Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 24
Guðmu ndu r hef u r hlotið þó nokkrar v i ð u r k e n n i n g a r fyrir störf sín og í gær bættist enn ein rósin í hnappagatið, viður- kenning Barnaheilla sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Hvernig endar maður í að verja f lestum dögum ársins í að leita að týndum börnum? „Já, það er nú það,“ svarar Guð- mundur eins og hann sé sjálfur að leita svarsins. „Sigríður Björk, sem þá var nýtekin við embætti lög- reglustjóra í Reykjavík, hringir í mig og lýsir verkefni sem hún hefði áhuga á að fara í og hvort ég sé til í að taka það að mér.“ Verkefnið var að halda utan um beiðnir um leit að börnum yngri en 18 ára og fylgja þeim eftir. Guðmundur, sem hafði í fjór- tán ár verið starfsmaður Ríkislög- reglustjóra í fjarskiptamiðstöðinni Skógarhlíð, tók tilboðinu sem hugsað var til eins árs. Nú eru aftur á móti komin sex ár frá því að Guð- mundur færði sig úr þægilegri inni- vinnu í Skógarhlíð í að vera meira og minna á vaktinni allan sólarhring- inn, allan ársins hring, enda einn í deild týndu barnanna ef svo má að orði komast þó svo hann heyri undir kynferðisaf brotadeild lög- reglunnar. „Upphaf lega átti ég að búa til verklag fyrir aðra að vinna eftir en þar sem ég er ekki með stúdentspróf og er Framsóknarmaður, þá eignaði ég mér verkefnið sjálfur,“ segir Guð- mundur í léttum tón. Við grínumst með að hann hafi gert sig ómissandi í starfi en því gríni fylgir þó nokkur alvara enda hefur Guðmundur leitað að 330 börnum frá því hann hóf störf við verkefnið en beiðnirnar verið umtalsvert f leiri, eða 1.340. Traustið mikilvægt Þetta eru því oft sömu börnin sem leitað er að ítrekað og hefur Guð- mundur áunnið sér traust meðal þeirra. Hann leggur mikið upp úr því trausti og segist til að mynda strax í upphafi hafa tekið ákvörð- un um að segja börnunum alltaf satt, og reyna að semja við þau, það hafi reynst honum farsæl ákvörðun. Þau hringja jafnvel í hann að fyrra bragði og biðja hann að sækja sig eða vini sína sem þau sjá í vanda. Á hverju ári er beðið um að leitað sé að 80 til 100 börnum að sögn Guðmundar. „Helmingur þeirra kemur aðeins einu sinni fyrir á því ári og helming- ur þeirra er nýr á hverju ári. Fjórð- ungi þessa fjölda leita ég fjórum sinnum eða oftar að og í kringum fimm til tíu prósentum þeirra þarf ég að leita að í kringum tíu sinnum yfir árið. Ég hef leitað sama ein- staklingsins 18-19 sinnum á einu ári og sá sem ég hef leitað oftast að hefur náð í kringum 50 skiptum en á um fjögurra ára tímabili.“ Aðspurður hvort það sé auð- veldara að leita að þeim sem hann þekkir segir hann tvær hliðar á því. „Þau sem eru komin í djúpa neyslu eru búin að læra á mig og ég á þau. Þau vita hvernig þau geta dulist lengur en oftar en ekki fara þessir einstaklingar að skilja eftir sig brauðmola eins og Hans og Gréta. Þá eru þau orðin þreytt og vilja fara að komast út úr þessu.“ Langstærsta hópnum þurfi hann þó ekkert sérstaklega að leita að, eitt SMS frá honum dugi. „Þetta er Gummi lögga, það er komin leitarbeiðni á þig. Hvað er planið?“ Flest fari heim þegar þau fái skila- boðin og oft sé um sakleysislega til- raun að ræða. „Oft eru þetta krakkar sem eru að sofa hjá í fyrsta skipti og eru að heiman yfir nótt. Þau eru að kanna hversu langt þau komist með for- eldra sína. Þessi börn koma yfirleitt bara einu sinni inn á borð til mín og aldrei aftur. Þetta er rosalega lítill hópur Stundum er maður að banka upp á hjá strangheiðarlegu fullorðnu fólki þar sem barn sem ég er að leita að hefur gist. Fólkið fölnar þegar maður mætir eða hringir og hafði þá ekki kveikt á að barnið hefði ekki látið vita af sér. Þetta eru þá venju- legir krakkar sem eru ekki í neyslu. Um leið og þetta eru börn í neyslu er fólk meira með varann á sér.“ Guðmundur segir fjölda beiðna í ár svipaðan og áður. „En við erum að tala um færri einstaklinga og fleiri beiðnir. Núna þegar verið er að herða á samkomu- takmörkunum ná þau illa að kom- ast inn einhvers staðar. En það eru nokkrir ungir krakkar sem eru að koma snöggt inn og ítrekað og þá finnst manni kerfið ekki taka nógu f ljótt á málum. Það er ekkert eðlilegt að ég sé að leita mjög oft að krakka á ferm- ingaraldri. Það er minna um neyslu finnst mér, sérstaklega á lyfseðils- skyldu lyfjunum en aukning á þeim var skelfileg síðustu tvö ár.“ Guðmundur bendir þó á að var- hugavert sé að túlka tölur í þessum efnum. „Í hverjum árgangi eru sirka fjögur þúsund einstaklingar og ég hef kannski afskipti af 20 til 30 þeirra. Þetta er rosalega lítill hópur í heildina, núll komma eitthvað pró- sent hvers árgangs.“ Notar hitamyndavél til leitar Sími Guðmundar hringir og ég tek eftir að hann er með forláta Cater- pillar-snjallsíma, þegar ég hef orð á því segist hann nota þennan síma þar sem hann býr yfir hitamynda- vél. „Hana nota ég til að leita þeirra krakka sem reyna að hlaupa og skjóta sér einhvers staðar inn í skot eða runna.“ Að meðaltali koma beiðnirnar meira en annan hvern dag og stundum geta þær orðið allt að sex á sólarhring en þá segir hann algengt að tenging sé á milli þeirra. Guðmundur segir auðvelt fyrir krakka að kynnast og tengjast í gegnum samfélagsmiðla. „Ég hef stundum heyrt frá for- eldrum, þegar á að setja barn þeirra í neyðarvistun á Stuðla, að þau hafi áhyggjur af því hverjum barnið þeirra kynnist þar. Ég segi þeim þá að skoða símana þeirra, þau þekkja öll hvert annað í gegnum Snapchat, Instagram og svo framvegis. Sér- staklega þau sem eiga við einhvern vanda að stríða.“ G u ð mu ndu r s e g i r v a nd a barnanna vera þríþættan: Hegð- Ég hef aldrei logið að þeim Guðmundur Fylkisson hefur undanfarin sex ár verið á vaktinni við leit að týndum börnum á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur náð góðum árangri og þakkar það meðal annars því að hafa aldrei logið að börnunum né gabbað þau. Guðmundur hefur leitað að 330 börnum frá því hann tók við verkefninu en beiðnirnar hafa verið umtalsvert fleiri eða 1.340 . Honum hefur gengið vel að öðlast traust barnanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞAU VITA HVERNIG ÞAU GETA DULIST LENGUR EN OFTAR EN EKKI FARA ÞESSIR EINSTAKLINGAR AÐ SKILJA EFTIR SIG BRAUÐ- MOLA EINS OG HANS OG GRÉTA. ÞÁ ERU ÞAU ORÐIN ÞREYTT OG VILJA FARA AÐ KOMAST ÚT ÚR ÞESSU. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.