Fréttablaðið - 29.10.2020, Page 34
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
JÓLABLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út
þriðjudaginn 24. nóvember.
Áhugasamir auglýsendur geta haft samband
við auglýsingadeild Fréttablaðsins:
Símanúmer
550 5077
Netfang
serblod@frettabladid.is
Miles Dewey Davis III fæddist 26. maí árið 1926 í Illinois og ólst svo upp í
St. Louis. Faðir hans var vel stæður
tannlæknir og móðir hans tón
listarkennari og fiðluleikari.
Goðsögn verður til
Móðir hans vildi að hann myndi
læra á fiðlu en faðir hans gaf
honum trompet og þannig hófst
tónlistarferill þessa hæfileikaríka
manns.
Árið 1944 kom hljómsveit Billy
Eckstine til St. Louis en meðal
meðlima voru sjálfir Dizzy Gille
spie og Charlie Parker. Gillespie
og Parker buðu Davis þá að spila
með sveitinni vegna veikinda
eins trompetleikarans. Davis þáði
boðið og spilaði með þeim í tvær
vikur en um svipað leyti eignaðist
hann sitt fyrsta barn, dótturina
Cheryl með Irene Birth, þáverandi
kærustu sinni.
Eftir að hafa spilað með
sveitinni var Davis staðráðinn í að
f lytja til New York og eftir að hafa
fengið inngöngu í Juilliard varð sá
draumur að veruleika. Davis hafði
þó ekki mikinn áhuga á náminu,
skrópaði oft og eyddi heldur tíma
sínum á djassklúbbum í góðum
félagsskap annarra tónlistar
manna. Árið 1945 hætti hann í
skólanum. Mæðgurnar Irene og
Cheryl f luttu svo til hans og bjó
fjölskyldan þar um skeið ásamt
Charlie Parker. Árið 1947 eignaðist
Irene þeirra annað barn, soninn
Gregory, í St. Louis en á þeim tíma
var Davis, sem var þá kominn á
kaf í tónlist, byrjaður að neyta
mikils áfengis og kókaíns.
Árið 1949 fór Davis í tónleika
Margslunginn myrkraprins
Miles Davis er fyrir mörgum holdgervingur djasstónlistar en hann er talinn einn áhrifamesti tón-
listarmaður allra tíma. Davis var þá einnig þekktur fyrir tilkomumikinn og svellkaldan fatastíl.
Óaðfinnanlega til fara í Vestur-Þýskalandi árið 1959. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Miles Davis var reffilega klæddur alla sína ævi. Hér er hann árið 1984.
Glæsilegur og glitrandi Miles Davis
á tónleikum árið 1978.
Ljósklæddur, fágaður og dularfullur
með hálsklút á tónleikum 1975.
ferðalag til Parísar ásamt kvint
ett Tadd Dameron þar sem þeir
komu fram á djassfestivali. Davis
féll kyllif latur fyrir borginni og
sagði að betur væri komið fram
við svarta djasstónlistarmenn
þar en í Bandaríkjunum. Á meðan
hann dvaldi í Frakklandi hóf
hann ástarsamband við franska
söng og leikkonu að nafni Juliette
Gréco.
Heróín og heimsfrægð
Eftir að hann sneri aftur til New
York átti hann í vaxandi erfið
leikum með að sjá fyrir sér og var
auk þess orðinn háður heróíni.
Árið 1950 fór hann ásamt Irene og
börnunum í ferðalag til St. Louis
en þar fæddist þeim þriðja barnið,
sonur að nafni Miles IV. Þegar þau
sneru aftur til New York var Davis
boðið á tónleikaferðalag ásamt
Eckstine og Billie Holiday. Hann
tók boðinu og skildi fjölskylduna
eftir í umsjá vinkonu sinnar,
djasssöngkonunnar Betty Carter.
Á tónleikaferðalaginu var hann
handtekinn fyrir vörslu heróíns en
málinu var síðar vísað frá.
Davis var um skeið orðinn svo
langt leiddur af heróínfíkn að
hann var farinn að útvega sér pen
ing sem melludólgur. Neyslan var
farin að hafa veruleg áhrif á getu
hans til að spila og Irene sat ein
uppi með börnin þrjú sem hann
neitaði að greiða meðlag með. Árið
1954 náði hann loksins að losa
sig úr viðjum heróínfíknarinnar í
St. Louis. Árið 1955 fór hann svo í
aðgerð á barkakýli og var ráðlagt
að hvíla röddina eftir aðgerðina.
Davis fór ekki eftir fyrirmælum og
eftir að hafa lent í háværu rifrildi
skaðaðist hann varanlega á radd
færum og varð rámur það sem
eftir var. Snemma það ár sat hann
í fangelsi í skamman tíma vegna
vangreidds meðlags.
Vinsældir Davis fóru þó vaxandi
á næstu árum og hann gaf út fjöl
margar plötur á síðari hluta sjötta
áratugarins. Árið 1959 gaf hann
svo út tímamótaverkið Kind of
Blue sem er sennilega þekktasta
og mest selda djassplata sögunnar.
Gaman er þó að geta þess að Davis
sjálfur var þó ekkert sérstaklega
hrifinn af orðinu djass.
Sama ár kvæntist hann dansar
anum Francis Davis sem prýddi
meðal annars plötuumslagið á
plötunni Someday My Prince Will
Come sem kom út 1961. Líkt og
margir tónlistarmenn og aðrir
menn á þessum tíma átti Davis sér
myrka hlið og greindi Francis frá
því að hann hefði verið af brýði
samur og of beldisfullur sem leiddi
til þess að hún skildi við hann.
Á sjöunda áratugnum spilaði
Davis mikið með Herbie Hancock
og hélt áfram að gefa út plötur.
Platan Bitches Brew kom út 1970
og á henni greina mátti hljóðfæri
á borð við rafmagnspíanó og raf
magnsgítar. Davis dró sig í hlé eftir
að hafa lent í bílslysi 1972 og kom
ekkert fram á árunum 19751980.
Á níunda áratugnum sneri hann
aftur og gaf út nokkrar plötur en
lést svo árið 1991, 65 ára gamall.
Davis er minnst sem eins áhrifa
mesta og best klædda djasstón
listarmanns sögunnar. Eitt af
einkennismerkjum hans voru
sólgleraugu og hann klæddist oft
litríkum fötum úr munúðarfullum
og jafnvel glitrandi efnum. Hér
eru nokkrar myndir af eftirminni
legum klæðaburði Davis.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R