Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 21.11.2020, Síða 18
Á veturna þurfa kastarar Blika að æfa í Kaplakrika sem er bagalegt. Áslaug Pálsdóttir, formaður frjáls- íþróttadeildar Breiðabliks Okkur sýnist að þetta komi til með að kosta Fimleikasam- bandið tæplega þrjátíu milljónir. Sólveig Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Fimleikasambandsins ENSKI BOLTINN Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu karla fer af stað á nýjan leik um helgina eftir lands- leikjahlé þar sem þó nokkuð var um að leikmenn annars vegar meiddust eða greindust af kórónaveirunni í landsliðsverkefnum sínum. Tottenham, sem situr í öðru sæti deildarinnar, fær Manchester City í heimsókn í kvöld. City, sem samdi við Pep Guardiola í vikunni, þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppliðin. Leicester City sem trónir á toppi deildarinnar mætir með blússandi sjálfstraust inn í toppslag helgar- innar gegn Liverpool. Lærisveinar Brendan Rodgers hafa borið sigur úr býtum í síðustu sex leikjum sínum í deildinni og Evrópudeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er líklega ekki í skýjun- um með nýliðinn landsliðsglugga, en Joe Gomez meiddist í gluggan- um og Andy Robertson og Jordan Henderson og Rhys Williams koma til baka úr verkefnum með lands- liðunum tæpir vegna meiðsla. Þá greindist Mohammed Salah með kórónaveiruna. – hó Mæta laskaðir í toppslaginn FR JÁL SAR ÍÞRÓT TIR Breiðablik lagði fram erindi, fyrir hönd frjáls- íþróttadeildar félagsins, sem dag- sett er 27. ágúst, á fundi íþróttaráðs Kópavogs í síðustu viku. Þar var lagður fram listi yfir nauðsynlegan æfinga- og keppnisbúnað sem þarf að endurnýja á Kópavogsvelli eftir að völlurinn var lagður gervigrasi vorið 2019. Þá er farið fram á það við bæinn að frjálsíþróttadeildinni verði bætt það tekjutap sem hún varð fyrir, er deildin varð að gefa frá sér Meist- aramót FRÍ 2020 síðastliðið sumar. Íþróttaráðið frestar ákvörðun um styrk vegna tekjutaps. Starfsmenn frjálsíþróttadeildar upplýstu síðan að gert væri ráð fyrir kostnaði við endurnýjun æfinga- og keppnis- búnaðar frjálsra íþrótta á Kópa- vogsvelli í áætlun deildarinnar fyrir næsta ár. „Aðstaðan til æfinga batnaði tölu- vert við framkvæmdirnar sem farið var í á síðasta ári þar sem sett var upp kastsvæði, langstökksgryfja og tartan sem nægir í æfingar á spretthlaupi, á svæðinu fyrir aftan stúkuna á Kópavogsvellinum. Þessi framkvæmd gerir það að verkum að útiaðstaðan til æfinga er í fínu lagi. Við eigum svo í góðu samstarfi við knattspyrnudeildina um æfingar okkar á hringbrautinni við gervi- grasvöllinn. Ég skal hins vegar alveg viður- kenna að okkur dreymir um eigið æfingasvæði þar sem við  gætum æft á þeim tíma sem okkur hentar,“ segir Áslaug Pálsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar Breiðabliks  í samtali við Fréttablaðið. „Deildinni er svolítið þröngur stakkur sniðinn hvað inniað- stöðuna í Fífunni varðar. Þar er til dæmis ekki kastsvæði, þannig að á veturna þurfa kastarar Blika að æfa í Kaplakrika sem er bagalegt. Þá er ekki nógu gott að útisvæðið sem við fengum í framkvæmdunum á síðasta ári fullnægi ekki reglum sem þarf að uppfylla til þess að halda mót í meistaraf lokki. Það vantar ekki mikið upp á, þannig að það væri mikill munur ef því yrði kippt í liðinn. Við þurftum að gefa frá okkur að halda Meistaramótið síðasta sumar, sem var vissulega súrt,“ segir Áslaug enn fremur. „Listinn sem lagður var fyrir íþróttaráð bæjarins inniheldur svo lausan búnað sem er orðinn úr sér genginn. Útbúnaður eins og start- blokkir, grindur og annað í þeim dúr er orðið úr sér gengið. Búnað- urinn er alveg brúklegur en það má orða það sem svo að ásigkomu- lagið á honum sé ekki í samræmi við metnað og gæði þeirra iðkenda sem þurfa á honum að halda. Við eigum í góðu samstarfi við bæði bæjaryfir- völd og aðrar deildir félagsins þann- ig að þessi mál eru í góðum farvegi,“ segir hún um stöðu mála. – hó Aðbúnaður ekki í samræmi við metnað og gæðastig iðkenda  Frá framkvæmdum þegar gervigras var lagt í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR FÓTBOLTI Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, og Sandra María Jessen, leikmaður Bayern Leverku- sen, geta ekki leikið með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í lokaleikjum liðsins í undankeppni EM 2022. Dagný er að glíma við meiðsli en Sandra María er í sóttkví þar sem smit hefur komið upp hjá Bayern Leverkusen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ þar sem fram kemur að allir leikmenn Bayern Leverkusen haf i verið settir í sóttkví, en Sandra María hefur ekki greinst smituð. Jón Þór Hauksson hefur kallað til Kristínu Dís Árnadóttur, leikmann Breiðabliks, og Bryndísi Örnu Níels- dóttur, sem spilar fyrir Fylki. Ísland mætir Slóvakíu 26. nóvem- ber og Ungverjalandi 1. desember, en báðir leikirnir fara fram ytra. Fyrir leikina er íslenska liðið í öðru sæti riðilsins í fínni stöðu í barátt- unni um farseðil á EM. – hó Tveir nýliðar inn í hópinn FIMLEIKAR „Það var auðvitað ótrú- lega sorglegt og erfið ákvörðun, að þurfa að af lýsa viðburðinum. Við skoðuðum þetta eftir öllum mögu- legum leiðum fyrir krakkana en komumst að þessari niðurstöðu. Það er rúmlega tveggja ára vinna að baki við að skipuleggja þetta og töldum við okkur gefa okkur ríf- legan tíma þegar mótinu var frestað um eitt ár í mars síðastliðnum en við töldum ekki rökrétt að halda mótið að svo stöddu,“ segir Sól- veig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, um ákvörðun sambandsins að af lýsa EuroGym, evrópskri fimleikahátíð ungmenna, sem átti að fara fram hér á landi á næsta ári. Von var á um 5.000 þátttakendum á aldursbilinu tólf til átján ára, frá tuttugu mis- munandi löndum ásamt þjálfurum og foreldrum, og var á dagskrá að halda rúmlega fjörutíu íþrótta- og fræðsluviðburði á vegum Fimleika- sambandsins. Um er að ræða fimleikahátíð sem er haldin annað hvert ár og fer næst fram í Sviss árið 2022. „Fyrstu við- brögð okkar í byrjun árs voru að fresta þessu og taka við næsta móti árið 2022, en þá var búið að úthluta mótinu til Sviss og undirrita samn- inga þess efnis. Þá reyndum við að fresta um ár eftir alla vinnuna sem lá að baki, en ákváðum svo á dög- unum að af lýsa þessu. Við erum búin að læra ýmislegt um þennan faraldur og á tímum sem ætlast er til að fólk virði fjarlægðarmörk er erfitt að taka við 5.000 keppendum á viðburð þar sem einkennisorðin eru sameining. Það hefði orðið afar erfitt að tryggja að allir myndu virða sóttvarnir.“ Ljóst er að þetta hefði verið einn stærsti íþróttaviðburður ársins á Íslandi og með því hefði mátt reikna með miklum tekjum inn í íslenskt samfélag. „Okkar áætlanir sýndu að það hefði mátt gera ráð fyrir að mótið hefði fært íslensku samfélagi eitt- hvað í kringum tvo milljarða með öllum þátttakendum og aðstand- endum þeirra, fyrir utan öll f lugin sem við tókum ekki með inn í dæmið. Það er á hreinu að þetta er mikill tekjumissir fyrir okkur og íslenskt samfélag.“ Aðspurð út í hvaða áhrif aflýsing- in hefur á fjárhagsstöðu Fimleika- sambandsins, segir Sólveig að þetta muni kosta sambandið mikið. „Okkur sýnist að þetta komi til með að kosta Fimleikasambandið tæplega þrjátíu milljónir. Svo eru auðvitað ótalmargar vinnu- stundir að baki, en við reynum að vera jákvæð og horfa á það sem við lærðum af því að skipuleggja mót af þessari stærðargráðu.“ Hún vonast til þess að fimleika- hátíðin geti farið fram á Íslandi síðar, eftir að hafa lært hvað þarf til að skipuleggja slíkan viðburð. „Vonandi getum við haldið þessa hátíð seinna því þetta er frá- bær viðburður fyrir krakkana. Í íþróttum er tölfræðin yfirleitt sú að tvö prósent iðkenda skari fram úr, en íþróttahreyfingin gerir of lítið fyrir hin 98 prósentin. Þau fá ekki að keppa á alþjóðlegum mótum og mörg þeirra hafa ekki áhuga á að taka þátt í keppnum yfir höfuð. Þetta var því á sinn hátt okkar leið til þess og sýna að fimleikar eru fyrir alla, þar sem allir fá að tilheyra á sínum forsendum. Von- andi getum við haldið svona við- burð þegar þennan heimsfaraldur lægir, því sameining er eitt af ein- kennismerkjum mótsins.“ Fimleikasambandið fékk tæp- lega 8,5 milljóna styrk frá ÍSÍ í aðgerðapakka stjórnvalda fyrr á þessu ári til að brúa bilið. Að sögn Sólveigar hefur evrópska fimleika- sambandið varla burði til að draga Íslendinga að landi. „Við fengum góðan styrk frá rík- isstjórninni í gegnum ÍSÍ í vor, við áttum nýlega fund með evrópska fimleikasambandinu um stöðuna en þau geta ekki aðstoðað okkur, en við vonumst til þess að geta sótt styrki í aðgerðapakkann sem von er á á næstu dögum frá ríkis- stjórninni.“ Mikill tekjumissir fyrir okkur og allt íslenska samfélagið Fimleikasambandið þurfti að aflýsa EuroGym 2021 fyrr í vikunni eftir tveggja árs skipulagsvinnu. Von var á fimm þúsund keppendum frá tuttugu mismunandi löndum í Evrópu og aðstandendum þeirra. Gerðu áætlanir Fimleikasambandsins ráð fyrir að mótið myndi koma með tvo milljarða inn til landsins. Hópurinn sem fór fyrir hönd Íslands á EuroGym 2018 sem fór fram í Belgíu MYND/FIMLEIKASAMBANDIÐ/AÐSEND Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.