Fréttablaðið - 29.10.2020, Page 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Félag sérkennara á Íslandi var stofnað þann 29. október árið 1970. Fyrir þann tíma starfaði
félag sem hét Félag kennara til
hjálpar af brigðilegum börnum.
Sædís Ósk Harðardóttir, formaður
Félags sérkennara á Íslandi, segir
að hlutverk þess félags hafi verið
að vinna að bættum náms- og
uppeldisskilyrðum „af brigðilegra
barna“ í skólum í Reykjavík. Hug-
takið af brigðileg börn átti á þeim
tíma við börn sem voru haldin
hvers kyns líkamlegum eða and-
legum ágöllum sem hindruðu eða
torveldaði þeim almennt skóla-
nám.
„Þetta félag var stofnað árið 1960
og vann meðal annars að því að
komið yrði upp framhaldsdeild
í sérkennslunámi við Kennara-
skólann árið 1968. En þá var fyrst
hægt að læra sérkennslu á Íslandi,“
segir Sædís.
Í framhaldi af því að fram-
haldsnám í sérkennslu hófst hér
á landi var Félag sérkennara á
Íslandi stofnað. Það er fagfélag sér-
kennara en í því eru sérkennarar
af öllum skólastigum, leikskólum,
grunnskólum og framhalds-
skólum.
„Félagið er faglegur vettvangur
til að styðja hvert annað, góður
samráðsvettvangur þar sem við
deilum og miðlum okkar á milli.
Við höldum reglulega fræðslu-
fundi, námskeið og ráðstefnur.
Við höfum komið að ýmsum
verkefnum í gegnum árin svo sem
í samvinnu við menntamálaráðu-
neytið. Höfum verið með fulltrúa
í ýmsum rýnihópum og í ráð-
gefandi hlutverki svo sem þegar
úttekt Evrópumiðstövarinnar á
skóla án aðgreiningar var gerð og
í tengslum við vinnu á Hvítbók
menntamálaráðuneytisins. Við
höfum einnig unnið mikið í kjara-
málum fyrir sérkennara og höfum
barist fyrir því að heitið sérkenn-
ari verði lögverndað starfsheiti,“
útskýrir Sædís.
„Sérkennaranámið er fram-
haldsnám í menntunarfræðum
þar sem þú sérhæfir þig í sér-
kennslu. En þetta er í raun ekki
lögverndað starfsheiti. Ég sé það
í gömlum gögnum að það hefur
verið barist fyrir því í marga ára-
tugi að fá starfsheitið lögverndað
svo hver sem er geti ekki kallað
sig sérkennara. Margir sem sinna
sérkennslu í skólum hafa ekki
þessa framhaldsmenntun. Þannig
að þeir kennarar yrðu þá kannski
kallaðir stuðningskennarar eða
eitthvað annað. Foreldrar ættu að
eiga rétt á að vita hvort um er að
ræða menntaðan sérkennara eða
ekki.“
Fyrsti sérskólinn
stofnaður á 19. öld
Sædís segir að lengi vel hafi ekki
verið mikið af námi í boði fyrir
börn með miklar sérþarfir. Fyrsti
sérkennarinn á Íslandi kom til
landsins eftir nám erlendis árið
1867. Hann var ungur prestur að
nafni Páll Pálsson. Hann fékk leyfi
frá dönskum yfirvöldum til að
kenna mállausum ungmennum
sem Sædís segir að hafi markað
upphafi sérkennslu á Íslandi. Mál-
leysingjaskólinn var fyrst starf-
ræktur á Kálfafelli í Fljótshverfi.
Árið 1908 var skólinn fluttur til
Reykjavíkur.
„Eftir þetta fer sérkennurum að
fjölga. Málleysingjaskólinn var
rekinn allt til ársins 1930 og var þá
eina stofnunin á landinu þar sem
sérkennsla fatlaðra fór fram. Árið
1931 hófst svo sérkennsla á Sól-
heimum í Grímsnesi og árið 1946
tók til starfa sérskóli í Reykjavík
fyrir nemendur með hegðunar-
vandkvæði,“ skýrir Sædís frá.
„Það var maður sem hét Magnús
Magnússon sem var sérkennslu-
fulltrúi í Reykjavík sem var
brautryðjandi í þessum mála-
flokki. Hann lærði úti í Þýskalandi
sálfræði og uppeldisfræði. Hann
kom svo til Íslands árið 1958 og fór
að kenna börnum með sérþarfir
og börnum með þroskaskerðingar.
Þessum börnum var neitað um
skólavist áður. Fyrsta árið eftir að
Magnús tók til starfa fór í að sann-
færa yfirvöld um að þetta væri
mikilvægur málaflokkur og það
þyrfti að veita peningum í hann.
Í kjölfarið af komu Magnúsar til
landsins var Félag kennara til
hjálpar af brigðilegum börnum
stofnað. Það hafði mikil áhrif og
starfaði af fullum krafti þar til
Félag sérkennara var stofnað.“
Almennt nám fyrir alla
Sædís segir að á þeim 50 árum
sem liðin eru frá stofnun Félags
sérkennara á Íslandi hafi margt
breyst í kennslu barna með sér-
þarfir.
„Aðgreining var áður mjög
mikil. Börn voru í sérskólum eða
voru lækkuð um bekk og sett í
svokallaða „tossabekki“. En eftir
að sérkennslulögin breyttust þá er
almennt nám hugsað fyrir alla. Í
dag er krafa um að nemendur eigi
sinn heimaskóla, þó að það séu að
vísu sérdeildir við suma skólana.
Nemendahóparnir eru orðnir mun
fjölbreyttari. Margir nemendur
glíma við andlega vanlíðan eins
og kvíða, svo eru nemendur með
hegðunarerfiðleika, námserfið-
leika og þroskaskerðingu. Allir
þessir nemendahópar eru inni í
almennum skóla og koma að borði
sérkennara,“ segir Sædís.
Hún útskýrir að sérkennsla feli í
sér að sérkennari meti þarfir nem-
enda sem þurfa sérkennslu, hann
sér um kennsluna og skipuleggur
sérkennslutíma í samráði við
umsjónarkennara og foreldra.
„Sérkennari metur námsstöðu
einstakra nemenda eða hópa með
greinandi prófum. Gerir ein-
staklingsnámskrá og hópáætlanir
í samráði við umsjónarkennara
fyrir þá nemendur sem hann
kennir. Veitir kennurum ráðgjöf
varðandi námsefni og kennsluað-
ferðir fyrir nemendur með sér-
þarfir þegar þess er þörf. Hann
veitir foreldrum og nemendum
ráðgjöf varðandi efnistök og
skipulag í námi. Sérkennarar koma
talsvert að hegðunarmótun, þeir
vinna með líðan nemenda og sam-
skiptavanda nemenda. Verkefni
sérkennara eru ótalmörg og afar
fjölbreytt og ekki hægt að telja það
allt upp hér í einni grein. Sérkenn-
arar eru þeir sem hafa lokið fram-
haldsnámi í sérkennslufræðum.“
Sædís segir að það vanti f leiri
sérkennara í skólana því þörfin
fyrir þá hafi aukist gríðarlega
mikið Nemendum sem þurfa
manninn með sér allan daginn
hefur fjölgað og Sædís segir að
þörfin á fagmenntuðu fólki til
að sinna börnum með miklar
sérþarfir hafi aukist í kjölfarið.
„Mikilvægt er að þjónusta við
þessa nemendur sé veitt af hendi
fagaðila eins og sérkennara og
dregið sé úr því að starfsmenn án
fagmenntunar sinni þessum börn-
um stærstan hluta skóladagsins,
en sérkennarar nái bara að sinna
þeim eina til tvær kennslustundir
á dag. Þetta eru oft á tíðum þeir
nemendur sem þurfa hvað mesta
faglega stuðninginn og kennsluna,
þetta er oft viðkvæmur hópur sem
þarf að halda vel utan um.“
Félagið er virkt
í upplýsingamiðlun
Félagsmenn í Félagi sérkennara á
Íslandi eru um það bil 450. „Félagið
er með ýmislegt á döfinni og er
virkt í því að miðla upplýsingum
um ráðstefnur og fræðslu til félags-
manna. Það er ótrúlega mikil
virkni í félaginu og verið mjög
gaman að fá að starfa í því. Félags-
menn koma af öllu landinu og eru
kraftmiklir og flottir sérkennarar.
Við gefum líka út ritrýnt fag-
tímarit sem heitir Glæður, það er
einmitt 30 ára í ár. Það var gefið út
fyrst þegar félagið var 20 ára. Það
er vandað og veglegt ritrýnt tíma-
rit og margir úr fræðasamfélaginu
sem skrifa í það,“ segir Sædís.
Félagið heldur árlega ráðstefnu í
nóvemberlok í tengslum við aðal-
fundinn sem verið er að undirbúa
núna. Ráðstefnan mun í þetta sinn
fjalla um málþroska og læsi. Sædís
segir að ef ekki verði hægt að koma
fólki saman verði ráðstefnunni
streymt.
„Félagið hefur um árabil tilnefnt
heiðursfélaga félagsins á aðalfundi
og heiðursverkefni, það er verkefni
sem sérkennurum finnst nýtast vel
til kennslu. Í fyrra fékk verkefnið
Orðagull eftir Bjarteyju Sigurðar-
dóttur og Ásthildi Bj. Snorradóttur
þá viðurkenningu og árið áður
var Auður B. Kristinsdóttir sæmd
heiðursfélaganafnbót,“ segir
Sædís.
„Það var einnig á dagskrá að
halda afmælishátíð til að fagna 50
ára afmælinu en við verðum að
fresta því þar til hægir á veirunni.
Einnig erum við aðilar að norræn-
um sérkennarasamtökum sem
heita Nordiska Förbundet för
specialpedagogik, eða NFSP. Þar
eigum við fulltrúa í stjórn. Þessi
samtök skipuleggja stóra norræna
ráðstefnu á þriggja ára fresti, auk
þess að fjalla um málefni sérkenn-
ara og sérkennslu á Norðurlönd-
unum. Ísland var með formennsku
í þessum samtökum 2013-2016.
Núna erum við að skipuleggja
ráðstefnu sem verður í Stokkhólmi
2022. Svo erum við reglulega með
ráðstefnur í ágúst fyrir kennara á
öllum skólastigum, þannig að það
er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur.“
Sædís segir alltaf nóg um að vera
hjá félaginu og að það láti sér fátt
óviðkomandi er snýr að nemend-
um og skólamálum og málefnum
sérkennara.
„Við viljum endilega fá f leiri sér-
kennara til liðs við okkur og ef þú
ert sérkennari og langar að ganga
til liðs við öflugt félag, þá er Félag
sérkennara á Íslandi eitthvað fyrir
þig. Ef þú hefur áhuga á að koma í
góðan félagsskap og uppfyllir skil-
yrði fyrir inngöngu sendu þá póst
á formadur@vefurinn.is.“
Stjórn Félags
sérkennara á
Íslandi.
MYND/AÐSEND
Framhald af forsíðu ➛
Sædís segir nóg fram undan hjá Félagi sérkennara en þessa dagana stendur yfir
undirbúningur ráðstefnu sem verður í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Aðgreining var
áður mjög mikil.
Börn voru í sérskólum
eða voru lækkuð um
bekk og sett í svokallaða
„tossabekki“.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R