Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 90
Hrist ryk á steini er yfirskrift sýn­ingar Ólafar Helgu Helgadóttur sem s t e ndu r y f i r í Gerðarsafni. Titil­ inn hripaði Ólöf á blað þegar hún hristist um holótta vegi landsins í aftursætinu: Hrist ryk á steini. Í sýningarskrá segir: „Húmor og dægurmenning einkenna verk Ólaf­ ar og við sjáum vísanir í listasöguna í mínímalískum en glettnum skúlp­ túrum hennar þar sem fundin efni og hversdagsleiki fá nýja vídd í sýningarsalnum.“ Einnig segir: „Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdags­ legu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg.“ Þrjú verk eru á sýningunni. Þegar gestir koma inn í salinn blasa við þeim stórglæsilegar rauðar gard­ ínur. „Þessar gardínur héngu uppi á æskuheimili mínu í Grindavík um 1980. Ég man að þegar sólin skein varð birtan í húsinu rauðleit. Þegar mamma ætlaði svo að henda þeim tók ég þær,“ segir Ólöf. „Það var eitt­ hvað við þær sem heillaði mig. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég ætl­ aði að gera við þær, en hugsaði með mér að tíminn myndi leiða það í ljós. Núna eru þær hér á sýningunni nálægt gluggum og þegar sólin skín skapast rauðleit birta.“ Annað verk á sýningunni heitir Skúlptúr étur skúlptúr. „Það er samansett af tveimur eldri verkum sem ég sýndi á samsýningu í Lista­ safni Árnesinga árið 2015. Um er að ræða plasthólk utan af teiknirúllu og inni í verkinu er pappír sem ég eignaðist þegar ég var að vinna á Landspítalanum. Þetta voru tveir sjálfstæðir skúlptúrar sem hafa nú sameinast.“ Þriðja verkið er myndbandsverk þar sem lottókúlur og þvottavél koma meðal annars við sögu. Hljóð­ rás myndbandsins er unnin af raf­ listakonunni Plasmabell. „Maður fær ekki oft tækifæri til að sýna í svona stórum sal. Öll verkin spila saman og eiga að skapa heildstæða sýningu. Ég vildi hafa færri verk en fleiri og nýti einungis gólfrýmið, nota ekki veggina,“ segir listakonan. Ólöf Helga útskrifaðist frá Listahá­ skóla Íslands árið 2005 og lauk mast­ ersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvik­ myndaskóla Íslands. Hún býr og starfar á Siglufirði. Sýningin er hluti af sýningaröð Gerðasafns, Skúlptúr/Skúlptúr.  Skúlptúr / Skúlptúr Með sýningunni Skúlptúr skúlptúr skúlptúr á Kjar- valsstöðum árið 1994 var leitast við að svara áleitnum spurningum um hvar íslensk höggmyndalist væri stödd eftir miklar sviptingar á því sviði árin áður. Sýningaröð Gerðar- safns sem með yfirskriftinni Skúlptúr / Skúlptúr vísar til þessarar tímamótasýningar og reynir að velta upp þessari spurningu aftur og aftur: Hvar er íslensk höggmyndalist stödd og í hvaða átt stefnir hún? Listamennirnir sem sýna verk sín leggja til að svarað sé með framúrstefnulegri tilrauna- mennsku í hversdagsleg efni og óþrjótandi leik- og sköpunar- gleði. Gestum sýninganna er því boðið til skúlptúrskemmt- unar í Gerðarsafni. Fundin efni og hversdagsleiki Ólöf Helga Helgadóttir sýnir verk sín í Gerðarsafni. Yfirskrift- in er Hrist ryk á steini. Listaverkin á sýningunni eru þrjú og listakonan segir að þau eigi að spila saman og skapa heild. Ólöf við gluggatjöldin sem héngu á æskuheimili hennar. MYND/STEFÁN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÉG VILDI HAFA FÆRRI VERK EN FLEIRI OG NÝTI EINUNGIS GÓLFRÝMIÐ, NOTA EKKI VEGGINA. BÆKUR Ein Ásdís Halla Bragadóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 225 Skáldsagan Ein eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur er hluti af jóla­bókaflóðinu í ár. Um er að ræða fyrstu skáldsögu Ásdísar Höllu sem áður hefur gefið frá sér minninga­ bækurnar Tvísaga og Hornauga. Þessi fyrsta skáldsaga Ásdísar er samtímasaga sem fjallar um ein­ manaleikann á tímum veiru og vol­ æðis, eitthvað sem þetta ár hefur svo sannarlega boðið upp á. Lesandi fær að kynnast þremur ólíkum sögupersónum sem tengjast á sinn hátt. Í miðju sögulín­ unnar er Sólrún, ungur stjórnmálafræðinemi frá Ísafirði sem starfar í heimaþjónustu fyrir eldri borgara. Þegar sagan hefst hefur Sólrún fundið einn af skjólstæð­ ingum sínum látinn í baðkarinu heima hjá sér. Stjórnmálafræðinem­ inn áttar sig f ljótt á að eitthvað gruggugt er við dauða Elísu, eða sendi­ herrafrúarinnar eins og hún er gjarnan kölluð, en Sólrún er óviss hvernig bregðast skal við. Á sama tíma glímir Klara, ungur læknir og einka dóttir Elísu við af leið ingar COVID ­19 faraldursins í New York. Lesandi fær að skyggnast í fortíð Klöru og fjölskyldu hennar sem er nokkuð skrautleg. Síðast en ekki síst fær lesandi að skyggnast inn í hugarheim Friðriks, annars skjól­ stæðings Sólrúnar og baráttu hans við minningarnar. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist hjá söguhetjunum þremur og það sem lesandi telur í upphafi er ekki end­ anleg niðurstaða verksins. Sem fyrr segir staðsetur Ásdís Halla skáldsöguna vel í tíma og rúmi. Þetta verður því líklega með fyrstu skáldsögum sem lesendur lesa sem tæklar COVID faraldurinn, af leiðingar hans og hugarástand landsmanna nær og fjær. Lesturinn verður fyrir vikið nokkuð ljúf­ sár, enda gæti sagan verið að eiga sér stað akkúrat núna. Framvinda verksins er vel skrifuð og f léttan nokkuð spennandi án þess að fara of geyst þar sem lesandi fær að skipta inn í hugarheim söguhetj­ anna til skiptis. Einmanaleiki er helsta þema verksins því allir einstaklingarnir þrír glíma við einmanaleika á sinn hátt. Sögulínan sjálf, frá upphafi til enda er í raun ekki nema kannski klukkutími þrátt fyrir að lesandi fái að ferðast fram og til baka í hugar­ heimi höfuðpersónanna. Í upphafi Ein býður Ásdís upp á öll helstu einkennismerki glæpasögunnar, lík á f loti, einhver virðist vera með óhreint mjöl í pokahorninu og for­ vitnileg fortíð. Þegar líða fer á verk­ ið kemur hins vegar í ljós að sagan mun að öllum líkindum ekki bjóða upp á þá hröðu framvindu sem glæpasögur gera gjarnan. Sem gæti verið ágætis tilbreyting fyrir suma. Hins vegar eru persónurnar ekkert gífurlega spennandi og ekki verið að finna upp hjólið hér með neinu. Það sem kannski helst situr eftir er einmanaleikinn sem að hefur verið í deiglunni á COVID­tímum og lesandi situr eftir og vill hringja í mömmu sína. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Spennusaga um einmanaleika á COVID-tímum sem fær lesanda til að vilja hringja í for- eldra sína. (M)Einsemd farsóttarinnar BÆKUR Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Benedikt Fjöldi síðna: 491 Hver ritar fortíð okkar og framtíð? Hvað stýrir örlög­um okkar? Í nýjustu skáldsögu Jóns Kal­ mans Stefánssonar, Fjarvera þín er myrkur, má heyra kunnugleg stef úr fyrri verkum höfundar. Hér er á ferð saga um minningar og gleymsku, og hvernig augnablik fortíðar búa í beinum okkar, löngu eftir að þau eiga sér stað. Margvíslegar per­ sónur stíga fram og teygir persónu­ galleríið sig tæpar tvær aldir aftur í tímann, kynslóð fram af kynslóð. Við fáum að kynnast manneskjum sem hafa skapað sér líf á Ströndum fyrir vestan, rétt við Hólmavík. Í upphafi sögunnar hittum við fyrir sögumanninn ónefnda sem staddur er í gamalli sveitakirkju og virðist hann hafa tapað öllum minningum sínum. Á bekk fyrir aftan hann situr annar ókunnur maður sem á eftir að fylgja okkur í gegnum bókina og hefur órætt hlutverk innan frá­ sagnarinnar. Hægt og rólega bætist í persónuflóruna eftir því sem minn­ ingarnar safnast saman hjá sögu­ manninum dularfulla og við blasir heildstæð saga af margbrotnum manneskjum sem hver á sinn minn­ ingabanka. Jón Kalman er þekktur fyrir leik sinn með stöðu sögumannsins í skáldsögum sínum og á það einnig við hér og leiðir hann okkur um frá­ sögnina í skipulagðri óreiðu. Þemu sem birtast ítrekað í verkum Jóns Kalmans; stærð heimsins, ómur fortíðar og titrandi ástin og treginn sem yfirtekur allt, eru svo sannar­ lega allsráðandi hér og mynda brú á milli bóka hans. Textinn er áferðarfagur og verða aðdáendur höfundarins ekki sviknir af þessu nýjasta útspili hans. Tónlist er áberandi í sögunni og smám saman safnast í ágætis laga­ lista eftir því sem líður á bókina, „lagalista dauðans“, sem tekinn er svo saman á síðustu blaðsíðum bókarinnar. Ýmsir tónlistarmenn koma þar saman hvaðanæva að úr tónlistarsögunni; Bob Dylan, GDRN, David Bowie, Regina Spekt­ or, Kanye West og Olga Guðrún svo dæmi séu tekin. Það er því ekki vit­ laus hugmynd að hafa Spotify við höndina við lesturinn og fylgja persónunum hægt og rólega í gegnum listann. Það er síðan blessuð kynhvötin sem virðist s t ý r a p e r s ónu nu m umfram allt, svo sterkt að sumum þætti nóg um. Setningar Jóns Kal­ mans eru oft og tíðum eins og þær innihaldi ákveðinn töframátt, þótt orðskrúðinu og tilfinningaf lóðinu sé á köflum heldur ofaukið. Að því leyti eru sögu­ persónurnar ekki beint trúverðugar, en líf ið er ef til vill skemmti­ legra ef við trúum því að innra með rudda­ legasta kotbónda búi tilfinningasemi á stærð við alheiminn. Guðrún Baldvinsdóttir NIÐURSTAÐA: Fjar- vera þín er myrkur er falleg saga af fjöl- breyttum og djúpum persónum. Brot úr örlögum Mánudaginn 23. nóvem­ber næstkomandi opnar Vat nslit afélag Íslands sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir Andstæður og það er jafnframt þema hennar. Vatns­ litafélag Íslands er nýstofnað félag um 200 vatnslitamálara. Félags­ mönnum var boðið að senda inn verk og valdi sjálfstæð dómnefnd erlendra listamanna þau verk sem til sýnis verða á Andstæðum. Sýnd verða 64 verk eftir 47 listamenn. Listasalur Mosfellsbæjar er stað­ settur inn af Bókasafni Mosfells­ bæjar og er opinn á afgreiðslutíma þess, kl. 12­18 á virkum dögum og kl. 12­16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 20. desember. Andstæður á sýningu Vatnslitamynd á sýningunni. 2 1 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.