Fréttablaðið - 29.10.2020, Side 46

Fréttablaðið - 29.10.2020, Side 46
Upphaflega sá ég fyrir mér götuna. Húsin voru í heitum litum, með görðu m og ánægðum íbúum. En heitir litir geta líka verið þrúgandi enda voru ekki allir í götunni hamingjusamir. Mæður voru ósáttar. Ég teiknaði götuna upp þegar ég byrjaði að skrifa og fannst af leitt að vera ekki mynd- listarmaður,“ segir Kristín Marja Baldursdóttir um tilurð hinnar nýju bókar sinnar sem nefnist Gata mæðranna. „Fólkið var hins vegar lengi að koma til mín. Ég var mjög upptekin af því að ná andrúmsloft- inu enda er það ekki bara fólkið sem skapar það heldur líka umhverfið,“ bendir hún á og lýsir efninu lítillega. „Sagan gerist á sjöunda áratugn- um og fjallar um Marín og Kristófer, sem búa hvort í sínu húsi við þessa umræddu götu. Þau hafa nýlokið menntaskóla og eru að reyna að finna sinn stað í samfélaginu. Þegar þau hlusta saman á músík fara þau í leik sem þau hafa búið til. Hann felst í því að skrifa niður upplýsingar um fólk, allt sem þau vita. Meðan þau voru í skólanum tóku þau bekkjar- systkinin fyrir en nú ætla þau að snúa sér að fólkinu í götunni. Þau gleyma hins vegar að kortleggja sjálf sig og fólkið sem að þeim stend- ur. Hefðu þau gert það hefðu leikar kannski farið á annan veg en þeir gerðu. Þau eru ung, eru rétt að hefja lífið og átta sig ekki á ráðabruggi fullorðna fólksins. En svo kemur að því að þau standa frammi fyrir gömlu, klassísku spurningunni: Á ég að gæta bróður míns? og þá kemur í ljós að það er ekki alltaf aldurinn sem ræður því hvort fólk taki skynsamlegar ákvarðanir.“ Fólkið er mitt hugarfóstur Kristín Marja kveðst sjálf muna þá tíma sem lýst er í bókinni. Þó hafi hún verið yngri en aðalpersónan Marín, sem segir á einum stað: „Það er svo kvíðvænlegt að vera kona, þær lifa svo leiðinlegu lífi þegar þær eru giftar og komnar með börn.“ Þetta segir Kristín Marja ríma við hennar eigin skoðanir á hjóna- bandinu og fullorðinslífinu þegar hún var um fermingu, til sé skóla- ritgerð því til sönnunar. Nú hafi hún hins vegar kyngt þeim skoðunum. En þekkti hún eitthvað af fólkinu í bókinni? „Nei, það er algerlega mitt hugar- fóstur. Almennt er ég lítið forvitin um annað fólk, sem er auðvitað algjör þversögn þegar höfundur á í hlut, ég hallast frekar að því að skapa mér minn eigin heim.“ Skrifborðið í þögninni Býst hún við að minna verði um upp- lestra í aðdraganda jóla en í venju- legum árum, vegna veiruskrattans? „Já, annars les ég orðið minna upp en ég gerði, það tekur á að vera eins og landafjandi út um allar trissur. Áður en ég byrjaði að skrifa fyrir alvöru sá ég ætíð fyrir mér skrif borðið í þögninni og friðsama mynd af höfundi. Flögraði ekki að mér að fjölmiðlar, upplestrar og ferðalög fylgdu með í pakkanum. Það kom allt á óvart.“ Skapa mér minn eigin heim Konur gegna stóru hlutverki í nýjustu bók Kristínar Marju Baldursdóttur rithöfundar, enda heitir hún Gata mæðranna. Karlarnir hafa þó vissulega sín áhrif. Gefum skáldkonunni orðið. „Almennt er ég lítið forvitin um annað fólk, sem er auðvitað algjör þversögn þegar höfundur á í hlut,“ segir Kristín Marja Baldursdóttir sem hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Götu mæðranna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is HÚSIN VORU Í HEITUM LITUM, MEÐ GÖRÐUM OG ÁNÆGÐUM ÍBÚUM. EN HEITIR LITIR GETA LÍKA VERIÐ ÞRÚGANDI. Tilfinningum saman höfum við dvalið hvort í annars fangi ofið okkur hlýja voð úr úfnum þráðum ástarinnar (80) Þetta ljóð í Skálda- leyfi, nýútkominni b ók Sig mu nd a r Ernis Rúnarssonar, varpar fram hug- hrifum og efnistökum sem svífa yfir ljóðmælum bókarinnar. Hnit- miðaður stíll og fágaður – hvert orð valið af kostgæfni – hlýleiki og lífs- þrá samofin reynslu og þroska. Sigmundur Ernir Rúnarsson (f. 1961) er landsmönnum kunnur úr fjölmiðlum en hann er einnig af kastamikill rithöfundur. Hans fyrsta ljóðabók, Kringumstæður, kom út 1980, en síðan hafa komið út eftir hann fjölmörg ritverk, bæði ljóð og prósar. Skáldaleyfi er hans þrettánda ljóðabók en auk þess á hann að baki vel á annan tug rit- verka. Í þessari nýju bók er slegið á ýmsa strengi enda skiptist hún í nokkra hluta. Einn þeirra nefnist „Kynni ... nokkur nöfn á fólki jarðar“. Kaflinn er helgaður stuttum en grípandi mannlýsingum, sumum gaman- sömum, öðrum skáldlegum. Allar eru þær á einhvern hátt lýsandi fyrir lífsafstöðu höfundar eða þeirra sem um er ort. Margt afar vel gert þar. Þó að ljóðmælunum sé skipt upp í nokkra efniskaf la er ástin leiðarhnoð í gegnum allt. Það er ást hins þroskaða manns sem lítur yfir farinn veg og vegsamar þær gjafir sem líf ið hefur fært honum. Gleði, þakk- læti, söknuður og tregi, allt birtist það hér, ýmist í ljúfsárum minningum eða glettnum stemning- um. Reynsla sorgarinnar hvílir líka yfir en ekki síður lífsþorstinn. Tján- ingin er hófstillt og auð- skilin, sett fram í skýru myndmáli. Þegar orðin flæða niður dalinn undan öræfunum í skrúði sínu og kynngi falla þau hvert með sínum hætti ofan í gljúfrin ... (36) Höfundur sýnir víða að hann hefur örugg tök á myndrænni fram- setningu ljóðmáls. Hér og hvar gefur að líta falleg nýyrði, „svaðhálar“ kleifar, „seiðblá“ fjöll, „logndrjúga“ þoku og „stélkvika“ fugla svo nokk- ur dæmi séu tekin. Sum ljóðanna eru af heimspekilegum toga, djúp- hugsuð í einfaldleika sínum. „Ekk- ert er bara eitt – allt er með öðru“ stendur á einum stað (78) og um lífsnautnina hefur skáldið þetta að segja: Þungvægasti partur gleðinnar er sársaukinn að hafa upplifað missinn í sömu andrá og angistina en í því er hún mæld, glaðværðin, lífsþráin. (16) Sums staðar í bókinni bregður fyrir leik, eða tilraunum, með formið – ekki bara ljóðformið sjálft heldur einnig samspil prentforms og inntaks. Í ljóðinu „Efi“ styttast ljóð- línurnar eftir því sem neðar dregur og sú síðasta er aðeins eitt orð (82). Þannig virðist ljóðið ramba á mjórri undirstöðu líkt og hugsanirnar gera þegar efinn nær undirtökunum. Vera má að þetta sé tilviljun – en á seinni árum hefur borið á slíkum formtilraunum í ljóðagerð, oft með góðum árangri, þó að varast beri ofnotkun á þessu sem öðru. Skáldaleyfi Sigmundar Ernis Rúnarssonar er fengur fyrir ljóða- unnendur. Hún hefur allt til að bera sem góð ljóðabók á að hafa. Ljóðin eru hófstillt en meitluð. Þau kalla til lesandans í hógværð sinni. Miðla reynslu, lífssýn, tilfinningu og feg- urð. Yndisleg bók. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NIÐURSTAÐA: Hér er boðið upp á allt sem prýðir góða ljóðabók. Fengur fyrir ljóðaunnendur. Ást og lifun BÆKUR Skáldaleyfi Sigmundur Ernir Rúnarsson Útgefandi: Veröld Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Fjöldi síðna: 123 Þjóðleikhúsið opnar dyrnar fyrir börnum og ungmennum sem geta notið leikhússins með skólum sínum. Sýnt verður á virkum dögum í nóvember og des- ember í nánu samráði við skólana og að sjálfsögðu með öllum ýtrustu varúðarráðstöfunum í samræmi við tilmæli yfirvalda. Aðventusýning Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum eftir Þorvald Þor- steinsson, er nú á COVID-tímum sniðin sérstaklega að grunnskóla- hópum, fjölga á fyrirhuguðum sýn- ingum umtalsvert og bjóða börnum í 2. bekk grunnskóla á sýninguna. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hallur Sigurðsson. Með hlutverk jólaálfanna fara Hallgrímur Ólafs- son, Valgerður Guðnadóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Leitin að jólunum var frumsýnt á aðventunni 2005 og hlaut Grímu- verðlaunin sem barnasýning ársins. Sýningin hefur unnið sér sess sem ómissandi undirbúningur jólanna í hugum margra, og hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi í 15 ár. Sýningar eru orðnar yfir 370 talsins. Elstu deildum leikskóla er síðan boðið á Ég get, sem fjallar um tvær litlar manneskjur sem æfa sig í því að vinna saman. Sýningin var til- nefnd til Grímuverðlauna árið 2018. Höfundur er Peter Engkvist, leik- stjóri er Björn Ingi Hilmarsson og leikarar eru Ernesto Camilo Aldazá- bal Valdés og Þórey Birgisdóttir. Þjóðleikhúsið hyggst bjóða upp á fleiri verkefni á næstu vikum. Þjóðleikhúsið opið fyrir börn Þorvaldur Þorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þjóðleikhúsið opnar dyr sínar fyrir börnum með skemmtilegum sýningum. 2 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.