Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 70
Þórir Haraldsson lögfræðingur tók við stöðu forstjóra Heilsu-stofnunar í Hveragerði um síðustu mánaðamót. Þórir hafði áður starfað hjá Íslenskri erfða- greiningu í nítján ár, meðal annars sem lögfræðingur og fjármála- stjóri. Þórir var aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 1995-2001 og hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum, þar á meðal í stjórn Heilsustofnunar um árabil, svo hann er vel kunnugur starfinu. Þórir segir að ávallt sé mikið að gera í starfsemi Heilsustofnunar og þannig verði það áfram. „Það eru endalausar áskoranir í svona starfsemi, sérstaklega núna á tímum COVID-19. Við þurfum að halda starfseminni gangandi með tilheyrandi sóttvörnum og okkur hefur tekist að komast hjá smitum og halda uppi öflugri endurhæfingu innan þeirra marka sem sóttvarnareglur setja. Þá höfum við einnig boðið upp á endurhæfingu fyrir fólk sem veikst hefur af COVID. Umhverfið getur breyst hratt með nýjum þörfum,“ segir hann. „Heilsustofnun er með samning við Sjúkratryggingar að sinna endurhæfingarþjónustu og það hefur verið mikil eftirspurn eftir endurhæfingu í Hveragerði,“ bætir hann við. „Undanfarin ár hafa verið stöðugar áskoranir í rekstri stofnunarinnar og rekstrar- umhverfið er auðvitað þungt. Við höfum ítrekað bent á að við erum að veita mjög góða þjónustu og höfum aldrei fengið athugasemdir við þjónustuna sem við veitum, en fáum samt sem áður lægri greiðslur en aðrir. Ríkisendur- skoðun staðfesti í skýrslu í febrúar 2018 að Sjúkratryggingar greiða Reykjalundi meira en tvöfalt hærri greiðslu en Heilsustofnun, fyrir sambærilega þjónustu. Þetta teljum við óeðlilegt og viljum að við sitjum við sama borð þegar um er að ræða greiðslu fyrir sambæri- lega þjónustu,“ segir hann. Fagleg heilbrigðisþjónusta „Okkar helsta markmið er að sinna þeim sjúklingum sem þurfa á öfl ugri endurhæfingu að halda. Daglega eru um 110 – 120 skjólstæð ingar í endurhæfingu en held ur færri yfir sumartímann. Það er afar jákvætt og gefandi að heyra frá þakklátum gestum eftir dvöl hér. Þeir eru virkilega ánægðir með hversu endurhæfingin skilar góðum árangri. Á Heilsustofnun er rekin mjög fagleg heilbrigðis- þjónusta með þverfaglegu teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, íþróttafræðingum, sjúkranudd- urum og fleirum. Þá er lögð áhersla á gildi hreyfingar og heilsusamlegs mataræðis sem er auðvitað ein af grunnforsendum fyrir því að fólk beri ábyrgð á eigin heilsu. Hér eru rúmlega 100 starfsmenn og margir með langa starfsreynslu. Starfs- fólk er ánægt í starfi og það skilar sér til skjólstæðinga,“ segir Þórir. Fólk sem kemur í endurhæfingu hjá Heilsustofnun kemur flest eftir tilvísun frá lækni, oft eftir skurð- aðgerðir en einnig vegna verkja, síþreytu, streitu og kulnunar svo dæmi séu tekin um fjölbreytta meðferð.“ Uppbygging á afmælisári „Það þarf alltaf að vera uppbygging og endurnýjun. Elstu húsin hér eru orðin 65 ára gömul og í misjöfnu ástandi. Við höfum lagt mikla vinnu í að undirbúa uppbyggingu og settum af stað hugmyndasam- keppni arkitekta um uppbygg- ingu hér á svæðinu og úrslitin voru kynnt í júní. Fyrsta skrefið verður að byggja íbúðir fyrir fólk 55 ára og eldra, sem fær aðgang að ákveðinni aðstöðu og þjónustu á svæðinu. Með því erum við að búa til f leiri stoðir undir reksturinn. Við erum nú þegar með litla byggð á svæðinu og það hefur verið mik- ill áhugi hjá fólki á að fá íbúðir hér. Þá erum við að undirbúa byggingu á nýju meðferðarhúsi sem er brýn þörf á fyrir faglega starfsemi svo sem viðtöl, þjálfun og fræðslu fyrir dvalargesti. Framtíðarsýn okkar er að hér rísi heilsuþorp í kringum stofnunina,“ segir hann. „Heilsustofnun hefur einnig á undanförnum áratugum boðið upp á fræðslu og námskeið sem eru mikilvæg í að ná því markmiði að hjálpa almenningi að ná betri tökum á eigin lífi,“ segir Þórir og bætir við að starfið sé gefandi og margt spennandi á döfinni í fram- tíðinni. „Fyrst og fremst veitum við góða og faglega þjónustu við íslenskt heilbrigðiskerfi.“ Spennandi framtíðarsýn Heilsustofnunar Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fagnar 65 ára afmæli á þessu ári. Fram undan er mikil uppbygg- ing með nýjum áskorunum. Forstjórinn segir stofnunina byggja á þverfaglegri endurhæfingu. Þórir Haraldsson er nýr forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Hann sér fyrir sér mikla uppbyggingu á svæðinu á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jónas Kristjánsson var langt á undan sinni samtíð en sögu hans verða gerð góð skil í heimildarmynd sem Margrét og Guðjón vinna nú að. „Myndin sem við í Sagafilm erum að framleiða, fjallar um Jónas og hans miklu arfleifð, sem lifir enn í starfinu á Heilsustofnun í Hveragerði. Hann var frumkvöðull í heilsueflingu og kom fram með hugmyndir sem á þeim tíma þóttu framandi en eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Strax í upphafi tuttugustu aldarinnar talaði Jónas fyrir heilsueflingu og hvatti fólk til að hugsa vel um heils- una, passa upp á mataræðið, bæta húsakost og fleira, en óhreinindi og léleg húsakynni ollu eða kyntu undir alls konar sjúkdómum. Hann formælti neyslu á sykri, hvítu hveiti og áfengi og talaði mikið um skað- semi tóbaks. Jónas Kristjánsson vildi að fólk bæri ábyrgð á eigin heilsu, með því að lifa heilsusam- legu lífi og fyrirbyggja þannig ýmsa sjúkdóma,“ segir Margrét, sem er framleiðandi myndarinnar. Saga Heilsustofnunar er samofin ævisögu Jónasar og er því í stóru hlutverki í myndinni. „Við segjum frá því þegar Heilsuhælið, eins og það hét í fyrstu, var stofnað árið 1955, og förum yfir hvernig starfsemin var og hefur verið frá upphafi. Einnig kemur fram hvers vegna það er staðsett í Hveragerði, en það er merkileg saga á bak við það. Jónas hafði lokið sinni starfs- ævi sem héraðslæknir, en hann var lengst af á Sauðárkróki, sem var stórt og víðfeðmt læknisumdæmi, þegar hann setti Heilsuhælið á laggirnar, áttatíu og fimm ára að aldri, sem er stórmerkilegt. Hann var yfirlæknir á hælinu þar til hann lést, árið 1960,“ segir Margrét og áhuginn á viðfangsefninu leynir sér ekki. Hún talar sérstaklega um hversu vel arftökum hans hefur tekist að halda kenningum Jónasar um náttúrulækningar á lofti. „Þær hafa lifað af allar tískubylgjur, enda mikil vísindi á bak við þær. Hann byggði hugmyndir sínar um náttúrulækningar meðal annars á hugmyndafræði erlendra heilsu- hæla, sem hann heimsótti á ferðum sínum um heiminn,“ upplýsir Margrét. Hugsjónastarfið heillaði Tilviljun réði því að Margrét tók að sér að gera heimildarmynd um Heilsustofnun og hún fékk Guðjón með sér í verkið, en hann leikstýrir myndinni. „Hann er ungur og upp- rennandi leikstjóri, sem er að vinna með mér að öðru verkefni. Heim- ildarmyndin kom þannig til að ég mælti mér mót við langafabarn Jónasar, sem var á Heilsustofnun. Ég hélt við ætluðum bara að spjalla saman yfir fjallagrasatei en þá kom í ljós að hann vildi að ég tæki að mér að gera þessa mynd. Ég hafði engan tíma til þess en svo hitti ég fólkið sem stýrir Heilsustofnun og heillaðist svo af þessu hugsjóna- starfi að ég ákvað að finna tíma fyrir þetta spennandi verkefni,“ segir Margrét. Hansína Benediktsdóttir var eiginkona Jónasar og segir Margrét að hún hafi átt stóran þátt í starfi hans. „Jónas átti frábæra konu sem stóð þétt við bakið á honum. Hann hefði aldrei áorkað svona miklu ef hún hefði ekki verið með honum í þessu starfi.“ Miklar heimildir eru til um líf og starf Jónasar, sem hafa nýst vel í ferlinu. Þau Margrét og Guðjón fóru á slóðir Jónasar, bæði fyrir norðan og austan þar sem hann hóf starfs- ferilinn og var lengi læknir, en þau hjónin bjuggu að Brekku í Fljótsdal. Þau hafa komst yfir gamalt og nýtt myndefni, meðal annars frá Kvik- myndasafninu og Sjónvarpinu. „Það er haldið vel utan um þessa sögu á Heilsustofnun og afkom- endur Jónasar brenna fyrir henni. Nokkrir hafa reynt við að gera mynd um hann, það var til dæmis búið að taka upp nokkur viðtöl við fólk sem tengist þessari sögu, svo búið var að vinna töluverða forvinnu. Jónasarstofa stendur líka óhreyfð á Heilsustofnun og þar eru upplýsingar, myndir og bækur sem við getum sótt í. Við erum ekki með nein viðtöl við Jónas sjálfan, og það væri gaman ef einhver lumar á gömlum myndum frá fyrstu árunum eða einhverju efni sem kæmi sér vel við þessa vinnu, þá má hafa samband við Inga Þór Jónsson hjá Heilsustofnun sem kemur þeim til okkar,“ segir Margrét vongóð. Stefnt er að því að frumsýna heimildarmyndina öðru hvoru megin við áramótin en í ár er 150 ára ártíð Jónasar. Frumkvöðull í heilsueflingu Margrét Jónasdóttir og Guðjón Ragnarsson vinna að heimildarmynd um Jónas Kristjánsson frumkvöðul. Margrét og Guðjón hjá Sagafilm vonast til að heimilda- myndin verði frumsýnd öðru hvoru megin við áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI Hollvinasamtök Heilsustofn-unar NLFÍ voru stofnuð á 50 ára afmæli Heilsustofnunar þann 24. júlí 2005 í húsakynnum stofnunarinnar. Helstu markmið Hollvinasamtaka Heilsustofnunar í Hveragerði eru eftirfarandi: Hollvinasamtök Heilsustofnun- ar eru samtök sem hafa það að leið arljósi að styrkja starfsemi stofn unarinnar eftir fremsta megni, fjárhagslega eða á annan hátt. Hollvinasamtökin eru öllum opin sem áhuga hafa á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði og vilja standa vörð um framtíð stofnunarinnar. Markmið sam- takanna er að efla samkennd um mikilvægi stofnunarinnar fyrir alla landsmenn. Samtökin eru gríðarlega mikil- væg fyrir starfsemi Heilsustofnun- ar, yfir 1.000 manns eru Hollvinir og hafa samtökin stutt verulega við starfsemina hjá Heilsustofnun með kaupum á ýmsum tækjum og hús- gögnum. Á síðustu misserum hafa samtökin meðal annars fjármagn- að kaup á líkamsgreiningartæki, áreynsluprófstæki, þjálfun artæki í sjúkraþjálfun og einnig ýmis hús- gögn, stóla og borðtennisborð. Hægt er að gerast hollvinur á heimasíðunni heilsustofnun.is Hollvinasamtök Heilsustofnunar Á Heilsustofnun hefur verið lífræn ræktun í nær hálfa öld. Halldór Steinsson er yfirmat- reiðslumaður og hefur séð um eld- húsið í átta ár. Í matstofu Jónasar hefur alla tíð verið boðið upp á grænmetisfæði og veganrétti auk þess sem fiskur er tvo daga í viku. Lögð er áhersla á holla og góða rétti úr nærliggjandi umhverfi og Hall- dór segir að það sé bæði krefjandi og skemmtilegt að elda fjölbreytta rétti fyrir gesti á öllum aldri. „Hér er gott að starfa,“ segir hann. „Ég starfaði áður á veitingahúsum í Reykjavík en mér hefur fundist mjög skemmtilegt að takast á við matargerðina hér og frábært að geta haft áhrif á hvaða grænmeti er ræktað fyrir okkur. Auk þess fæ ég flestar kryddjurtir héðan af svæðinu,“ segir hann. „Yfirleitt heyri ég bara þakklæti frá gestum. Sumir eru ekki vanir því að vera á grænmetisfæði og finnst það skrítið fyrst, en það venst og fólk fer ánægt héðan,“ segir hann. „Reyndar eru fiskidagarnir mjög vinsælir,“ segir hann. „Á venjulegum tímum erum við með stórt salatborð, súpur, nýbakað brauð og fjölbreytta græn- metisrétti á borðum. Oft erum við að elda fyrir 200 manns í hádeginu, en margir koma í mat þótt þeir dvelji ekki á Heilsustofnun. Núna er staðurinn lokaður fyrir utan- aðkomandi og sóttvarnareglur í hávegum hafðar,“ segir hann. „Það eru forréttindi fyrir mat- reiðslumann að fá að vinna í þessu umhverfi auk þess sem það er frábært að vera í Hveragerði,“ segir Halldór, en á Heilsustofnun er boðið upp á morgunverð, hádegis- mat, miðdagshressingu, kvöldmat og kvöldhressingu. Hollur matur úr nánasta umhverfi Halldór Steinsson matreiðslumað- ur eldar fyrir dvalargesti á Heilsu- stofnuninni í Hveragerði og hefur gert í átta ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RHEILSUSTOFNUN NLFÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.