Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15
Sindri Viborg
efast um að
honum endist
ævin til að
vinna að fullu
úr því grimmi-
lega ofbeldi
sem hann var
beittur sem
barn.
MYND/
SIGTRYGGUR ARI
breytingar á hegðun hans.
„Ég fór úr því að vera heiðar-
legur og yfir í að verða óheið-
arlegur. Ég fór að stofna til
slagsmála, ljúga, stela, níðast
á minni máttar. Allt þetta var
birtingarmynd þeirrar eymd-
ar sem í mér bjó. Í dag get ég
sagt að þetta hafi verið rangt
af mér. Í dag get ég sagt að
ég myndi vilja hafa gert þetta
öðruvísi. En staðreyndin er
sú að þegar búið er að brjóta
mann niður svo árum skiptir,
þá er þetta réttlætt af manni.
Eins rangt og það hljómar.“
„Hættu strax!“
Sindri á engin töfraráð til að
laga einelti enda væri slíkum
ráðum beitt ef þau væru til.
„Eina sem ég get sagt við
þolandann er að þetta er tíma-
bundið ástand. Það mun líða
hjá. Þangað til, þá snýst þetta
um að tilkynna allt sem gerist,
tilkynna það strax, bæði til
foreldra og til kennara.“
Hann er líka með skilaboð
til foreldra. „Fræðið börnin
ykkar um samfélagsábyrgð.
Fræðið þau um siðferði og
samkennd. Setjist niður með
börnunum ykkar og spyrjið
þau beint hvort þeim líði vel
og hvort allt sé í lagi. Ef þau
segja ykkur að eitthvað sé að,
gerið allt sem í ykkar valdi
stendur til að hjálpa þeim og
bæta ástandið. Bæði þolendur
og gerendur þurfa aðstoð
og stuðning til að komast úr
þessu ástandi. Þetta eru börn
og við fullorðnu berum þá
ábyrgð að laga þetta ástand.“
Sindri hvetur foreldra ger-
enda til að horfast í augu við
vandann. „Setningar eins
og „sonur minn gerir ekki
svona“ eða „dóttir mín segir
ekki svona um aðra“, er ekk-
ert annað en afneitun á því að
barn viðkomandi hafi farið
yfir strikið. Börnin okkar
eru líkleg til alls, það er í
þeirra eðli að testa rammann.
Stundum fara þau langt út
fyrir hann og þá verðum við
að nálgast það af heiðarleika
og auðmýkt, frekar en með af-
neitun og vörn.“
Stærsta gjöfin
Hann segir áhorfendur að ein-
elti líka geta haft mikil áhrif.
„Við áhorfandann hef ég það
að segja að þú ert stór mann-
eskja fyrir að standa upp og
láta vita af því að verið sé að
troða á samnemanda þínum.
Þú ert hetja ef þú stoppar
þetta af. Þegar þú ert eldri
muntu átta þig á því að þetta
var hugsanlega stærsta gjöfin
sem þú gast gefið nokkrum á
þessum tíma, að hjálpa þol-
andanum í eineltinu.
Hvað gerandann varðar hef
ég fá bein ráð, önnur en þau
að leita sér hjálpar og hætta
tafarlaust ofbeldinu gagnvart
öðrum. Sama hver ástæðan er
fyrir eineltinu þá er hún aldr-
ei réttlætanleg, né heiðarleg.
Hættu, og hættu strax.“ n
Þarna sat ég, fullorðinn
maðurinn, tíu mínútur í af-
mælið mitt með kvíðahnút á
stærð við körfubolta í mag-
anum.
DV 30. OKTÓBER 2020