Fréttablaðið - 29.10.2020, Page 24

Fréttablaðið - 29.10.2020, Page 24
Sem bæði menntaður klæð-skeri og fatahönnuður hefur Guðrún starfað við fagið í rúmlega tíu ár. Starfsframann og búningaáhugann tengir hún beint við æskuna enda var móðir hennar dugleg að sauma bæði búninga fyrir öskudaginn og fatnað almennt. „Þarna byrjar áhugi minn á fatnaði yfir höfuð. Amma var líka dugleg að sauma svo þetta var mjög mikið í fjölskyldunni. Það var líka mjög mikil nýtni á heimilinu og mamma saumaði á okkur búninga og ný föt úr efnum og gömlum fötum. Ég saumaði mér eitt sinn árshátíðarkjól úr rúmfötum. Og þegar ég var um fimmtán ára saumaði ég býflugna- búning fyrir litla bróður sem var rétt um eins árs. Ég á þennan búning enn og held mikið upp á hann,“ segir Guðrún. Komdu og skoðað’ í kistuna Guðrún segist alltaf hafa haldið upp á öskudaginn. „Það var bara enn betra þegar Halloween bættist við. Ég segi stundum við erlenda vini mína sem ekki þekkja öskudaginn að hann sé eins og Halloween nema bara með regnbogum og einhyrningum,“ segir Guðrún og kímir. „Búningagerðin er opnari á öskudaginn á meðan ég leita frekar í hryllinginn á Halloween. Ég á stórt safn, um ellefu kassa, af alls konar fötum og búningum sem ég hef sankað að mér úr ýmsum áttum. Sumt er venjulegur fatnaður og annað hef ég saumað sjálf. Það er jafnvel byrjað að spyrjast út hjá vinum og vanda- mönnum að ég geti reddað bún- ingum. Systir mín þarf til dæmis aldrei að hafa áhyggjur. Þegar hún var ólétt í fyrra útbjó ég fyrir hana Handsmaid’s Tale búning. Svo hefur þessi áhugi minn smitast mikið inn í stórfjölskylduna. Litla frænka mín er til dæmis forfallin búningaáhugakona og hefur það líklega frá mér.“ Gaman að vera einhver annar Um tíma starfaði Guðrún við bún- ingagerð hjá Íslensku óperunni. „Ég er einlægur aðdáandi leikhúss og óperu og þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Í mínum huga tengist þetta allt. Tíska hefur mikið mótað samfélög í gegnum aldirnar og í henni endurspeglast tíðarandi líðandi stundar. Ég held það sé stór ástæða þess hversu mikið ég heillast af tísku, klæð- skurði og búningum. Hvernig við tjáum okkur með tískunni og búum til okkar eigin stíl, hand- verkinu sem býr þar að baki og skilja hver klæðist hverju og hvers vegna, hver sé ástæðan á bak við vissa tísku og vissan fatnað. Búningar eru bara eitt annað form af tjáningu, geta fangað vissa stemningu og veruleika sem er ókunn okkur. Leikhús og kvik- myndir færa okkur nær fortíðinni, framtíðinni og búa til drauma- veröld, já, eða martraðaveröld sem einungis er til í hugarheiminum. Það er eitthvað svo spennandi að geta hoppað á milli þessara veru- leika.“ Guðrún starfar í dag sem skrifstofustjóri hjá fyrirtækinu Meniga og stundar meðfram því meistaranám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Reykjavíkur. „Námið tengist inn í fatahönnunargeirann enda er starfsumhverfið þar afar verkefnatengt. Svo stefni ég á að vinna að einhverju menningar- tengdu í framtíðinni enda opnar námið fyrir mikla möguleika. Þó svo vinnan mín hjá Meniga sé ekki tengd fatahönnunargeiranum þá er ég enn starfandi innan fagsins. Þá gegni ég formannsstöðu hjá Fatahönnunarfélaginu.“ Halloween á farsóttartímum Á tímum samkomubanns og sótt- varna er ekki úr lagi að spyrja í hvaða veruleika Guðrún ætli að hoppa þetta árið. „Það átti að vera Halloween-partí hjá bardaga- félaginu Tý, þar sem ég æfi. En það verður ekki úr því vegna faraldurs- ins. Einnig ætluðum við frænkurn- ar að halda ærlegt Halloween-partí og hafa það sem árlegan viðburð, en það verður að bíða fram á næsta ár. Í staðinn verður Hallo- ween-gleðistund á Zoom á vegum vinnunnar. Mér finnst líklegt að búningurinn hjá mér í ár verði meira í áttina að andlitsmálningu, en ég hef líka mjög gaman af þeim hluta í búningagerð. Mig langar að nota gervilatex og búa kannski til sár. Þetta verður að minnsta kosti eitthvað tengt horror og hryllingi,“ segir Guðrún spennt. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Með búningaáhugann í blóðinu Guðrún Guðjónsdóttir viðurkennir það fúslega að hún sé metnaðarfull þegar kemur að hrekkja- vökubúningum. Þá er hún gjarnan sú fyrsta sem vinir leita til þegar kemur að grímuböllum. Guðrún var heldur betur óhugnan- leg á Halloween í fyrra, 2019. Hér hefur Guðrún málað hálft and- litið eins og beinagrind og klætt sig sem herforingja. MYNDIR/AÐSENDAR Hér var „hin“ móðirin úr Coraline-kvikmyndinni innblásturinn að hrekkja- vökubúningi Guðrúnar árið 2017. Það er greinilegur metnaður í henni. Guðrún var glæsileg sem japönsk geisha á öskudaginn árið 2017. „Lifðu lengi og dafnaðu“ eru kveðjuorð Vúlkana. Hér má sjá Guðrúnu túlka Vúlkaninn Spock úr Star Trek-þáttaröðunum. Hér má sjá Guðrúnu og vinkonu hennar sem Jókerinn á Halloween 2015. Guðrún Guðjónsdóttir hefur starfað innan fatahönnunarbransans í rúm- lega tíu ár og er forfallinn búningaáhugakona. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? Mest selda liðbætiefni á Íslandi 2-3ja mánaða skammtur íhverju glasi 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.