Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 39

Fréttablaðið - 29.10.2020, Síða 39
Barna og fullorðins Íþróttafatnaður og skór 30% til 70% afsláttur Sundaborg 1 NÆG BÍLASTÆÐI Opnunartími Virka daga 12-18 Laugardaga 12-16 KÖRFUBOLTI Haukur Helgi Briem Pálsson, landsliðsmaður í körfu- bolta, hefur farið vel af stað með liði sínu MoraBanc Andorra sem leikur í spænsku efstu deildinni en þaðan kom hann frá rússneska félaginu Unics Kazan í sumar. Haukur Helgi segir leikstíl liðsins og hans hlut- verk henti honum einkar vel. „Þegar ég kom hingað var rætt um það að ég fengi að nýta fjölhæfni mína betur í sóknarleiknum. Þann- ig er ég mikið að koma að hindr- unum og skjóta og sækja á körfuna eftir hindranir. Ég er að spila sem hávaxinn þristur og ég fæ líka að spila með bakið í körfuna sem fjarki og ég er að fíla það hlutverk mjög vel. Ég fæ mun meira frjálsræði til þess að nýta mína styrkleika en hjá Unics Kazan og það var forsenda þess að ég kom hingað,“ segir Hauk- ur Helgi í samtali við Fréttablaðið. „Ég var kominn með leið á því að spila hjá liðum þar sem ég var hræddur við að gera mistök eða það mátti alls ekki fara gegn því leikplani sem sett var upp. Það gilda auðvitað ákveðnar vinnureglur hérna en það er mun betur tekið á því að leikmenn finni sjálfir leiðir til þess að sækja á körfuna eða finna sér góð skot.“ Haukur hefur skorað rúmlega 11 stig að meðaltali í leikjunum fimm til þessa. Markmiðið hjá liðinu er fyrst að komast í úrslitakeppnina. „Þetta er lið sem mun koma til með að berjast um að koma sér í úrslitakeppnina. Barca og Real Madrid eru á pappírnum sterkust og þar fyrir neðan eru tvö til þrjú lið. Svo verðum við í pakka með fimm til sex liðum sem munu berj- ast um að enda í topp átta og kom- ast í úrslitakeppnina. Þetta tímbil verður samt örugglega mjög skrýtið út af COVID. Bæði út af frestunum á leikjum og svo munu meiðsli líklega hafa mikil áhrif á það hvernig liðum mun ganga.“ – hó Haukur Helgi nýtur þess að fá meira frjálsræði í sóknarleiknum HANDBOLTI Ólafur Andrés Guð- mundsson, fyrirliði sænska liðsins Kristianstad, mun ekki leika með íslenska karlalandsliðinu í hand- bolta í fyrsta leik liðsins í undan- keppni EM 2022 gegn Litháen. Ólaf- ur getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla en þetta staðfesti hann í samtali við vefsíðuna handbolti.is. Ólafur varð fyrir meiðslum í leik Kristianstad gegn Guif í sænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og segir skyttan í samtali við hand- bolta.is að um sé að ræða smávægi- lega tognun aftan í læri sem haldi honum líklega í um tvær vikur utan vallar. Af þessum sökum var Ólafur Andrés fjarri góðu gamni þegar Kristianstad lagði Dinamo Búkarest að velli í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar á þriðjudaginn. – hó Ólafur dregur sig úr hópnum Íslenski landsliðsmaðurinn nýtur sín vel í liði Andorra. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Enski landsliðsmark- vörðurinn Jordan Pickford er búinn að ráða lífverði til að gæta öryggis fjölskyldu sinnar, eftir hótanir í kjölfarið á leik Everton og Liverpool á dögunum. Tækling Pickford olli því að Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, sleit krossband og er frá út tímabilið. Pickford fór groddalega fram í tæklingunni en slapp við refsingu, þrátt fyrir aðkomu myndbands- dómgæslu. Hann varði nokkrum sinnum vel þegar Everton náði stigi af ensku meisturunum og var ekki refsað eftir á af enska knattspyrnu- sambandinu. Enskir fjölmiðlar segja að Pick- ford hafi borist morðhótanir f ljót- lega eftir leik sem eru til rann- sóknar hjá lögreglunni í Liverpool, en nú hefur Pickford stigið skref- inu lengra og ráðið lífverði sér til aðstoðar. Þá  hefur fjölskyldunni verið ráðlagt að forðast samfélags- miðla. – kpt Pickford búinn að ráða lífverði Tækling Pickford sem setti Bítla- borgina á hliðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ólafur á að baki 123 leiki fyrir Ís- lands hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.