa haft það á stefnuskrá sinni undanfarin ár að breyta hæliskerf- inu til þess að aðlögun flóttamanna með viðurkennda stöðu í Danmörku gangi betur. Það er forgangsmál að draga úr straumi hælisleitenda til Danmerkur, torvelda starfsemi þeirra sem hagnast á mansali og uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Það er óásættanlegt að fólki sé skipt í tvo hópa í fyrirfram mótaðri umræðu um þessi mál; þá sem eru fylgjandi móttöku f lóttamanna og þá sem eru andvígir. Ég tel að almenn sátt ríki um að Ísland skuli uppfylla skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna, taka vel á móti fólki á f lótta undan raun- verulegum ógnum; taka vel á móti sínum minnstu bræðrum og geri ekki minna en þeir sem best gera í þeim efnum. Í því ljósi hlýtur það að vera eðlileg stefna að hæliskerfið hérlendis verði tekið til endurskoð- unar og fært nær því sem gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Þar, líkt og á öðrum sviðum, verði gerð krafa um jafnræði og gagnsæi og umfram allt að fjármunum sé veitt þangað sem neyðin er stærst. Fyrstur kemur, fyrstur fær Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmaður utanríkisráð- herra og fulltrúi utanríkisráðu- neytisins í flóttamanna- nefnd 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 ✿ Yfirlit yfir fjölda fjölskyldusameininga, verndar- og mannúðarleyfa og kvótaflóttafólks 2012–2019 n Kvótaflóttafólk n Verndarleyfi n Mannúðarleyfi n FjölskyldusameiningarNær helmingur atvinnu-lausra í landinu er ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára sam- kvæmt nýjustu tölum Vinnumála- stofnunar. Þessi alvarlega staða ungs fólks á vinnumarkaði kallar á afdráttarlausar aðgerðir af hálfu stjórnvalda. Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að taka höndum saman og bregðast við vandanum. Betur má ef duga skal, því fjöldaatvinnuleysi ungs fólks er einfaldlega of dýrt fyrir samfélagið allt og þá einstakl- inga og fjölskyldur sem í því lenda. Ungt fólk er verr varið Að baki áðurnefndum tölum um atvinnuleysi eru um tíu þúsund manns á aldrinum 18 til 35 ára, vítt og breitt um landið, sem vilja vinna en fá ekki vinnu. Ungt fólk er að jafnaði verr varið fyrir efnahags- legum áföllum en aðrir aldurshópar þar sem það stendur veikar á vinnu- markaði, á minni eignir en eldri hópar, þarf gjarnan að vinna með námi, sjá fyrir börnum og þar fram eftir götunum. Þá benda rannsóknir til þess að viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks geti haft langvinn nei- kvæð áhrif á starfsmöguleika og tekjur. Loks liggur fyrir að ungt fólk hefur dregist aftur úr í kaupmáttar- aukningu síðustu áratuga, ekki síst frá bankahruninu 2008. Nú ríður yfir alvarlegasta atvinnu- kreppa á Íslandi frá upphafi mælinga en neikvæð efnahagsáhrif af völdum veirunnar skiptast með afar ójöfnum hætti. Brýnt er að almenn umræða um efnahags- og atvinnumál taki mið af þeim staðreyndum sem hér eru settar fram um stöðu ungs fólks. Fjölgum störfum Enn hefur ekki verið sett fram nein skýr áætlun af hálfu stjórnvalda um að ná niður atvinnuleysi og fjölga störfum. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að atvinnuleysi minnki um 1 pró- sentustig á árinu 2021 og byggir sú áætlun á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem aftur tekur mið af fjár- lögum og fyrirliggjandi gögnum um fjárfestingar hins opinbera. Við köllum eftir því að forystu- fólk ríkisstjórnarinnar og allra stjórnmálaf lokka setji fram ítar- lega áætlun um það hvernig megi ná niður atvinnuleysi og fjölga störf- um. Í ljósi stöðunnar í hagkerfinu er þetta eitt allra stærsta einstaka hagsmunamál ungs fólks á Íslandi. Styðjum við atvinnulausa Það blasir við að efnahagskreppan af völdum veirunnar bitnar einna verst á þeim sem missa vinnuna og fjölskyldum þeirra. Ríkisstjórnin hefur lengt tekjutengingartíma- bil atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex en eftir að tekju- tengingu sleppir eru bætur atvinnu- leysistrygginga undir 240 þúsund krónum eftir skatt. Sú upphæð er óbreytt síðan kórónaveiran skall á þrátt fyrir að atvinnumissir sé mun verra áfall nú en áður í ljósi þess hve erfitt fólki getur reynst að finna nýja vinnu. Þá er stúdentum sem hafa unnið með námi enn neitað um rétt sinn til atvinnuleysistrygginga þó tryggingagjald sé innheimt af laun- um stúdenta eins og allra annarra. Við köllum eftir því að forystu- fólk ríkisstjórnarinnar og allra stjórnmálaf lokka létti enn frekar undir með atvinnulausum og fjöl- skyldum þeirra. Það er réttlætismál og snýst um samstöðu með þeim sem bera þyngstar byrðar í yfir- standandi efnahagsþrengingum. Tökum höndum saman Með þessari sameiginlegu yfirlýs- ingu viljum við undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að taka höndum saman um að bregð- ast við vanda ungs fólks á vinnu- markaði af þeirri áræðni og festu sem til þarf. Þá hvetjum við fjölmiðla til að halda því vel til haga að nær helm- ingur atvinnulausra á Íslandi sé ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára – og það í alvarlegustu atvinnukreppu hér á landi frá upphafi mælinga. Það liggur í augum uppi að Ísland þarf sérstakt átak í atvinnumálum fyrir ungt fólk. Fjöldaatvinnuleysi ungs fólks útheimtir aðgerðir Gundega Jaunlinina formaður Samtaka ungs fólks innan ASÍ (ASÍ-UNG) Jóhanna Ásgeirsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) Ólafur Hrafn Halldórsson formaður Ungra Pírata (UP) Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna (UJ) Sanna Magdalena Mörtudóttir fyrir hönd Ungra sósíalista Starri Reynisson formaður Uppreisnar Það má því með sanni segja að meginreglan sem gildir hérlendis um tækifæri til betra lífs sé fyrstur kemur, fyrstur fær. 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.